Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. desember 2018 08:30 Þrjár helstu CrossFit konur landsins, Sara, Katrín Tanja og Annie Mist. Fréttablaðið/Eyþór Á Íslandi fer fram stórt alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí sem er hluti af nýju mótafyrirkomulagi CrossFit í aðdraganda heimsleikanna í ágúst næstkomandi. Mótið er hluti af undankeppninni og fá sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki þátttökurétt á Heimsleikunum en þetta staðfesti Evert Víglundsson, yfirþjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram næsta sumar í þrettánda sinn en undankeppnin er með breyttu fyrirkomulagi í ár. Hér áður var fyrsta stigið að keppa í undankeppni (e. The Open) og þau bestu í karla- og kvennaflokki komust á síðasta stig undankeppninnar (e. Regionals). Þá þurftu Íslendingar ýmist að keppa á lokastigi undankeppninnar í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem aðeins fimm manns komust áfram í hvert sinn og fjörutíu manns komust inn á leikana en í ár eru fjölbreytilegri möguleikar fyrir hendi sem leysa af Regionals. Alls fara sextán mót fram í aðdraganda Heimsleikanna og hófst það með móti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki ásamt sigurliðinu í liðakeppninni öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í þessum sextán mótum. Önnur leið inn á heimsleikana sjálfa er að komast inn í gegnum undankeppnina (e. The Open) sem er opin öllum. Efstu einstaklingarnir í undankeppninni frá 164 löndunum sem eru með CrossFit-stöðvar í heiminum í karla- og kvennaflokki fá þátttökurétt ásamt tuttugu stigahæstu í undankeppninni sem hafa ekki tryggt sér þátttökurétt í gegnum eitt af sextán mótunum. Eitt þessara sextán móta mun fara fram á Íslandi og sjá Evert og Annie Mist frá CrossFit Reykjavík um að skipuleggja mótið sem fer fram 3.-5. maí næstkomandi. „Sviðsljósið verður á þessum sextán mótum í aðdraganda heimsleikanna og við erum með þrettánda mótið af sextán í byrjun maí. Ef einhver af stærstu nöfnum heimsins í CrossFit verða ekki komin inn á mótið munu þau eflaust fjölmenna hingað til að reyna að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.“ Íslenskir þátttakendur hafa átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á heimsleikum CrossFit þar sem barist er um titilinn hraustasti karl og kona heimsins. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis sigrað á leikunum og í karlaflokki náði Björgvin Karl Guðmundsson besta árangri Íslendings í keppninni þegar hann lauk keppni í þriðja sæti árið 2015. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl komust bæði á verðlaunapall á fyrsta mótinu af sextán í mótaröðinni sem hófst um helgina en náðu þó ekki fyrsta sæti og þurfa því að gera aðra atlögu á næstu fimmtán mótum. Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Á Íslandi fer fram stórt alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí sem er hluti af nýju mótafyrirkomulagi CrossFit í aðdraganda heimsleikanna í ágúst næstkomandi. Mótið er hluti af undankeppninni og fá sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki þátttökurétt á Heimsleikunum en þetta staðfesti Evert Víglundsson, yfirþjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram næsta sumar í þrettánda sinn en undankeppnin er með breyttu fyrirkomulagi í ár. Hér áður var fyrsta stigið að keppa í undankeppni (e. The Open) og þau bestu í karla- og kvennaflokki komust á síðasta stig undankeppninnar (e. Regionals). Þá þurftu Íslendingar ýmist að keppa á lokastigi undankeppninnar í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem aðeins fimm manns komust áfram í hvert sinn og fjörutíu manns komust inn á leikana en í ár eru fjölbreytilegri möguleikar fyrir hendi sem leysa af Regionals. Alls fara sextán mót fram í aðdraganda Heimsleikanna og hófst það með móti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki ásamt sigurliðinu í liðakeppninni öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í þessum sextán mótum. Önnur leið inn á heimsleikana sjálfa er að komast inn í gegnum undankeppnina (e. The Open) sem er opin öllum. Efstu einstaklingarnir í undankeppninni frá 164 löndunum sem eru með CrossFit-stöðvar í heiminum í karla- og kvennaflokki fá þátttökurétt ásamt tuttugu stigahæstu í undankeppninni sem hafa ekki tryggt sér þátttökurétt í gegnum eitt af sextán mótunum. Eitt þessara sextán móta mun fara fram á Íslandi og sjá Evert og Annie Mist frá CrossFit Reykjavík um að skipuleggja mótið sem fer fram 3.-5. maí næstkomandi. „Sviðsljósið verður á þessum sextán mótum í aðdraganda heimsleikanna og við erum með þrettánda mótið af sextán í byrjun maí. Ef einhver af stærstu nöfnum heimsins í CrossFit verða ekki komin inn á mótið munu þau eflaust fjölmenna hingað til að reyna að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.“ Íslenskir þátttakendur hafa átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á heimsleikum CrossFit þar sem barist er um titilinn hraustasti karl og kona heimsins. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis sigrað á leikunum og í karlaflokki náði Björgvin Karl Guðmundsson besta árangri Íslendings í keppninni þegar hann lauk keppni í þriðja sæti árið 2015. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl komust bæði á verðlaunapall á fyrsta mótinu af sextán í mótaröðinni sem hófst um helgina en náðu þó ekki fyrsta sæti og þurfa því að gera aðra atlögu á næstu fimmtán mótum.
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30