Kristmann Óttar Guðmundsson skrifar 3. mars 2018 11:00 Las á dögunum merkilega bók eftir Sigurjón Magnússon, Borgir og eyðimerkur, sem fjallar um einn dag í lífi Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar. Ég var alinn upp á vinstri sinnuðu bókmenntaheimili. Kalda stríðið var í algleymingi og heitasta deiluefnið var herinn á Miðnesheiði. Listamenn voru flestir vinstri sinnaðir hernámsandstæðingar undir forystu bókmenntapáfans Kristins E. Andréssonar. Hann var Stalínisti af gamla skólanum og bilaði aldrei í trúnni. Á mínu heimili ríkti bókmenntafræðilegur rétttrúnaður. Litið var á Halldór Laxness eins og Jesú Krist, lærisveinarnir voru rithöfundar sem fylgdu réttri línu. Djöfullinn sjálfur og árar hans voru höfundar sem efuðust um óskeikulleika Kristins E. og annarra helgra manna. Fremstur í þeim fjandaflokki var einmitt Kristmann Guðmundsson. Menn gátu reiknað með miklum velvilja Kristins og kó ef þeir hjóluðu í Kristmann. Thor Vilhjálmsson réðst að honum af slíkri heift að Kristmann ákvað að fara í meiðyrðamál. Málaferlin snerust upp í farsa þar sem Kristmann fór halloka. Í bók Sigurjóns bíður hann niðurstöðu dómsins. Hann rifjar upp átök við samferðamenn sína og lítur beiskur um öxl. Kristmann var í raun skotspónn skipulagðs pólitísks eineltis þar sem hann var úthrópaður sem ritþjófur, ofbeldismaður og kvennajagari. Bækur hans voru afskrifaðar sem einskis verðar vinnukonubókmenntir. Þessi hjarðhegðun minnir reyndar á samfélagsmiðla samtímans. Það var tími til kominn að einhver tæki upp hanskann fyrir Kristmann og sýndi manneskjuna bak við níðmyndina. Sagan gekk reyndar í lið með Kristmanni. Búið er að kasta pólitískum skoðunum Kristins E. á öskuhauga sögunnar. Rómantískur sósíalismi Kristmanns er ráðandi á öllum framboðslistum. Svona eru vegir réttlætisins órannsakanlegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Las á dögunum merkilega bók eftir Sigurjón Magnússon, Borgir og eyðimerkur, sem fjallar um einn dag í lífi Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar. Ég var alinn upp á vinstri sinnuðu bókmenntaheimili. Kalda stríðið var í algleymingi og heitasta deiluefnið var herinn á Miðnesheiði. Listamenn voru flestir vinstri sinnaðir hernámsandstæðingar undir forystu bókmenntapáfans Kristins E. Andréssonar. Hann var Stalínisti af gamla skólanum og bilaði aldrei í trúnni. Á mínu heimili ríkti bókmenntafræðilegur rétttrúnaður. Litið var á Halldór Laxness eins og Jesú Krist, lærisveinarnir voru rithöfundar sem fylgdu réttri línu. Djöfullinn sjálfur og árar hans voru höfundar sem efuðust um óskeikulleika Kristins E. og annarra helgra manna. Fremstur í þeim fjandaflokki var einmitt Kristmann Guðmundsson. Menn gátu reiknað með miklum velvilja Kristins og kó ef þeir hjóluðu í Kristmann. Thor Vilhjálmsson réðst að honum af slíkri heift að Kristmann ákvað að fara í meiðyrðamál. Málaferlin snerust upp í farsa þar sem Kristmann fór halloka. Í bók Sigurjóns bíður hann niðurstöðu dómsins. Hann rifjar upp átök við samferðamenn sína og lítur beiskur um öxl. Kristmann var í raun skotspónn skipulagðs pólitísks eineltis þar sem hann var úthrópaður sem ritþjófur, ofbeldismaður og kvennajagari. Bækur hans voru afskrifaðar sem einskis verðar vinnukonubókmenntir. Þessi hjarðhegðun minnir reyndar á samfélagsmiðla samtímans. Það var tími til kominn að einhver tæki upp hanskann fyrir Kristmann og sýndi manneskjuna bak við níðmyndina. Sagan gekk reyndar í lið með Kristmanni. Búið er að kasta pólitískum skoðunum Kristins E. á öskuhauga sögunnar. Rómantískur sósíalismi Kristmanns er ráðandi á öllum framboðslistum. Svona eru vegir réttlætisins órannsakanlegir.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar