Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2018 20:00 Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira