NASA rennir hýru auga til Íslands Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. maí 2018 12:22 Landslag og jarðfræði Íslands gerir landið ákjósanlegt til rannsókna á aðstæðum á tunglinu og Mars Vísir/Getty Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars. Rektor Háskólans í Reykjavík, sem sjálfur starfaði fyrir NASA í áratug, segir að framtíð samstarfsins sé björt. Vísindamenn frá NASA eru á Íslandi um þessar mundir til að kanna aðstæður til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Fyrirlestur þeirra í Háskólanum í Reykjavík í dag vakti nokkra athygli og Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans hitti þar gamla kollega. „Hópurinn sem er í heimsókn á Íslandi í dag, og var að tala í Háskólanum í Reykjavík í morgun, er að vinna að verkefnum sem tengjast könnun sólkerfisins,“ segir Ari. „Þá sérstaklega Mars og tunglsins. Stóra spurningin á bakvið vinnu þeirra er hvernig Mars hefur þróast og þá sérstaklega hvort líf geti hafa verið þar eða sé jafnvel enn í dag. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands er að það eru hlutir í landslagi og jarðfræði Íslands sem svipar til aðstæðna á tunglinu og Mars. NASA hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. Það er kannski best þekkt þegar Apollo geimfararnir komu hingað á sjöunda áratugnum og voru þá í þjálfun fyrir veru sína á tunglinu. Þá var áherslan á að vera í svipuðu landslagi og á tunglinu, það fannst við Öskju. NASA hefur komið nokkrum síðan, nokkrum sinnum á síðustu árum. Bæði í tengslum við könnun sólkerfisins en ekki síður í tengslum við rannsóknir þeirra á jörðinni. Ég held að framtíð þessa samstarfs sé mjög björt. Það er einlægur vilji þeirra að koma á samstarfi á Íslandi og vinna meira á Íslandi á næstu árum. Við erum boðin og búin og vinnum að því með þeim, í Háskólanum í Reykjavík og fleiri stöðum, að láta það verða að veruleika. Þessi hópur frá NASA er sömuleiðis að vinna að því sín megin að gera þetta kleift til næstu ára. Ferðin núna er bæði til að afla upplýsinga og leggja grunninn að þessu samstarfi til næstu ára sem er mjög spennandi." Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars. Rektor Háskólans í Reykjavík, sem sjálfur starfaði fyrir NASA í áratug, segir að framtíð samstarfsins sé björt. Vísindamenn frá NASA eru á Íslandi um þessar mundir til að kanna aðstæður til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Fyrirlestur þeirra í Háskólanum í Reykjavík í dag vakti nokkra athygli og Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans hitti þar gamla kollega. „Hópurinn sem er í heimsókn á Íslandi í dag, og var að tala í Háskólanum í Reykjavík í morgun, er að vinna að verkefnum sem tengjast könnun sólkerfisins,“ segir Ari. „Þá sérstaklega Mars og tunglsins. Stóra spurningin á bakvið vinnu þeirra er hvernig Mars hefur þróast og þá sérstaklega hvort líf geti hafa verið þar eða sé jafnvel enn í dag. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands er að það eru hlutir í landslagi og jarðfræði Íslands sem svipar til aðstæðna á tunglinu og Mars. NASA hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. Það er kannski best þekkt þegar Apollo geimfararnir komu hingað á sjöunda áratugnum og voru þá í þjálfun fyrir veru sína á tunglinu. Þá var áherslan á að vera í svipuðu landslagi og á tunglinu, það fannst við Öskju. NASA hefur komið nokkrum síðan, nokkrum sinnum á síðustu árum. Bæði í tengslum við könnun sólkerfisins en ekki síður í tengslum við rannsóknir þeirra á jörðinni. Ég held að framtíð þessa samstarfs sé mjög björt. Það er einlægur vilji þeirra að koma á samstarfi á Íslandi og vinna meira á Íslandi á næstu árum. Við erum boðin og búin og vinnum að því með þeim, í Háskólanum í Reykjavík og fleiri stöðum, að láta það verða að veruleika. Þessi hópur frá NASA er sömuleiðis að vinna að því sín megin að gera þetta kleift til næstu ára. Ferðin núna er bæði til að afla upplýsinga og leggja grunninn að þessu samstarfi til næstu ára sem er mjög spennandi."
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira