NASA rennir hýru auga til Íslands Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. maí 2018 12:22 Landslag og jarðfræði Íslands gerir landið ákjósanlegt til rannsókna á aðstæðum á tunglinu og Mars Vísir/Getty Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars. Rektor Háskólans í Reykjavík, sem sjálfur starfaði fyrir NASA í áratug, segir að framtíð samstarfsins sé björt. Vísindamenn frá NASA eru á Íslandi um þessar mundir til að kanna aðstæður til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Fyrirlestur þeirra í Háskólanum í Reykjavík í dag vakti nokkra athygli og Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans hitti þar gamla kollega. „Hópurinn sem er í heimsókn á Íslandi í dag, og var að tala í Háskólanum í Reykjavík í morgun, er að vinna að verkefnum sem tengjast könnun sólkerfisins,“ segir Ari. „Þá sérstaklega Mars og tunglsins. Stóra spurningin á bakvið vinnu þeirra er hvernig Mars hefur þróast og þá sérstaklega hvort líf geti hafa verið þar eða sé jafnvel enn í dag. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands er að það eru hlutir í landslagi og jarðfræði Íslands sem svipar til aðstæðna á tunglinu og Mars. NASA hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. Það er kannski best þekkt þegar Apollo geimfararnir komu hingað á sjöunda áratugnum og voru þá í þjálfun fyrir veru sína á tunglinu. Þá var áherslan á að vera í svipuðu landslagi og á tunglinu, það fannst við Öskju. NASA hefur komið nokkrum síðan, nokkrum sinnum á síðustu árum. Bæði í tengslum við könnun sólkerfisins en ekki síður í tengslum við rannsóknir þeirra á jörðinni. Ég held að framtíð þessa samstarfs sé mjög björt. Það er einlægur vilji þeirra að koma á samstarfi á Íslandi og vinna meira á Íslandi á næstu árum. Við erum boðin og búin og vinnum að því með þeim, í Háskólanum í Reykjavík og fleiri stöðum, að láta það verða að veruleika. Þessi hópur frá NASA er sömuleiðis að vinna að því sín megin að gera þetta kleift til næstu ára. Ferðin núna er bæði til að afla upplýsinga og leggja grunninn að þessu samstarfi til næstu ára sem er mjög spennandi." Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars. Rektor Háskólans í Reykjavík, sem sjálfur starfaði fyrir NASA í áratug, segir að framtíð samstarfsins sé björt. Vísindamenn frá NASA eru á Íslandi um þessar mundir til að kanna aðstæður til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Fyrirlestur þeirra í Háskólanum í Reykjavík í dag vakti nokkra athygli og Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans hitti þar gamla kollega. „Hópurinn sem er í heimsókn á Íslandi í dag, og var að tala í Háskólanum í Reykjavík í morgun, er að vinna að verkefnum sem tengjast könnun sólkerfisins,“ segir Ari. „Þá sérstaklega Mars og tunglsins. Stóra spurningin á bakvið vinnu þeirra er hvernig Mars hefur þróast og þá sérstaklega hvort líf geti hafa verið þar eða sé jafnvel enn í dag. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands er að það eru hlutir í landslagi og jarðfræði Íslands sem svipar til aðstæðna á tunglinu og Mars. NASA hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. Það er kannski best þekkt þegar Apollo geimfararnir komu hingað á sjöunda áratugnum og voru þá í þjálfun fyrir veru sína á tunglinu. Þá var áherslan á að vera í svipuðu landslagi og á tunglinu, það fannst við Öskju. NASA hefur komið nokkrum síðan, nokkrum sinnum á síðustu árum. Bæði í tengslum við könnun sólkerfisins en ekki síður í tengslum við rannsóknir þeirra á jörðinni. Ég held að framtíð þessa samstarfs sé mjög björt. Það er einlægur vilji þeirra að koma á samstarfi á Íslandi og vinna meira á Íslandi á næstu árum. Við erum boðin og búin og vinnum að því með þeim, í Háskólanum í Reykjavík og fleiri stöðum, að láta það verða að veruleika. Þessi hópur frá NASA er sömuleiðis að vinna að því sín megin að gera þetta kleift til næstu ára. Ferðin núna er bæði til að afla upplýsinga og leggja grunninn að þessu samstarfi til næstu ára sem er mjög spennandi."
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira