Verklagi ekki fylgt er verðmæti hurfu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00
Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00
Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11