„Fólk er rosalega fegið að vera komið aftur í vinnu" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2017 19:00 Líf er að færast í fiskvinnustöðvar landsins eftir að skipafloti útgerðanna hélt út til veiða á sunnudag. Rekstrarstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík segir starfsfólkið fegið að vera komið aftur til vinnu. Verkfall sjómanna hafi mest áhrif á störf landverkafólks en nú er verkfalli lokið og búið að kalla landverkafólk aftur til starfa, þar sem skipin eru komin á miðin. Á morgun verða færiböndin full af fiski. Hjá Vísi í Grindavík í morgun voru starfsmenn að undirbúa komu tveggja línubáta, Kristínu GK og Sighvati GK, sem væntanleg eru til hafnar klukkan sex í fyrramálið með um hundrað og þrjátíu tonn af ferskum þorski og ýsu. „Það var rosalega ljúf tilfinning að þetta tíu vikna stopp var búið. Þetta er búið að vera erfiður tími og í rauninni allir sem eru búnir að bíða eftir að eitthvað mundi fara að gerast þannig að þetta er mikil léttir. Nú bíður starfsfólk jafnt sem vélar eftir því að byrja,“ sagði Jóhann Helgason, rekstrarstjóri hjá Vísi hf. Í Grindavík Fimm bátar sem eru í eigu Vísis fóru strax til veiða eftir að verkfalli sjómanna var aflýst á sunnudagskvöld og segir Jóhann að veiði hafi gengið vel. Um hundrað og fimmtíu manns starfa við landvinnslu hjá fyrirtækinu og þegar var hafist handa við að hringja í þá og fá þá til vinnu. „bara mikil tilhlökkun hjá öllum starfsmönnum að snúa aftur til vinnu. Allir orðnir dauðleiðir á að hanga heima og gera ekki neitt,“ sagði Jóhann. Þegar líða tók á verkfallið höfðu vinnslustöðvar víðs vegar um landið áhyggjur af því að missa frá sér starfsfólk í önnur störf en Jóhann segir að flestir þeirra starfsmanna snúi til baka og þegar fréttastofu bar að garði í morgun voru margir starfsmenn landvinnslunnar að líta við. „Við erum bara rosalega ánægðir með endurheimtur á starfsfólki og meira og minna allir okkar starfsmenn komu til baka,“ segir Jóhann. Jóhann segir að verkfallið hafi haft mikil áhrif á starfsemi Vísis. „Það er dýrt að vera með vélbúnað og vinnslu og fastan kostnað sem fer ekki neitt,“ segir Jóhann. Og það gæti orðið erfitt að komast inn á markaðinn aftur en eitt sterkasta einkenni Íslendinga er stöðugt framboð á vöru allt árið um kring „Þegar það gengur ekki upp þá missum við traust on núna fer af stað mikil vinna í að endurvinna það traust aftur,“ sagði Jóhann. Tengdar fréttir Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 20:00 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Líf er að færast í fiskvinnustöðvar landsins eftir að skipafloti útgerðanna hélt út til veiða á sunnudag. Rekstrarstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík segir starfsfólkið fegið að vera komið aftur til vinnu. Verkfall sjómanna hafi mest áhrif á störf landverkafólks en nú er verkfalli lokið og búið að kalla landverkafólk aftur til starfa, þar sem skipin eru komin á miðin. Á morgun verða færiböndin full af fiski. Hjá Vísi í Grindavík í morgun voru starfsmenn að undirbúa komu tveggja línubáta, Kristínu GK og Sighvati GK, sem væntanleg eru til hafnar klukkan sex í fyrramálið með um hundrað og þrjátíu tonn af ferskum þorski og ýsu. „Það var rosalega ljúf tilfinning að þetta tíu vikna stopp var búið. Þetta er búið að vera erfiður tími og í rauninni allir sem eru búnir að bíða eftir að eitthvað mundi fara að gerast þannig að þetta er mikil léttir. Nú bíður starfsfólk jafnt sem vélar eftir því að byrja,“ sagði Jóhann Helgason, rekstrarstjóri hjá Vísi hf. Í Grindavík Fimm bátar sem eru í eigu Vísis fóru strax til veiða eftir að verkfalli sjómanna var aflýst á sunnudagskvöld og segir Jóhann að veiði hafi gengið vel. Um hundrað og fimmtíu manns starfa við landvinnslu hjá fyrirtækinu og þegar var hafist handa við að hringja í þá og fá þá til vinnu. „bara mikil tilhlökkun hjá öllum starfsmönnum að snúa aftur til vinnu. Allir orðnir dauðleiðir á að hanga heima og gera ekki neitt,“ sagði Jóhann. Þegar líða tók á verkfallið höfðu vinnslustöðvar víðs vegar um landið áhyggjur af því að missa frá sér starfsfólk í önnur störf en Jóhann segir að flestir þeirra starfsmanna snúi til baka og þegar fréttastofu bar að garði í morgun voru margir starfsmenn landvinnslunnar að líta við. „Við erum bara rosalega ánægðir með endurheimtur á starfsfólki og meira og minna allir okkar starfsmenn komu til baka,“ segir Jóhann. Jóhann segir að verkfallið hafi haft mikil áhrif á starfsemi Vísis. „Það er dýrt að vera með vélbúnað og vinnslu og fastan kostnað sem fer ekki neitt,“ segir Jóhann. Og það gæti orðið erfitt að komast inn á markaðinn aftur en eitt sterkasta einkenni Íslendinga er stöðugt framboð á vöru allt árið um kring „Þegar það gengur ekki upp þá missum við traust on núna fer af stað mikil vinna í að endurvinna það traust aftur,“ sagði Jóhann.
Tengdar fréttir Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 20:00 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 20:00
Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00