Sport

Grét af gleði eftir sögulegan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ireen Wüst fagnar sigri í dag.
Ireen Wüst fagnar sigri í dag. Vísir/Getty
Hollenska skautahlauparinn Ireen Wüst endurskrifaði Ólympíusöguna í dag þegar hún varð fyrsti skautahlauparinn til að vinna tíu verðlaun á Ólympíuleikum.

Ireen Wüst vann þá gullverðlaun í 1500 metra skautahlaupi kvenna í  Pyeongchang en hún hafði áður unnið silfur í 3000 metra skautahlaupi á þessum Ólympíuleikum.

Ireen Wüst fagnaði gríðarlega þegar ljóst var að hún tæki gullið og grét af gleði. Um leið var metið hennar í karla- og kvennaflokki.

Ireen Wüst hefur nú unnið fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og eitt brons á Ólympíuleikum.





Með þessum tvennum verðlaunum á leikunum í Pyeongchang þá komst hún upp fyrir hina þýsku Claudia Pechstein sem vann níu verðlaun á leikunum frá 1994 til 2006.

Þetta eru fjórðu Ólympíuleikarnir í röð þar sem Ireen Wüst vinnur til verðlauna í 1500 metra skautahlaupi. Hún vann gull í dag og á leikunum í Vancouver 2010, fékk silfur á síðustu leikum í Sotsjí og vann brons í greininni í Torinó 2006.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×