Oddi flytur inn einnota umbúðir er verða að mold Svavar Hávarðsson skrifar 27. febrúar 2017 07:00 Einnota plastumbúðir liggja úti um allt – á leið sinni í sjóinn. vísir/anton Prentsmiðjan Oddi, sem jafnframt er stór framleiðandi umbúða, mun framvegis bjóða íslenskum neytendum, framleiðendum og söluaðilum upp á umbúðir úr náttúrulegum jurtaefnum sem brotna niður í náttúrunni líkt og annar lífrænn úrgangur. Þessi viðbót í rekstri fyrirtækisins er sett til höfuðs einnota plastumbúðum sem eru orðnar meiriháttar umhverfisvandamál. Sameinuðu þjóðirnar hófu í gær sérstakt átak gegn plastmengun heimshafanna.Kristján Geir GunnarssonKristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, segir það vel þekkta staðreynd að mjög lítill hluti af öllu plasti sem fellur til á heimilum landsmanna fari í endurvinnslu. Hluti af þessum plastúrgangi er einnota umbúðir utan af tilbúnum matvælum og ferskvöru eins og grænmeti, fiski og kjöti. Kannanir sýni á sama tíma að þessar einnota umbúðir enda oftar en ekki í heimilissorpinu og urðun, í stað þess að vera nýtt til endurvinnslu. Vörulínan sem Oddi býður brotnar niður og verður einfaldlega að mold, og á vel heima í moltukassanum. „PLA-umbúðirnar eru nýjung á Íslandi og geta leyst af hólmi flestar af þeim einnota neytendaumbúðum sem við notum í viku hverri. Þar má t.d. nefna einnota kaffiglös, umbúðir um samlokur, salöt og önnur tilbúin matvæli og ílát fyrir ferska innlenda framleiðslu,“ segir Kristján Geir sem bætir við að hér skipti kolefnissporið miklu máli, en Oddi vill minnka eins og hægt er kolefnisspor framleiðslu og innflutningsvara fyrirtækisins. Hér verður munurinn áþreifanlegur þar sem allt að 60 prósent minni orku þarf til að framleiða einnota jarðgeranlegar PLA-vörur en sambærilegar plastvörur og þær eru því mun jákvæðari gagnvart loftslaginu og markmiðum um lægri kolefnislosun en þær einnota umbúðir sem eru almennt nýttar á Íslandi í dag að sögn Kristjáns Geirs. Kristján Geir segir það tilfinningu sína að viðhorfsbreyting sé að verða hér á landi hvað varðar plastnotkun og í umhverfismálum almennt. „Umbúðir er sorp, en við komumst ekki hjá því að nota þær, því þær eru nauðsynlegar til að tryggja ferskleika vörunnar og þær eru sterkt verkfæri til að minnka matarsóun. Því viljum við gera þetta eins vel og við mögulega getum,“ segir hann. Peningar skipta máli í þessu samhengi, og Kristján Geir segir að vissulega séu umhverfisvænu umbúðirnar dýrari en plastið. Hins vegar finnur Oddi fyrir áhuga á markaðnum, enda séu sífellt fleiri meðvitaðir um samfélagslega ábyrgð sína þegar kemur að umhverfismálum – og það eigi líka við um fyrirtækin. „Við sem þjóð verðum að hugsa um þessa hluti,“ segir Kristján Geir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Prentsmiðjan Oddi, sem jafnframt er stór framleiðandi umbúða, mun framvegis bjóða íslenskum neytendum, framleiðendum og söluaðilum upp á umbúðir úr náttúrulegum jurtaefnum sem brotna niður í náttúrunni líkt og annar lífrænn úrgangur. Þessi viðbót í rekstri fyrirtækisins er sett til höfuðs einnota plastumbúðum sem eru orðnar meiriháttar umhverfisvandamál. Sameinuðu þjóðirnar hófu í gær sérstakt átak gegn plastmengun heimshafanna.Kristján Geir GunnarssonKristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, segir það vel þekkta staðreynd að mjög lítill hluti af öllu plasti sem fellur til á heimilum landsmanna fari í endurvinnslu. Hluti af þessum plastúrgangi er einnota umbúðir utan af tilbúnum matvælum og ferskvöru eins og grænmeti, fiski og kjöti. Kannanir sýni á sama tíma að þessar einnota umbúðir enda oftar en ekki í heimilissorpinu og urðun, í stað þess að vera nýtt til endurvinnslu. Vörulínan sem Oddi býður brotnar niður og verður einfaldlega að mold, og á vel heima í moltukassanum. „PLA-umbúðirnar eru nýjung á Íslandi og geta leyst af hólmi flestar af þeim einnota neytendaumbúðum sem við notum í viku hverri. Þar má t.d. nefna einnota kaffiglös, umbúðir um samlokur, salöt og önnur tilbúin matvæli og ílát fyrir ferska innlenda framleiðslu,“ segir Kristján Geir sem bætir við að hér skipti kolefnissporið miklu máli, en Oddi vill minnka eins og hægt er kolefnisspor framleiðslu og innflutningsvara fyrirtækisins. Hér verður munurinn áþreifanlegur þar sem allt að 60 prósent minni orku þarf til að framleiða einnota jarðgeranlegar PLA-vörur en sambærilegar plastvörur og þær eru því mun jákvæðari gagnvart loftslaginu og markmiðum um lægri kolefnislosun en þær einnota umbúðir sem eru almennt nýttar á Íslandi í dag að sögn Kristjáns Geirs. Kristján Geir segir það tilfinningu sína að viðhorfsbreyting sé að verða hér á landi hvað varðar plastnotkun og í umhverfismálum almennt. „Umbúðir er sorp, en við komumst ekki hjá því að nota þær, því þær eru nauðsynlegar til að tryggja ferskleika vörunnar og þær eru sterkt verkfæri til að minnka matarsóun. Því viljum við gera þetta eins vel og við mögulega getum,“ segir hann. Peningar skipta máli í þessu samhengi, og Kristján Geir segir að vissulega séu umhverfisvænu umbúðirnar dýrari en plastið. Hins vegar finnur Oddi fyrir áhuga á markaðnum, enda séu sífellt fleiri meðvitaðir um samfélagslega ábyrgð sína þegar kemur að umhverfismálum – og það eigi líka við um fyrirtækin. „Við sem þjóð verðum að hugsa um þessa hluti,“ segir Kristján Geir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira