Handbolti

Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Erlingur er hann stýrði liði Füchse Berlin.
Erlingur er hann stýrði liði Füchse Berlin. vísir/getty

Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar þá mun Erlingur Richardsson taka við liðinu af Arnari.

Erlingur er ekki ókunnur í herbúðum félagsins eftir að hafa bæði leikið og þjálfað hjá ÍBV. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið félagsins í upphafi aldarinnar áður en hann fór til starfa hjá HK.

Erlingur þjálfaði svo austurríska félagið WestWien frá 2013-15 áður en hann fór til þýska stórliðsins Füchse Berlin sem hann stýrði leiktíðina 2015-16.

Hann tók við sem landsliðsþjálfari Hollands á síðasta ári. Vænta má þess að tilkynnt verði um ráðningu Erlings mjög fljótlega.


Tengdar fréttir

Arnar hættir eftir tímabilið í Eyjum

Arnar Pétursson mun hætta sem þjálfari ÍBV eftir yfirstandandi tímabil er því kemur fram á vef Morgunblaðsins nú í kvöld. ÍBV varð bikarmeistari um helgina, en margt og mikið hefur gengið á í Eyjum síðan þá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.