Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. nóvember 2025 21:55 Ármann-Keflavík Ármann- Keflavík körfubolti Bónus deildin, Keflavík tók á móti nýliðum ÍA í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Eftir jafnan fyrsta leikhluta hlupu heimamenn með leikinn og höfðu að lokum öruggan 24 stiga sigur 96-72. Leikurinn fór ágætlega fjörlega af stað þó svo stigin hafi aðeins látið bíða eftir sér. Bæði lið reyndu að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri. Vítalínan var Keflvíkingum erfið í upphafi leiks en þeir voru svolítið að klikka af vítalínunni við mikinn fögnuð Skagamanna í stúkunni. Það var mjög jafnt með liðum og leiddi Keflavík með einu stigi eftir fyrsta leikhluta 22-21. Keflavík mætti með krafti út í annan leikhluta og leit út fyrir að þeir hefðu fengið eitthvað orkuskot fyrir leikhlutann. Þeir voru aggressívari og réðust á körfuna og byrjuðu að safna upp forskoti. Það var ekki alveg sami kraftur í Skagamönnum og hvort þessi orka í Keflavík hafi slegið þá út af laginu skal ósagt látið. Varnarleikur Keflavíkur var virkilega öflugur og héldu þeir ÍA í þrettán stigum í leikhlutanum og fór Keflavík með sautján stiga forystu inn í hálfleik 51-34. Þriðji leikhluti var sjálfstætt framhald af öðrum leikhluta þar sem þetta virkaði full auðvelt fyrir Keflavík á köflum á meðan þetta var allt mun erfiðara hjá Skagamönnum. Skagamenn áttu líflegan kafla seinni hluta leikhlutans en þá var holan bara orðin of djúp. Keflavík leiddi 83-60 eftir þriðja leikhluta og allir í húsinu sem áttuðu sig á að úrslitin væru gott sem ráðin fyrir fjórða leikhluta. Tilfinningin í fjórða leikhluta var þess eðlis að manni fannst bæði lið nánast bara bíða eftir að þetta yrði búið. Það var ekki mikið skorað í leikhlutanum og fór Keflavík með öruggan 24 stiga sigur 96-72. Atvik leiksins Varnarleikur Keflavíkur í öðrum leikhluta má vel fá þetta hér. Héldu ÍA í þrettán stigum og lagði grunninn af þæginlegum heimasigri í kvöld. Stjörnur og skúrkar Þrátt fyrir að vera í tapliðinu í kvöld hélt Gojko Sudzum áfram að vera öflugur í liði ÍA og endaði stigahæstur á vellinum með 23 stig. Jaka Brodnik var góður í liði Keflavíkur og var stigahæstur í liði heimamanna með 18 stig. Liðsheild Keflavíkur var öflug og margir sem lögðu stig í púkkið. Dómararnir Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Sigurbaldur Frímannsson sáu um dómgæsluna í kvöld.Skiptar skoðanir með þeirra störf í kvöld. Þeirra frammistaða hafði þó enginn úrslitaáhrif á leikinn þó svo að línan hafi á köflum verið heldur óskýr. Stemingin og umgjörð Keflavík er mikill körfuboltabær svo það er alltaf stuð og stemning í Blue höllinni. Leikurinn var ágætlega sóttur og umgjörðin hér í Keflavík er yfirleitt alltaf upp á 10 og þar var enginn breyting í kvöld. Viðtöl Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur.Vísir/Anton Brink „Við viljum verja heimavöllinn okkar“ „Virkilega ánægður með framlagið í vörninni, sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta, þá bjuggum við til þennan mun“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Annar leikhluti var frábær af okkar hálfu. Við vorum að fylgja okkar reglum sem að við erum að setja upp varnarlega og það gekk bara virkilega fínt“ „Zudsum virkilega erfiður fyrir okkur og við reyndum að gera einhverjar aðlaganir til að halda aftur af honum en þá setti hann bara góð skot og setti einn þrist hérna líka þannig öflugur leikmaður sem við þurftum að hafa virkilega hemil á“ „Við náðum að loka aðeins meira fyrir bakverðina líka og það gekk bara fínt“ Keflavík spilar næstu tvo leiki á heimavelli og geta byggt vel ofan á þetta. „Það væri óskandi. Nýji leikmaðurinn okkar [Mirza Bulic] kom í gær og náði tveimur æfingum í gær. Við þurfum bara að halda rétt á spilunum og vera tilbúnir í alvöru leik í næstu viku“ „Við viljum verja heimavöllinn okkar og vera í góðum takti þegar við förum í þetta landsleikjahlé þannig það er mikið verk að vinna. Við viljum vera meðal bestu liða hérna í vetur og við þurfum að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum og bera virðingu fyrir hvernig við erum að nálgast æfingar og leiki“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson. Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍAJón Gautur „Það er svolítið þung stemning hjá okkur núna“ „Ósáttur með margt í þessum leik og mér fannst við andlausir eiginlega frá byrjun“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA eftir tapið í kvöld. „Við töluðum um það að þeir eru lið sem þegar þú hleypir þeim inn í þægindarammann og þegar þeir fá pláss til þess að vinna þá eru þeir ekkert endilega með bestu gaurana einn á einn í deildinni en þegar þeir eru í takt og inni í kerfunum sínum þá eru þeir mjög góðir“ „Við lögðum upp með að reyna að ýta þeim svolítið út úr því en gerðum það bara ekki. Við gerðum það aðeins í byrjun en svo bara hætti það. Mér finnst það svona vera stóri munurinn“ Skagamenn fengu svolítið meira af villum en Keflvíkingar en þrátt fyrir það var ekki endilega að sjá að þeir væru grófari. „Mér fannst línan bara svolítið skrítin í þessum leik. Við lögðum upp með það út úr hálfleiknum að reyna og ná svolítið að jafna orkuna sem að okkur fannst þeir vera að setja á okkur hinu meginn en þá breyttist línan svolítið“ „Það var fullt af einhverjum litlum villum inni í teig án bolta sem mér fannst ekkert þurfa að dæma á í þessum leik. Leyfa leiknum bara svolítið að fljóta og gefa okkur færi á að berja á þeim á móti“ Óskar Þór vill sjá talsvert meiri baráttu frá sínu liði og leikgleði. „Ég vill sjá talsvert meiri baráttu og kannski bara leikgleði í því sem við erum að gera. Það er svolítið þung stemning hjá okkur núna og við þurfum bara svolítið að snúa við blaðinu og spila fyrir okkar lið, okkar áhorfendur og koma með orkuna aftur“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson. Bónus-deild karla Keflavík ÍF ÍA
Keflavík tók á móti nýliðum ÍA í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Eftir jafnan fyrsta leikhluta hlupu heimamenn með leikinn og höfðu að lokum öruggan 24 stiga sigur 96-72. Leikurinn fór ágætlega fjörlega af stað þó svo stigin hafi aðeins látið bíða eftir sér. Bæði lið reyndu að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri. Vítalínan var Keflvíkingum erfið í upphafi leiks en þeir voru svolítið að klikka af vítalínunni við mikinn fögnuð Skagamanna í stúkunni. Það var mjög jafnt með liðum og leiddi Keflavík með einu stigi eftir fyrsta leikhluta 22-21. Keflavík mætti með krafti út í annan leikhluta og leit út fyrir að þeir hefðu fengið eitthvað orkuskot fyrir leikhlutann. Þeir voru aggressívari og réðust á körfuna og byrjuðu að safna upp forskoti. Það var ekki alveg sami kraftur í Skagamönnum og hvort þessi orka í Keflavík hafi slegið þá út af laginu skal ósagt látið. Varnarleikur Keflavíkur var virkilega öflugur og héldu þeir ÍA í þrettán stigum í leikhlutanum og fór Keflavík með sautján stiga forystu inn í hálfleik 51-34. Þriðji leikhluti var sjálfstætt framhald af öðrum leikhluta þar sem þetta virkaði full auðvelt fyrir Keflavík á köflum á meðan þetta var allt mun erfiðara hjá Skagamönnum. Skagamenn áttu líflegan kafla seinni hluta leikhlutans en þá var holan bara orðin of djúp. Keflavík leiddi 83-60 eftir þriðja leikhluta og allir í húsinu sem áttuðu sig á að úrslitin væru gott sem ráðin fyrir fjórða leikhluta. Tilfinningin í fjórða leikhluta var þess eðlis að manni fannst bæði lið nánast bara bíða eftir að þetta yrði búið. Það var ekki mikið skorað í leikhlutanum og fór Keflavík með öruggan 24 stiga sigur 96-72. Atvik leiksins Varnarleikur Keflavíkur í öðrum leikhluta má vel fá þetta hér. Héldu ÍA í þrettán stigum og lagði grunninn af þæginlegum heimasigri í kvöld. Stjörnur og skúrkar Þrátt fyrir að vera í tapliðinu í kvöld hélt Gojko Sudzum áfram að vera öflugur í liði ÍA og endaði stigahæstur á vellinum með 23 stig. Jaka Brodnik var góður í liði Keflavíkur og var stigahæstur í liði heimamanna með 18 stig. Liðsheild Keflavíkur var öflug og margir sem lögðu stig í púkkið. Dómararnir Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Sigurbaldur Frímannsson sáu um dómgæsluna í kvöld.Skiptar skoðanir með þeirra störf í kvöld. Þeirra frammistaða hafði þó enginn úrslitaáhrif á leikinn þó svo að línan hafi á köflum verið heldur óskýr. Stemingin og umgjörð Keflavík er mikill körfuboltabær svo það er alltaf stuð og stemning í Blue höllinni. Leikurinn var ágætlega sóttur og umgjörðin hér í Keflavík er yfirleitt alltaf upp á 10 og þar var enginn breyting í kvöld. Viðtöl Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur.Vísir/Anton Brink „Við viljum verja heimavöllinn okkar“ „Virkilega ánægður með framlagið í vörninni, sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta, þá bjuggum við til þennan mun“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Annar leikhluti var frábær af okkar hálfu. Við vorum að fylgja okkar reglum sem að við erum að setja upp varnarlega og það gekk bara virkilega fínt“ „Zudsum virkilega erfiður fyrir okkur og við reyndum að gera einhverjar aðlaganir til að halda aftur af honum en þá setti hann bara góð skot og setti einn þrist hérna líka þannig öflugur leikmaður sem við þurftum að hafa virkilega hemil á“ „Við náðum að loka aðeins meira fyrir bakverðina líka og það gekk bara fínt“ Keflavík spilar næstu tvo leiki á heimavelli og geta byggt vel ofan á þetta. „Það væri óskandi. Nýji leikmaðurinn okkar [Mirza Bulic] kom í gær og náði tveimur æfingum í gær. Við þurfum bara að halda rétt á spilunum og vera tilbúnir í alvöru leik í næstu viku“ „Við viljum verja heimavöllinn okkar og vera í góðum takti þegar við förum í þetta landsleikjahlé þannig það er mikið verk að vinna. Við viljum vera meðal bestu liða hérna í vetur og við þurfum að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum og bera virðingu fyrir hvernig við erum að nálgast æfingar og leiki“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson. Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍAJón Gautur „Það er svolítið þung stemning hjá okkur núna“ „Ósáttur með margt í þessum leik og mér fannst við andlausir eiginlega frá byrjun“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA eftir tapið í kvöld. „Við töluðum um það að þeir eru lið sem þegar þú hleypir þeim inn í þægindarammann og þegar þeir fá pláss til þess að vinna þá eru þeir ekkert endilega með bestu gaurana einn á einn í deildinni en þegar þeir eru í takt og inni í kerfunum sínum þá eru þeir mjög góðir“ „Við lögðum upp með að reyna að ýta þeim svolítið út úr því en gerðum það bara ekki. Við gerðum það aðeins í byrjun en svo bara hætti það. Mér finnst það svona vera stóri munurinn“ Skagamenn fengu svolítið meira af villum en Keflvíkingar en þrátt fyrir það var ekki endilega að sjá að þeir væru grófari. „Mér fannst línan bara svolítið skrítin í þessum leik. Við lögðum upp með það út úr hálfleiknum að reyna og ná svolítið að jafna orkuna sem að okkur fannst þeir vera að setja á okkur hinu meginn en þá breyttist línan svolítið“ „Það var fullt af einhverjum litlum villum inni í teig án bolta sem mér fannst ekkert þurfa að dæma á í þessum leik. Leyfa leiknum bara svolítið að fljóta og gefa okkur færi á að berja á þeim á móti“ Óskar Þór vill sjá talsvert meiri baráttu frá sínu liði og leikgleði. „Ég vill sjá talsvert meiri baráttu og kannski bara leikgleði í því sem við erum að gera. Það er svolítið þung stemning hjá okkur núna og við þurfum bara svolítið að snúa við blaðinu og spila fyrir okkar lið, okkar áhorfendur og koma með orkuna aftur“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson.