„Það er ekkert hræðilegt ef ég næ þessu ekki “ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir. Vísir/Hanna FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir kom fyrst í mark í úrslitum í 400 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum á laugardaginn. Arna hljóp á 54,39 sekúndum. Eva Hovenkamp frá Hollandi varð önnur á 54,97 sekúndum og samherji Örnu úr FH, Þórdís Eva Steinsdóttir, þriðja á 56,13 sekúndum. Arna vann einnig sigur í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í fyrra, þá á mótsmeti; 53,92 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Arna ánægð með sigurinn um helgina, jafnvel þótt hún hefði ekki náð lágmarki fyrir EM innanhúss sem fer fram í Birmingham 1.-4. mars næstkomandi. „Mig grunaði að ég næði ekki lágmarki í fyrsta hlaupi. Eftir á að hyggja skipti meira máli að hafa unnið þetta. En auðvitað hefði ég viljað hafa tímann betri. Þetta er smá frá mínu besta. Það var gaman að vinna en ég hef engar brjálaðar áhyggjur af þessu lágmarki,“ sagði Arna sem hefur þrjár helgar í viðbót til að ná lágmarkinu fyrir EM.Fór of hægt af stað Ég veit að ég á meira inni. Ég hef hlaupið 400 metrana á 53 sekúndum. Ég á að geta þetta og verð kannski að fara hraðar af stað,“ sagði Arna. En vantaði hana meira samkeppni í hlaupinu á laugardaginn? „Það er auðvelt að segja það eftir á. Þetta var verðug samkeppni en stundum spilast hlaupin svona. Ég var á fjórðu braut og hún [Hovenkamp] á þriðju. Við fórum báðar alltof hægt af stað. Hún sagði það við mig eftir hlaupið,“ sagði Arna.EM bónus EM-lágmarkið í 400 metra hlaupi er 53,15 sekúndur. Arna segir að það verði bara bónus fyrir sig ef hún nær því. Það sem er mikilvægara er að hún er búin að ná lágmarki í 400 metra grindahlaupi, sinni aðalgrein, fyrir EM utanhúss sem fer fram í Berlín í ágúst. „Það er ekkert hræðilegt ef ég næ þessu ekki en mér finnst allt í lagi að setja mér þetta sem markmið,“ sagði Arna. En hversu mikla áherslu leggur hún á innanhússtímabilið?Meiri möguleikar í grindahlaupinu „Það skiptir máli að vera í góðu formi og líka fyrir hausinn, að vera tilbúin í utanhússtímabilið. Ég æfi vel fyrir innanhússtímabil og langar að hlaupa hratt inni. En ég veit að möguleikar mínir í 400 metra grindahlaupi eru mun meiri heldur en í 400 metra hlaupi,“ sagði Arna. Hún segir allar æfingar miðast að því að toppa á EM í Berlín í ágúst. „Í mars/apríl byrja ég í þungum sprettum og þyngri lyftingum. Ég fer örugglega í æfingabúðir í apríl eða maí. Í maí byrjar maður að fara út og hlaupa grindahlaup. Ég get það eiginlega ekki innanhúss,“ sagði Arna sem hefur síðustu ár farið í æfingabúðir til sólríkari landa, þar sem auðveldara er að æfa utanhúss en hér heima. „Það hentar mjög vel að fara í æfingabúðir í lok apríl eða byrjun maí og vera tilbúin þegar heim er komið.“Verðlaunum hlaðin í fyrra Síðasta ár var gjöfult hjá Örnu. Hún vann til bronsverðlauna í 400 metra grindahlaupi á EM U-23 ára, varð Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi innanhúss og hlaut gullverðlaun í 400 metra grindahlaupi á Smáþjóðaleikunum. Þá varð hún Íslandsmeistari í fjölda greina og bikarmeistari með kvennaliði FH. „Ég hljóp reyndar hraðar árið 2016 en 2017 var best hvað árangurinn varðar,“ sagði Arna sem er nú komin í fullorðinna manna tölu, ef svo má segja. EM í Póllandi, þar sem hún vann bronsið, var hennar síðasta mót í U-23 ára flokki. Arna keppti í fullorðinsflokki á EM utanhúss í Amsterdam sumarið 2016 og náði lágmarki fyrir EM innanhúss í Belgrad síðasta vetur. Meiðsli komu í veg fyrir þátttöku hennar þar.Dreymir um úrslit á EM Arna komst í undanúrslit í 400 metra grindahlaupi á EM í Amsterdam og stefnir á að gera betur í Berlín í ágúst. „Ég fór í undanúrslit síðast og það væri gaman að fara í úrslit núna,“ sagði Arna. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir kom fyrst í mark í úrslitum í 400 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum á laugardaginn. Arna hljóp á 54,39 sekúndum. Eva Hovenkamp frá Hollandi varð önnur á 54,97 sekúndum og samherji Örnu úr FH, Þórdís Eva Steinsdóttir, þriðja á 56,13 sekúndum. Arna vann einnig sigur í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í fyrra, þá á mótsmeti; 53,92 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Arna ánægð með sigurinn um helgina, jafnvel þótt hún hefði ekki náð lágmarki fyrir EM innanhúss sem fer fram í Birmingham 1.-4. mars næstkomandi. „Mig grunaði að ég næði ekki lágmarki í fyrsta hlaupi. Eftir á að hyggja skipti meira máli að hafa unnið þetta. En auðvitað hefði ég viljað hafa tímann betri. Þetta er smá frá mínu besta. Það var gaman að vinna en ég hef engar brjálaðar áhyggjur af þessu lágmarki,“ sagði Arna sem hefur þrjár helgar í viðbót til að ná lágmarkinu fyrir EM.Fór of hægt af stað Ég veit að ég á meira inni. Ég hef hlaupið 400 metrana á 53 sekúndum. Ég á að geta þetta og verð kannski að fara hraðar af stað,“ sagði Arna. En vantaði hana meira samkeppni í hlaupinu á laugardaginn? „Það er auðvelt að segja það eftir á. Þetta var verðug samkeppni en stundum spilast hlaupin svona. Ég var á fjórðu braut og hún [Hovenkamp] á þriðju. Við fórum báðar alltof hægt af stað. Hún sagði það við mig eftir hlaupið,“ sagði Arna.EM bónus EM-lágmarkið í 400 metra hlaupi er 53,15 sekúndur. Arna segir að það verði bara bónus fyrir sig ef hún nær því. Það sem er mikilvægara er að hún er búin að ná lágmarki í 400 metra grindahlaupi, sinni aðalgrein, fyrir EM utanhúss sem fer fram í Berlín í ágúst. „Það er ekkert hræðilegt ef ég næ þessu ekki en mér finnst allt í lagi að setja mér þetta sem markmið,“ sagði Arna. En hversu mikla áherslu leggur hún á innanhússtímabilið?Meiri möguleikar í grindahlaupinu „Það skiptir máli að vera í góðu formi og líka fyrir hausinn, að vera tilbúin í utanhússtímabilið. Ég æfi vel fyrir innanhússtímabil og langar að hlaupa hratt inni. En ég veit að möguleikar mínir í 400 metra grindahlaupi eru mun meiri heldur en í 400 metra hlaupi,“ sagði Arna. Hún segir allar æfingar miðast að því að toppa á EM í Berlín í ágúst. „Í mars/apríl byrja ég í þungum sprettum og þyngri lyftingum. Ég fer örugglega í æfingabúðir í apríl eða maí. Í maí byrjar maður að fara út og hlaupa grindahlaup. Ég get það eiginlega ekki innanhúss,“ sagði Arna sem hefur síðustu ár farið í æfingabúðir til sólríkari landa, þar sem auðveldara er að æfa utanhúss en hér heima. „Það hentar mjög vel að fara í æfingabúðir í lok apríl eða byrjun maí og vera tilbúin þegar heim er komið.“Verðlaunum hlaðin í fyrra Síðasta ár var gjöfult hjá Örnu. Hún vann til bronsverðlauna í 400 metra grindahlaupi á EM U-23 ára, varð Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi innanhúss og hlaut gullverðlaun í 400 metra grindahlaupi á Smáþjóðaleikunum. Þá varð hún Íslandsmeistari í fjölda greina og bikarmeistari með kvennaliði FH. „Ég hljóp reyndar hraðar árið 2016 en 2017 var best hvað árangurinn varðar,“ sagði Arna sem er nú komin í fullorðinna manna tölu, ef svo má segja. EM í Póllandi, þar sem hún vann bronsið, var hennar síðasta mót í U-23 ára flokki. Arna keppti í fullorðinsflokki á EM utanhúss í Amsterdam sumarið 2016 og náði lágmarki fyrir EM innanhúss í Belgrad síðasta vetur. Meiðsli komu í veg fyrir þátttöku hennar þar.Dreymir um úrslit á EM Arna komst í undanúrslit í 400 metra grindahlaupi á EM í Amsterdam og stefnir á að gera betur í Berlín í ágúst. „Ég fór í undanúrslit síðast og það væri gaman að fara í úrslit núna,“ sagði Arna.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira