Markþjálfun fyrir betri árangur hjá fyrirtækjum Finnur G. Gunnþórsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Nútímafyrirtæki standa frammi fyrir stöðugum breytingum í rekstrarumhverfi og leita nýrra leiða til að ná árangri fyrir sjálfbærni til langframa. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis eru mannauðurinn, sem skapar virði fyrir það og er lykill að viðvarandi árangri. Færa þarf starfsfólki verkfæri til að það geti eflst í starfi og unnið verkefni sín þannig að hæfileikar þess fái að njóta sín. Hvernig fólk nálgast verkefni sín skiptir miklu máli fyrir árangur. Þess vegna hafa æ fleiri fyrirtæki leitað til markþjálfunar sem miðar að því að hjálpa hverjum og einum að tengja drifkraft og þekkingu sína við framkvæmdir heildarinnar. Þegar munur er á valdsviði fólks og hlutverkum, skiptir máli fyrir stjórnendur að auðvelt sé fyrir starfsmenn að bera undir þá álitamál og verkefni. Notkun samtalstækni, sem snýr beint að verkefnum og árangri og veitir þeim sem hana hafa lært sérstaka athygli í hlustun, getur aukið sköpunarmátt og ekki síður eflt traust á milli aðila. Margir bera með sér samskiptamynstur frá uppeldi sínu yfir á vinnustað hvort sem það er til góðs eða ills. Mikilvægur hluti af faglegum stjórnunarháttum felst þar af leiðandi í því að rýna í samskipti og hvernig er hægt að stuðla að faglegum og uppbyggilegum samskiptum. Þannig ýta stjórnendur sem læra sjálfir og beita markþjálfun undir beina og opna tjáningu við starfsfólk. Sýnt hefur verið fram á að markþjálfun fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja eykur árangur og arðsemi. Mörg fremstu fyrirtæki heims nota markþjálfun nú þegar sem mikilvægan hluta af sínum stjórnunarháttum, sem dæmi má nefna Microsoft, Apple og Shopify. Þau hafa uppgötvað að samtal við starfsfólk, að fá endurgjöf frá því og geta hlustað af athygli ber meiri árangur en stjórnun í fyrirskipunarstíl. Með því að skapa umhverfi þar sem samskipti eru af heiðarleika, umhyggju og skilvirkni styður fyrirtækið við starfsfólk sitt og heldur sig frekar að stefnumiðum. Markþjálfun snýst um að hjálpa fólki að draga fram þau verkfæri sem búa innra með því til að sinna starfi sínu sem best. Í krefjandi starfsumhverfi er mikilvægt að kveikja neista hjá fólki í samskiptum svo að heildin nái því besta fram þegar kemur að mikilvægum verkefnum. Starfsfólk, sem gengur vel, á öflugri samskipti og líður betur í starfi, skapar meiri verðmæti. Markþjálfun getur bætt stjórnunarhætti, byggt upp markvissari einstaklings- og hópavinnu og hvatt til betri og uppbyggilegri samskipta sem leiða til meiri verðmætasköpunar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Nútímafyrirtæki standa frammi fyrir stöðugum breytingum í rekstrarumhverfi og leita nýrra leiða til að ná árangri fyrir sjálfbærni til langframa. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis eru mannauðurinn, sem skapar virði fyrir það og er lykill að viðvarandi árangri. Færa þarf starfsfólki verkfæri til að það geti eflst í starfi og unnið verkefni sín þannig að hæfileikar þess fái að njóta sín. Hvernig fólk nálgast verkefni sín skiptir miklu máli fyrir árangur. Þess vegna hafa æ fleiri fyrirtæki leitað til markþjálfunar sem miðar að því að hjálpa hverjum og einum að tengja drifkraft og þekkingu sína við framkvæmdir heildarinnar. Þegar munur er á valdsviði fólks og hlutverkum, skiptir máli fyrir stjórnendur að auðvelt sé fyrir starfsmenn að bera undir þá álitamál og verkefni. Notkun samtalstækni, sem snýr beint að verkefnum og árangri og veitir þeim sem hana hafa lært sérstaka athygli í hlustun, getur aukið sköpunarmátt og ekki síður eflt traust á milli aðila. Margir bera með sér samskiptamynstur frá uppeldi sínu yfir á vinnustað hvort sem það er til góðs eða ills. Mikilvægur hluti af faglegum stjórnunarháttum felst þar af leiðandi í því að rýna í samskipti og hvernig er hægt að stuðla að faglegum og uppbyggilegum samskiptum. Þannig ýta stjórnendur sem læra sjálfir og beita markþjálfun undir beina og opna tjáningu við starfsfólk. Sýnt hefur verið fram á að markþjálfun fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja eykur árangur og arðsemi. Mörg fremstu fyrirtæki heims nota markþjálfun nú þegar sem mikilvægan hluta af sínum stjórnunarháttum, sem dæmi má nefna Microsoft, Apple og Shopify. Þau hafa uppgötvað að samtal við starfsfólk, að fá endurgjöf frá því og geta hlustað af athygli ber meiri árangur en stjórnun í fyrirskipunarstíl. Með því að skapa umhverfi þar sem samskipti eru af heiðarleika, umhyggju og skilvirkni styður fyrirtækið við starfsfólk sitt og heldur sig frekar að stefnumiðum. Markþjálfun snýst um að hjálpa fólki að draga fram þau verkfæri sem búa innra með því til að sinna starfi sínu sem best. Í krefjandi starfsumhverfi er mikilvægt að kveikja neista hjá fólki í samskiptum svo að heildin nái því besta fram þegar kemur að mikilvægum verkefnum. Starfsfólk, sem gengur vel, á öflugri samskipti og líður betur í starfi, skapar meiri verðmæti. Markþjálfun getur bætt stjórnunarhætti, byggt upp markvissari einstaklings- og hópavinnu og hvatt til betri og uppbyggilegri samskipta sem leiða til meiri verðmætasköpunar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar