Markþjálfun fyrir betri árangur hjá fyrirtækjum Finnur G. Gunnþórsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Nútímafyrirtæki standa frammi fyrir stöðugum breytingum í rekstrarumhverfi og leita nýrra leiða til að ná árangri fyrir sjálfbærni til langframa. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis eru mannauðurinn, sem skapar virði fyrir það og er lykill að viðvarandi árangri. Færa þarf starfsfólki verkfæri til að það geti eflst í starfi og unnið verkefni sín þannig að hæfileikar þess fái að njóta sín. Hvernig fólk nálgast verkefni sín skiptir miklu máli fyrir árangur. Þess vegna hafa æ fleiri fyrirtæki leitað til markþjálfunar sem miðar að því að hjálpa hverjum og einum að tengja drifkraft og þekkingu sína við framkvæmdir heildarinnar. Þegar munur er á valdsviði fólks og hlutverkum, skiptir máli fyrir stjórnendur að auðvelt sé fyrir starfsmenn að bera undir þá álitamál og verkefni. Notkun samtalstækni, sem snýr beint að verkefnum og árangri og veitir þeim sem hana hafa lært sérstaka athygli í hlustun, getur aukið sköpunarmátt og ekki síður eflt traust á milli aðila. Margir bera með sér samskiptamynstur frá uppeldi sínu yfir á vinnustað hvort sem það er til góðs eða ills. Mikilvægur hluti af faglegum stjórnunarháttum felst þar af leiðandi í því að rýna í samskipti og hvernig er hægt að stuðla að faglegum og uppbyggilegum samskiptum. Þannig ýta stjórnendur sem læra sjálfir og beita markþjálfun undir beina og opna tjáningu við starfsfólk. Sýnt hefur verið fram á að markþjálfun fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja eykur árangur og arðsemi. Mörg fremstu fyrirtæki heims nota markþjálfun nú þegar sem mikilvægan hluta af sínum stjórnunarháttum, sem dæmi má nefna Microsoft, Apple og Shopify. Þau hafa uppgötvað að samtal við starfsfólk, að fá endurgjöf frá því og geta hlustað af athygli ber meiri árangur en stjórnun í fyrirskipunarstíl. Með því að skapa umhverfi þar sem samskipti eru af heiðarleika, umhyggju og skilvirkni styður fyrirtækið við starfsfólk sitt og heldur sig frekar að stefnumiðum. Markþjálfun snýst um að hjálpa fólki að draga fram þau verkfæri sem búa innra með því til að sinna starfi sínu sem best. Í krefjandi starfsumhverfi er mikilvægt að kveikja neista hjá fólki í samskiptum svo að heildin nái því besta fram þegar kemur að mikilvægum verkefnum. Starfsfólk, sem gengur vel, á öflugri samskipti og líður betur í starfi, skapar meiri verðmæti. Markþjálfun getur bætt stjórnunarhætti, byggt upp markvissari einstaklings- og hópavinnu og hvatt til betri og uppbyggilegri samskipta sem leiða til meiri verðmætasköpunar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nútímafyrirtæki standa frammi fyrir stöðugum breytingum í rekstrarumhverfi og leita nýrra leiða til að ná árangri fyrir sjálfbærni til langframa. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis eru mannauðurinn, sem skapar virði fyrir það og er lykill að viðvarandi árangri. Færa þarf starfsfólki verkfæri til að það geti eflst í starfi og unnið verkefni sín þannig að hæfileikar þess fái að njóta sín. Hvernig fólk nálgast verkefni sín skiptir miklu máli fyrir árangur. Þess vegna hafa æ fleiri fyrirtæki leitað til markþjálfunar sem miðar að því að hjálpa hverjum og einum að tengja drifkraft og þekkingu sína við framkvæmdir heildarinnar. Þegar munur er á valdsviði fólks og hlutverkum, skiptir máli fyrir stjórnendur að auðvelt sé fyrir starfsmenn að bera undir þá álitamál og verkefni. Notkun samtalstækni, sem snýr beint að verkefnum og árangri og veitir þeim sem hana hafa lært sérstaka athygli í hlustun, getur aukið sköpunarmátt og ekki síður eflt traust á milli aðila. Margir bera með sér samskiptamynstur frá uppeldi sínu yfir á vinnustað hvort sem það er til góðs eða ills. Mikilvægur hluti af faglegum stjórnunarháttum felst þar af leiðandi í því að rýna í samskipti og hvernig er hægt að stuðla að faglegum og uppbyggilegum samskiptum. Þannig ýta stjórnendur sem læra sjálfir og beita markþjálfun undir beina og opna tjáningu við starfsfólk. Sýnt hefur verið fram á að markþjálfun fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja eykur árangur og arðsemi. Mörg fremstu fyrirtæki heims nota markþjálfun nú þegar sem mikilvægan hluta af sínum stjórnunarháttum, sem dæmi má nefna Microsoft, Apple og Shopify. Þau hafa uppgötvað að samtal við starfsfólk, að fá endurgjöf frá því og geta hlustað af athygli ber meiri árangur en stjórnun í fyrirskipunarstíl. Með því að skapa umhverfi þar sem samskipti eru af heiðarleika, umhyggju og skilvirkni styður fyrirtækið við starfsfólk sitt og heldur sig frekar að stefnumiðum. Markþjálfun snýst um að hjálpa fólki að draga fram þau verkfæri sem búa innra með því til að sinna starfi sínu sem best. Í krefjandi starfsumhverfi er mikilvægt að kveikja neista hjá fólki í samskiptum svo að heildin nái því besta fram þegar kemur að mikilvægum verkefnum. Starfsfólk, sem gengur vel, á öflugri samskipti og líður betur í starfi, skapar meiri verðmæti. Markþjálfun getur bætt stjórnunarhætti, byggt upp markvissari einstaklings- og hópavinnu og hvatt til betri og uppbyggilegri samskipta sem leiða til meiri verðmætasköpunar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar