Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Markússon skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun