Segir ofneyslu á D-vítamíni til langs tíma varasama Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2018 20:15 Vilhjálmur Ari Arason læknir segir að allir þurfa á D-vítamíni að halda á einn eða annan hátt. VÍSIR/SKJÁSKOT „Við vitum miðað við hvar við búum og hvað sólin rís lágt, jafnvel yfir sumarið, að það þurfa allir í rauninni að taka D-vítamín meira og minna allt árið um kring,“ sagði Vilhjálmur Ari Arason læknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru svona ráðleggingar sem heimilislæknar og aðrir læknar gefa fólki, ef það tekur ekki inn D-vítamín eða er þeim mun duglegra að borða feitan fisk.“Þurfti margfaldan dagskammtViðtal við Höllu Guðmundsdóttir vakti mikla athygli í gær en hún öðlaðist algjörlega nýtt líf eftir að hún fór á sterkan D-vítamínkúr. Halla hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Halla þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku.Sjá einnig: Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti Viðtal við Höllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær skapaði miklar umræður um D-vítamín.AðsentFáum ekki nóg af sólVilhjálmur Ari segir að hugsanlega sé meira en helmingur Íslendinga með vægan eða alvarlegan skort á D-vítamíni. Viðmiðunarmörkin hafa verið hækkuð svo margir mælast á gráu svæði, aðeins undir mörkunum. „Við erum að ráðleggja fólki að vera ekki að eltast eltast alltaf við mælingar heldur taka D-vítamín, annaðhvort með D-vítamínbættu lýsi og jafnvel þessu aukalega sem er mjög ódýrt og er selt sem bætiefni.“ Mælir hann með því að fólk haldi sig við þúsund einingar á dag, meira og minna allt árið. „Fólk sem er búið að líða skort þarf auðvitað hærri skammt til þess að koma lagi á hlutina.“ Vilhjálmur Ari segir að flestir finni hvernig sólin gefur orku og vellíðan, því eigi ekki að forðast hana alveg vegna hættu á húðkrabbameini. Hann segir þó varhugavert að nota ljósabekki til þess að fá geisla á húðina yfir vetrartímann. „D-vítamínið verður ekki til nema fyrir tilstilli sólarljóssins á húðina og hún er bara ekki nógu mikil sólin hérna til að við fáum þennan forða.“Blóðprufur ekki alltaf nauðsynlegarHann segir að ef einstaklingur taki ráðlagða skammta og viti að hann þurfi á því að halda, þurfi viðkomandi ekki að fara í mælingu eða blóðprufu til þess að athuga hvort það sé í lagi eða sjá hvar hann stendur. „Við vitum að allir þurfa á D-vítamíni að halda á einn eða annan hátt til þess að halda uppi eðlilegum gildum.“ Það sé þó í sumum tilfellum gott að mæla D-vítamín ef verið er að sjúkdómsgreina einstakling sem ekki hafi tekið D-vítamín og sýni einkenni sem gæti verið hægt að rekja til skorts á D-vítamíni. „Eins og vöðvaslappleika, fyrir utan náttúrulega beinbrotin og allt þetta, því D-vítamín tengist svo ótrúlega mörgu. Sýkingar, áhættu, exem, ofnæmissjúkdómum, það geta verið margar tengingar. Þá er í þeim tilvikum auðvitað eðlilegt að mæla D-vítamín til að fá skýringar á því ástandi.“Ofneysla getur haft alvarlegar afleiðingarVilhjálmur Ari segir þó ekki gott að taka of mikið af D-vítamíni. „Það getur verið neikvætt. Tengingar við sjúkdóma ef þú tekur of mikið af D-vítamínum það eru æðakalkanir, hjartaáföll, nýrnasteinar og aukin kölkun víða í líkamanum.“ Því þurfi fólk að fara milliveginn og halda sig sem næst ráðlögðum skömmtum, sem er í kringum 1000 einingar. Það er þó að hans mati í lagi að taka tvö- til fjögurþúsund einingar tímabundið en það geti verið varasamt að gera það í langan tíma.Viðtalið við Vilhjálm Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. 2. janúar 2018 21:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Við vitum miðað við hvar við búum og hvað sólin rís lágt, jafnvel yfir sumarið, að það þurfa allir í rauninni að taka D-vítamín meira og minna allt árið um kring,“ sagði Vilhjálmur Ari Arason læknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru svona ráðleggingar sem heimilislæknar og aðrir læknar gefa fólki, ef það tekur ekki inn D-vítamín eða er þeim mun duglegra að borða feitan fisk.“Þurfti margfaldan dagskammtViðtal við Höllu Guðmundsdóttir vakti mikla athygli í gær en hún öðlaðist algjörlega nýtt líf eftir að hún fór á sterkan D-vítamínkúr. Halla hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Halla þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku.Sjá einnig: Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti Viðtal við Höllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær skapaði miklar umræður um D-vítamín.AðsentFáum ekki nóg af sólVilhjálmur Ari segir að hugsanlega sé meira en helmingur Íslendinga með vægan eða alvarlegan skort á D-vítamíni. Viðmiðunarmörkin hafa verið hækkuð svo margir mælast á gráu svæði, aðeins undir mörkunum. „Við erum að ráðleggja fólki að vera ekki að eltast eltast alltaf við mælingar heldur taka D-vítamín, annaðhvort með D-vítamínbættu lýsi og jafnvel þessu aukalega sem er mjög ódýrt og er selt sem bætiefni.“ Mælir hann með því að fólk haldi sig við þúsund einingar á dag, meira og minna allt árið. „Fólk sem er búið að líða skort þarf auðvitað hærri skammt til þess að koma lagi á hlutina.“ Vilhjálmur Ari segir að flestir finni hvernig sólin gefur orku og vellíðan, því eigi ekki að forðast hana alveg vegna hættu á húðkrabbameini. Hann segir þó varhugavert að nota ljósabekki til þess að fá geisla á húðina yfir vetrartímann. „D-vítamínið verður ekki til nema fyrir tilstilli sólarljóssins á húðina og hún er bara ekki nógu mikil sólin hérna til að við fáum þennan forða.“Blóðprufur ekki alltaf nauðsynlegarHann segir að ef einstaklingur taki ráðlagða skammta og viti að hann þurfi á því að halda, þurfi viðkomandi ekki að fara í mælingu eða blóðprufu til þess að athuga hvort það sé í lagi eða sjá hvar hann stendur. „Við vitum að allir þurfa á D-vítamíni að halda á einn eða annan hátt til þess að halda uppi eðlilegum gildum.“ Það sé þó í sumum tilfellum gott að mæla D-vítamín ef verið er að sjúkdómsgreina einstakling sem ekki hafi tekið D-vítamín og sýni einkenni sem gæti verið hægt að rekja til skorts á D-vítamíni. „Eins og vöðvaslappleika, fyrir utan náttúrulega beinbrotin og allt þetta, því D-vítamín tengist svo ótrúlega mörgu. Sýkingar, áhættu, exem, ofnæmissjúkdómum, það geta verið margar tengingar. Þá er í þeim tilvikum auðvitað eðlilegt að mæla D-vítamín til að fá skýringar á því ástandi.“Ofneysla getur haft alvarlegar afleiðingarVilhjálmur Ari segir þó ekki gott að taka of mikið af D-vítamíni. „Það getur verið neikvætt. Tengingar við sjúkdóma ef þú tekur of mikið af D-vítamínum það eru æðakalkanir, hjartaáföll, nýrnasteinar og aukin kölkun víða í líkamanum.“ Því þurfi fólk að fara milliveginn og halda sig sem næst ráðlögðum skömmtum, sem er í kringum 1000 einingar. Það er þó að hans mati í lagi að taka tvö- til fjögurþúsund einingar tímabundið en það geti verið varasamt að gera það í langan tíma.Viðtalið við Vilhjálm Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. 2. janúar 2018 21:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. 2. janúar 2018 21:15