NASA rennir hýru auga til Íslands Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. maí 2018 12:22 Landslag og jarðfræði Íslands gerir landið ákjósanlegt til rannsókna á aðstæðum á tunglinu og Mars Vísir/Getty Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars. Rektor Háskólans í Reykjavík, sem sjálfur starfaði fyrir NASA í áratug, segir að framtíð samstarfsins sé björt. Vísindamenn frá NASA eru á Íslandi um þessar mundir til að kanna aðstæður til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Fyrirlestur þeirra í Háskólanum í Reykjavík í dag vakti nokkra athygli og Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans hitti þar gamla kollega. „Hópurinn sem er í heimsókn á Íslandi í dag, og var að tala í Háskólanum í Reykjavík í morgun, er að vinna að verkefnum sem tengjast könnun sólkerfisins,“ segir Ari. „Þá sérstaklega Mars og tunglsins. Stóra spurningin á bakvið vinnu þeirra er hvernig Mars hefur þróast og þá sérstaklega hvort líf geti hafa verið þar eða sé jafnvel enn í dag. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands er að það eru hlutir í landslagi og jarðfræði Íslands sem svipar til aðstæðna á tunglinu og Mars. NASA hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. Það er kannski best þekkt þegar Apollo geimfararnir komu hingað á sjöunda áratugnum og voru þá í þjálfun fyrir veru sína á tunglinu. Þá var áherslan á að vera í svipuðu landslagi og á tunglinu, það fannst við Öskju. NASA hefur komið nokkrum síðan, nokkrum sinnum á síðustu árum. Bæði í tengslum við könnun sólkerfisins en ekki síður í tengslum við rannsóknir þeirra á jörðinni. Ég held að framtíð þessa samstarfs sé mjög björt. Það er einlægur vilji þeirra að koma á samstarfi á Íslandi og vinna meira á Íslandi á næstu árum. Við erum boðin og búin og vinnum að því með þeim, í Háskólanum í Reykjavík og fleiri stöðum, að láta það verða að veruleika. Þessi hópur frá NASA er sömuleiðis að vinna að því sín megin að gera þetta kleift til næstu ára. Ferðin núna er bæði til að afla upplýsinga og leggja grunninn að þessu samstarfi til næstu ára sem er mjög spennandi." Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars. Rektor Háskólans í Reykjavík, sem sjálfur starfaði fyrir NASA í áratug, segir að framtíð samstarfsins sé björt. Vísindamenn frá NASA eru á Íslandi um þessar mundir til að kanna aðstæður til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Fyrirlestur þeirra í Háskólanum í Reykjavík í dag vakti nokkra athygli og Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans hitti þar gamla kollega. „Hópurinn sem er í heimsókn á Íslandi í dag, og var að tala í Háskólanum í Reykjavík í morgun, er að vinna að verkefnum sem tengjast könnun sólkerfisins,“ segir Ari. „Þá sérstaklega Mars og tunglsins. Stóra spurningin á bakvið vinnu þeirra er hvernig Mars hefur þróast og þá sérstaklega hvort líf geti hafa verið þar eða sé jafnvel enn í dag. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands er að það eru hlutir í landslagi og jarðfræði Íslands sem svipar til aðstæðna á tunglinu og Mars. NASA hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. Það er kannski best þekkt þegar Apollo geimfararnir komu hingað á sjöunda áratugnum og voru þá í þjálfun fyrir veru sína á tunglinu. Þá var áherslan á að vera í svipuðu landslagi og á tunglinu, það fannst við Öskju. NASA hefur komið nokkrum síðan, nokkrum sinnum á síðustu árum. Bæði í tengslum við könnun sólkerfisins en ekki síður í tengslum við rannsóknir þeirra á jörðinni. Ég held að framtíð þessa samstarfs sé mjög björt. Það er einlægur vilji þeirra að koma á samstarfi á Íslandi og vinna meira á Íslandi á næstu árum. Við erum boðin og búin og vinnum að því með þeim, í Háskólanum í Reykjavík og fleiri stöðum, að láta það verða að veruleika. Þessi hópur frá NASA er sömuleiðis að vinna að því sín megin að gera þetta kleift til næstu ára. Ferðin núna er bæði til að afla upplýsinga og leggja grunninn að þessu samstarfi til næstu ára sem er mjög spennandi."
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira