Bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir íslenska landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. nóvember 2018 08:30 Danero býst hér til að skjóta á æfingu landsliðsins í Valsheimilinu í gær. Fréttablaðið/sigtryggur ari Danero Thomas gæti leikið þriðja leik sinn fyrir íslenska landsliðið en þann fyrsta á heimavelli á fimmtudaginn þegar Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöll. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda í undankeppni EuroBasket 2021 þar sem Ísland er með Portúgal og Belgíu í riðli. Danero fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og lék fyrstu leiki sína fyrir landsliðið í æfingarleikjum gegn Noregi í haust. Vandræði með skráningu persónuupplýsinga Danero ollu því að hann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Portúgal ytra stuttu síðar en búið er að ganga frá því í samstarfi við FIBA. Gæti hann því leikið fyrsta leik sinn í Laugardalshöll á fimmtudaginn verði hann valinn en þjálfarateymið þarf að velja á milli Danero eða Collins Pryor. Sjálfur kvaðst hann vera spenntur fyrir leiknum. „Ég get ekki beðið, þetta verður skemmtilegur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína sem verður í stúkunni. Ísland er annað heimili mitt og strákarnir hafa tekið mér opnum örmum. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa búist við því að leika einn daginn fyrir íslenska landsliðið þegar hann samdi við KR árið 2012. Hann samdi í sumar við Tindastól, sjöunda félag hans á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir Ísland en ég reyni að njóta þess. Ég klæðist þessari treyju með stolti og reyni að njóta stundarinnar. Það er undir mér komið að stýra tilfinningunum og einblína á það sem gerist inni á vellinum Það gæti þó reynst erfitt að læra þjóðsönginn,“ sagði hann hlæjandi. „Ég nýt þess að spila og æfa með þessum strákum og ég er að læra heilmargt á hverjum degi.“ Danero á von á erfiðum leik gegn Belgíu en Ísland þarf að vinna leikinn enda fer aðeins eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar. „Það eru allir jákvæðir í hópnum, við mætum í þennan leik fullir sjálfstrausts og ef við gerum hlutina rétt getum við náð í góð úrslit. Þetta er stórleikur og við þurfum að vinna þennan leik. Það var svekkjandi að tapa í Portúgal en núna þurfum við að taka það sem við lærðum af því og vinna þennan leik til að bæta upp fyrir tapleikinn gegn Portúgal.“ Íslenska liðið saknar Martins Hermannssonar sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár. „Þegar einn leikmaður dettur út verður sá næsti að stíga upp. Það eru margir reynslumiklir leikmenn í þessum hóp sem er lykilatriði og það er undir okkur komið að finna lausnir. Við munum reyna að spila af hörku og halda hraða í leiknum, belgíska liðið vill hægja á leiknum en það er undir okkur komið að nýta okkur það.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Danero Thomas gæti leikið þriðja leik sinn fyrir íslenska landsliðið en þann fyrsta á heimavelli á fimmtudaginn þegar Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöll. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda í undankeppni EuroBasket 2021 þar sem Ísland er með Portúgal og Belgíu í riðli. Danero fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og lék fyrstu leiki sína fyrir landsliðið í æfingarleikjum gegn Noregi í haust. Vandræði með skráningu persónuupplýsinga Danero ollu því að hann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Portúgal ytra stuttu síðar en búið er að ganga frá því í samstarfi við FIBA. Gæti hann því leikið fyrsta leik sinn í Laugardalshöll á fimmtudaginn verði hann valinn en þjálfarateymið þarf að velja á milli Danero eða Collins Pryor. Sjálfur kvaðst hann vera spenntur fyrir leiknum. „Ég get ekki beðið, þetta verður skemmtilegur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína sem verður í stúkunni. Ísland er annað heimili mitt og strákarnir hafa tekið mér opnum örmum. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa búist við því að leika einn daginn fyrir íslenska landsliðið þegar hann samdi við KR árið 2012. Hann samdi í sumar við Tindastól, sjöunda félag hans á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir Ísland en ég reyni að njóta þess. Ég klæðist þessari treyju með stolti og reyni að njóta stundarinnar. Það er undir mér komið að stýra tilfinningunum og einblína á það sem gerist inni á vellinum Það gæti þó reynst erfitt að læra þjóðsönginn,“ sagði hann hlæjandi. „Ég nýt þess að spila og æfa með þessum strákum og ég er að læra heilmargt á hverjum degi.“ Danero á von á erfiðum leik gegn Belgíu en Ísland þarf að vinna leikinn enda fer aðeins eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar. „Það eru allir jákvæðir í hópnum, við mætum í þennan leik fullir sjálfstrausts og ef við gerum hlutina rétt getum við náð í góð úrslit. Þetta er stórleikur og við þurfum að vinna þennan leik. Það var svekkjandi að tapa í Portúgal en núna þurfum við að taka það sem við lærðum af því og vinna þennan leik til að bæta upp fyrir tapleikinn gegn Portúgal.“ Íslenska liðið saknar Martins Hermannssonar sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár. „Þegar einn leikmaður dettur út verður sá næsti að stíga upp. Það eru margir reynslumiklir leikmenn í þessum hóp sem er lykilatriði og það er undir okkur komið að finna lausnir. Við munum reyna að spila af hörku og halda hraða í leiknum, belgíska liðið vill hægja á leiknum en það er undir okkur komið að nýta okkur það.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum