Meint skipulagssvik og trójuhesturinn frægi Ólafur Ingi Tómasson skrifar 7. nóvember 2018 18:45 Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Skoðun Tengdar fréttir Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00 Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar
Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00
Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun