„Fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig hjálpa til" Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 19:51 Frá mótinu í dag Það var hart tekist á í Laugardalshöll í dag á Íslandsmótinu í Jiu-jitsu. Brasilískt Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu á gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingi, fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. "Þetta er næst stærsta mót sem við höfum haldið. Það eru 102 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum en 2014 voru aðeins fleiri, 112," segir Dóra Haraldsdóttir gjaldgeri BJJ-sambandsins í viðtali við Arnar Björnsson. Dóra segir að áhuginn sé alltaf að aukast og þeir bestu séu alltaf að verða betri. "Það eru alltaf einhverjir nýir að bætast við. Við erum að beltaskipta þessu núna af því það eru komin mörg hvít belti og blá belti þannig að við höfum tækifæri til að gera það núna." Hvað er svona skemmtilegt við þessa íþrótt? "Þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg líkamleg hreyfing þar sem maður er í snertingu við fólk. Þetta reynir bæði á hausinn á manni og tækni. Þetta er ekki bara styrkur heldur svolítið eins og skák eins og ég segi stundum." Tæplega 20 konur kepptu á mótinu í dag en Dóra segir að fleiri konur séu farnar að æfa íþróttina. "Það eru fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig sem hjálpa til með það. Þetta er svolítið ávanabindandi og það er auðvitað öðruvísi að keppa heldur en að æfa. Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því, smá stress en betri áskorun." Innlendar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira
Það var hart tekist á í Laugardalshöll í dag á Íslandsmótinu í Jiu-jitsu. Brasilískt Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu á gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingi, fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. "Þetta er næst stærsta mót sem við höfum haldið. Það eru 102 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum en 2014 voru aðeins fleiri, 112," segir Dóra Haraldsdóttir gjaldgeri BJJ-sambandsins í viðtali við Arnar Björnsson. Dóra segir að áhuginn sé alltaf að aukast og þeir bestu séu alltaf að verða betri. "Það eru alltaf einhverjir nýir að bætast við. Við erum að beltaskipta þessu núna af því það eru komin mörg hvít belti og blá belti þannig að við höfum tækifæri til að gera það núna." Hvað er svona skemmtilegt við þessa íþrótt? "Þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg líkamleg hreyfing þar sem maður er í snertingu við fólk. Þetta reynir bæði á hausinn á manni og tækni. Þetta er ekki bara styrkur heldur svolítið eins og skák eins og ég segi stundum." Tæplega 20 konur kepptu á mótinu í dag en Dóra segir að fleiri konur séu farnar að æfa íþróttina. "Það eru fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig sem hjálpa til með það. Þetta er svolítið ávanabindandi og það er auðvitað öðruvísi að keppa heldur en að æfa. Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því, smá stress en betri áskorun."
Innlendar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira