„Fólk er rosalega fegið að vera komið aftur í vinnu" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2017 19:00 Líf er að færast í fiskvinnustöðvar landsins eftir að skipafloti útgerðanna hélt út til veiða á sunnudag. Rekstrarstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík segir starfsfólkið fegið að vera komið aftur til vinnu. Verkfall sjómanna hafi mest áhrif á störf landverkafólks en nú er verkfalli lokið og búið að kalla landverkafólk aftur til starfa, þar sem skipin eru komin á miðin. Á morgun verða færiböndin full af fiski. Hjá Vísi í Grindavík í morgun voru starfsmenn að undirbúa komu tveggja línubáta, Kristínu GK og Sighvati GK, sem væntanleg eru til hafnar klukkan sex í fyrramálið með um hundrað og þrjátíu tonn af ferskum þorski og ýsu. „Það var rosalega ljúf tilfinning að þetta tíu vikna stopp var búið. Þetta er búið að vera erfiður tími og í rauninni allir sem eru búnir að bíða eftir að eitthvað mundi fara að gerast þannig að þetta er mikil léttir. Nú bíður starfsfólk jafnt sem vélar eftir því að byrja,“ sagði Jóhann Helgason, rekstrarstjóri hjá Vísi hf. Í Grindavík Fimm bátar sem eru í eigu Vísis fóru strax til veiða eftir að verkfalli sjómanna var aflýst á sunnudagskvöld og segir Jóhann að veiði hafi gengið vel. Um hundrað og fimmtíu manns starfa við landvinnslu hjá fyrirtækinu og þegar var hafist handa við að hringja í þá og fá þá til vinnu. „bara mikil tilhlökkun hjá öllum starfsmönnum að snúa aftur til vinnu. Allir orðnir dauðleiðir á að hanga heima og gera ekki neitt,“ sagði Jóhann. Þegar líða tók á verkfallið höfðu vinnslustöðvar víðs vegar um landið áhyggjur af því að missa frá sér starfsfólk í önnur störf en Jóhann segir að flestir þeirra starfsmanna snúi til baka og þegar fréttastofu bar að garði í morgun voru margir starfsmenn landvinnslunnar að líta við. „Við erum bara rosalega ánægðir með endurheimtur á starfsfólki og meira og minna allir okkar starfsmenn komu til baka,“ segir Jóhann. Jóhann segir að verkfallið hafi haft mikil áhrif á starfsemi Vísis. „Það er dýrt að vera með vélbúnað og vinnslu og fastan kostnað sem fer ekki neitt,“ segir Jóhann. Og það gæti orðið erfitt að komast inn á markaðinn aftur en eitt sterkasta einkenni Íslendinga er stöðugt framboð á vöru allt árið um kring „Þegar það gengur ekki upp þá missum við traust on núna fer af stað mikil vinna í að endurvinna það traust aftur,“ sagði Jóhann. Tengdar fréttir Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 20:00 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Líf er að færast í fiskvinnustöðvar landsins eftir að skipafloti útgerðanna hélt út til veiða á sunnudag. Rekstrarstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík segir starfsfólkið fegið að vera komið aftur til vinnu. Verkfall sjómanna hafi mest áhrif á störf landverkafólks en nú er verkfalli lokið og búið að kalla landverkafólk aftur til starfa, þar sem skipin eru komin á miðin. Á morgun verða færiböndin full af fiski. Hjá Vísi í Grindavík í morgun voru starfsmenn að undirbúa komu tveggja línubáta, Kristínu GK og Sighvati GK, sem væntanleg eru til hafnar klukkan sex í fyrramálið með um hundrað og þrjátíu tonn af ferskum þorski og ýsu. „Það var rosalega ljúf tilfinning að þetta tíu vikna stopp var búið. Þetta er búið að vera erfiður tími og í rauninni allir sem eru búnir að bíða eftir að eitthvað mundi fara að gerast þannig að þetta er mikil léttir. Nú bíður starfsfólk jafnt sem vélar eftir því að byrja,“ sagði Jóhann Helgason, rekstrarstjóri hjá Vísi hf. Í Grindavík Fimm bátar sem eru í eigu Vísis fóru strax til veiða eftir að verkfalli sjómanna var aflýst á sunnudagskvöld og segir Jóhann að veiði hafi gengið vel. Um hundrað og fimmtíu manns starfa við landvinnslu hjá fyrirtækinu og þegar var hafist handa við að hringja í þá og fá þá til vinnu. „bara mikil tilhlökkun hjá öllum starfsmönnum að snúa aftur til vinnu. Allir orðnir dauðleiðir á að hanga heima og gera ekki neitt,“ sagði Jóhann. Þegar líða tók á verkfallið höfðu vinnslustöðvar víðs vegar um landið áhyggjur af því að missa frá sér starfsfólk í önnur störf en Jóhann segir að flestir þeirra starfsmanna snúi til baka og þegar fréttastofu bar að garði í morgun voru margir starfsmenn landvinnslunnar að líta við. „Við erum bara rosalega ánægðir með endurheimtur á starfsfólki og meira og minna allir okkar starfsmenn komu til baka,“ segir Jóhann. Jóhann segir að verkfallið hafi haft mikil áhrif á starfsemi Vísis. „Það er dýrt að vera með vélbúnað og vinnslu og fastan kostnað sem fer ekki neitt,“ segir Jóhann. Og það gæti orðið erfitt að komast inn á markaðinn aftur en eitt sterkasta einkenni Íslendinga er stöðugt framboð á vöru allt árið um kring „Þegar það gengur ekki upp þá missum við traust on núna fer af stað mikil vinna í að endurvinna það traust aftur,“ sagði Jóhann.
Tengdar fréttir Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 20:00 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 20:00
Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00