Umhverfismál snerta okkur öll Sigurður Hannesson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Almenningur hér á landi lítur ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála ef marka má nýlega könnun Gallup. Staðreynd málsins er þó sú að íslensk fyrirtæki hafa margt fram að færa í þessum efnum. Atvinnulífið jafnt sem almenningur bera ábyrgð sem gæslumenn náttúrunnar. Á undanförnum áratugum hefur vægi umhverfismála vaxið umtalsvert. Almenningur og stjórnendur fyrirtækja eru upplýstari um áhrif á umhverfið og þjóðir heims hafa tekið höndum saman til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Meira en náttúruvernd Umhverfismál snúast um miklu meira en náttúruvernd og má þar nefna endurvinnslu, áhrif okkar á lífríki, loftgæði, vatnsgæði og náttúruauðlindir. Gott samstarf stjórnvalda og atvinnulífs er forsenda þess að stjórnvöld nái metnaðarfullum markmiðum sínum í málaflokknum en stefnt er að 40% minni losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í samanburði við losun árið 1990 samkvæmt Parísarsamkomulaginu.Leggur sitt af mörkum Atvinnulífið, þar á meðal iðnaður leggur sitt af mörkum og má nefna þrennt í því sambandi. Í fyrsta lagi hafa mörg fyrirtæki markað sér stefnu í umhverfismálum og ráðist í breytingar til að draga úr áhrifum á umhverfið. Í öðru lagi skapa fyrirtæki verðmæti með endurvinnslu og úrvinnslu úrgangs. Í þriðja lagi mun atvinnulífið þróa nýja tækni og innleiða lausnir sem gerir þjóðum heims kleift að ná metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Umhverfisstefna fyrirtækja skiptir almenning máli bæði varðandi val á vinnuveitanda sem og viðleitni vinnuveitanda til að skapa umhverfisvænan vinnustað sem leggur áherslu á orkusparnað eins og fram kemur í könnun Gallup. Fyrirtæki hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til dæmis með því að velja aðföng sem eru nær og þarf ekki að flytja um langan veg, auka veg endurvinnslu, hvatt starfsmenn til að nýta almenningssamgöngur eða umhverfisvæna ferðamáta og sett upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við starfsstöðvar. Markaðslausnir hafa sannað gildi sitt og virka vel þegar kemur að umhverfismálum. Er það góð áminning um að boð og bönn eru ekki alltaf heppilegasta lausnin. Endurvinnsla skipar sífellt meiri sess í okkar daglega lífi og fyrirtæki veita þjónustu á því sviði og er það góð áminning um að verðmæti liggja í ruslinu.Hugvit og grænar lausnir Einn helsti styrkleiki Íslands liggur í þekkingu á endurnýjanlegri orku. Þá þekkingu má nýta í meira mæli annars staðar til að hjálpa öðrum að draga úr losun. Ný tækni leysir eldri tækni af hólmi með minni áhrifum á umhverfi og loftslag. Íslensk fyrirtæki hafa hannað lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Íslenskt hugvit hefur leitt af sér lausnir til að vinna verðmæti úr koltvísýringi eða koma honum fyrir í jörðu til að hindra útblástur svo dæmi séu tekin. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og getur orðið mikilvægt framlag Íslands til baráttu heimsins í loftslagsmálum.Felur í sér tækifæri Umhverfismál og loftslagsbreytingar eru meðal helstu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir. Atvinnulífið er reiðubúið að vera þátttakandi í því að ná markmiðum um minnkun gróðurhúsalofttegunda og hefur framlag þess þegar haft áhrif. Metnaðarfull markmið um að draga úr útblæstri eru áskorun fyrir samfélagið á komandi áratugum en að sama skapi verða til tækifæri til þess að nýta hugvit og sköpunargáfu til að þróa nýja tækni og aðferðir til að gera hluti öðruvísi og betur. Gott samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og almennings er forsenda þess að árangur náist.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sigurður Hannesson Umhverfismál Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Almenningur hér á landi lítur ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála ef marka má nýlega könnun Gallup. Staðreynd málsins er þó sú að íslensk fyrirtæki hafa margt fram að færa í þessum efnum. Atvinnulífið jafnt sem almenningur bera ábyrgð sem gæslumenn náttúrunnar. Á undanförnum áratugum hefur vægi umhverfismála vaxið umtalsvert. Almenningur og stjórnendur fyrirtækja eru upplýstari um áhrif á umhverfið og þjóðir heims hafa tekið höndum saman til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Meira en náttúruvernd Umhverfismál snúast um miklu meira en náttúruvernd og má þar nefna endurvinnslu, áhrif okkar á lífríki, loftgæði, vatnsgæði og náttúruauðlindir. Gott samstarf stjórnvalda og atvinnulífs er forsenda þess að stjórnvöld nái metnaðarfullum markmiðum sínum í málaflokknum en stefnt er að 40% minni losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í samanburði við losun árið 1990 samkvæmt Parísarsamkomulaginu.Leggur sitt af mörkum Atvinnulífið, þar á meðal iðnaður leggur sitt af mörkum og má nefna þrennt í því sambandi. Í fyrsta lagi hafa mörg fyrirtæki markað sér stefnu í umhverfismálum og ráðist í breytingar til að draga úr áhrifum á umhverfið. Í öðru lagi skapa fyrirtæki verðmæti með endurvinnslu og úrvinnslu úrgangs. Í þriðja lagi mun atvinnulífið þróa nýja tækni og innleiða lausnir sem gerir þjóðum heims kleift að ná metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Umhverfisstefna fyrirtækja skiptir almenning máli bæði varðandi val á vinnuveitanda sem og viðleitni vinnuveitanda til að skapa umhverfisvænan vinnustað sem leggur áherslu á orkusparnað eins og fram kemur í könnun Gallup. Fyrirtæki hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til dæmis með því að velja aðföng sem eru nær og þarf ekki að flytja um langan veg, auka veg endurvinnslu, hvatt starfsmenn til að nýta almenningssamgöngur eða umhverfisvæna ferðamáta og sett upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við starfsstöðvar. Markaðslausnir hafa sannað gildi sitt og virka vel þegar kemur að umhverfismálum. Er það góð áminning um að boð og bönn eru ekki alltaf heppilegasta lausnin. Endurvinnsla skipar sífellt meiri sess í okkar daglega lífi og fyrirtæki veita þjónustu á því sviði og er það góð áminning um að verðmæti liggja í ruslinu.Hugvit og grænar lausnir Einn helsti styrkleiki Íslands liggur í þekkingu á endurnýjanlegri orku. Þá þekkingu má nýta í meira mæli annars staðar til að hjálpa öðrum að draga úr losun. Ný tækni leysir eldri tækni af hólmi með minni áhrifum á umhverfi og loftslag. Íslensk fyrirtæki hafa hannað lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Íslenskt hugvit hefur leitt af sér lausnir til að vinna verðmæti úr koltvísýringi eða koma honum fyrir í jörðu til að hindra útblástur svo dæmi séu tekin. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og getur orðið mikilvægt framlag Íslands til baráttu heimsins í loftslagsmálum.Felur í sér tækifæri Umhverfismál og loftslagsbreytingar eru meðal helstu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir. Atvinnulífið er reiðubúið að vera þátttakandi í því að ná markmiðum um minnkun gróðurhúsalofttegunda og hefur framlag þess þegar haft áhrif. Metnaðarfull markmið um að draga úr útblæstri eru áskorun fyrir samfélagið á komandi áratugum en að sama skapi verða til tækifæri til þess að nýta hugvit og sköpunargáfu til að þróa nýja tækni og aðferðir til að gera hluti öðruvísi og betur. Gott samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og almennings er forsenda þess að árangur náist.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar