Lítið mál að smygla á Hraunið Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2017 06:00 Halldór Valur Pálsson, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, segir alla fíkniefnafundi þar gerða að lögreglumáli. vísir/stefán Talsvert minna fannst af amfetamíni, kókaíni og kannabisefnum í fangelsinu á Litla-Hrauni í fyrra en árið á undan. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins, segir að svo virðist vera sem nýja lyfið spice sé notað í staðinn. Samkvæmt tölum frá fangelsinu fundust 170 grömm af efninu í fyrra en ekkert árið á undan. Á móti kemur að árið 2015 fundust 150 grömm af kókaíni, 90 grömm af amfetamíni og 53 grömm af kannabisefnum. Í fyrra fundust hins vegar 26 grömm af kókaíni, 13,6 grömm af amfetamíni og 11,6 grömm af kannabis. „Það var óvenju mikið magn af kókaíni árið 2015 sem tengist einu máli. Þetta er ekki dæmigerð tala fyrir magn kókaíns sem við erum að finna hérna,“ segir Halldór Valur. Hann bendir á að þyngd efnanna miðist við bráðabirgðamælingu sem gerð er á Litla-Hrauni. „En þegar við finnum efni þá gerum við það alltaf að lögreglumáli og þyngdin er bráðabirgðamæling sem við gerum hjá okkur og stemmir kannski ekki endilega við þær mælingar sem lögreglan gerir. Þetta eru áætlaðar tölur hjá okkur,“ segir hann. Halldór Valur bendir líka á fíkniefnasendingar sem eru stöðvaðar áður en þær koma inn í fangelsið. „Til dæmis ef lögregla stoppar bíl á Hellisheiði og það finnast í honum efni og svo kemur í ljós að hann var á leiðinni á Litla-Hraun,“ segir hann og bendir á að slíkar upplýsingar séu ekki í tölum Fangelsismálastofnunar. Einnig geta efni fundist á stöðum þar sem von er á fanga, í dómsal eða á læknisstofu eða annars staðar. Halldór segir erfitt að segja til um hve stóran hluta af fíkniefnum sem berast í fangelsið sé lagt hald á. „Ef við finnum mikið af efnum þá er minni neysla eftir á. En við getum ekki fullyrt það hvort við erum að ná 10, 50 eða 90 prósentum.“ Halldór segir að fangelsið geti aldrei komið fullkomlega í veg fyrir fíkniefnasmygl. „Það er ekkert flóknara að koma fíkniefnum hingað inn heldur en milli landa. Menn fá gesti, það koma öll aðföng hingað utan að og það er ekkert mál fyrir þá sem skipuleggja sig vel að koma fíkniefnum hingað inn eins og annars staðar. Og við viljum ekki að fíkniefnaherferðir hér bitni á mannréttindum manna,“ segir hann. Fangelsið reyni hins vegar að takmarka framboðið um leið og reynt er að bjóða föngum lausnir til þess að komast út úr vandanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Talsvert minna fannst af amfetamíni, kókaíni og kannabisefnum í fangelsinu á Litla-Hrauni í fyrra en árið á undan. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins, segir að svo virðist vera sem nýja lyfið spice sé notað í staðinn. Samkvæmt tölum frá fangelsinu fundust 170 grömm af efninu í fyrra en ekkert árið á undan. Á móti kemur að árið 2015 fundust 150 grömm af kókaíni, 90 grömm af amfetamíni og 53 grömm af kannabisefnum. Í fyrra fundust hins vegar 26 grömm af kókaíni, 13,6 grömm af amfetamíni og 11,6 grömm af kannabis. „Það var óvenju mikið magn af kókaíni árið 2015 sem tengist einu máli. Þetta er ekki dæmigerð tala fyrir magn kókaíns sem við erum að finna hérna,“ segir Halldór Valur. Hann bendir á að þyngd efnanna miðist við bráðabirgðamælingu sem gerð er á Litla-Hrauni. „En þegar við finnum efni þá gerum við það alltaf að lögreglumáli og þyngdin er bráðabirgðamæling sem við gerum hjá okkur og stemmir kannski ekki endilega við þær mælingar sem lögreglan gerir. Þetta eru áætlaðar tölur hjá okkur,“ segir hann. Halldór Valur bendir líka á fíkniefnasendingar sem eru stöðvaðar áður en þær koma inn í fangelsið. „Til dæmis ef lögregla stoppar bíl á Hellisheiði og það finnast í honum efni og svo kemur í ljós að hann var á leiðinni á Litla-Hraun,“ segir hann og bendir á að slíkar upplýsingar séu ekki í tölum Fangelsismálastofnunar. Einnig geta efni fundist á stöðum þar sem von er á fanga, í dómsal eða á læknisstofu eða annars staðar. Halldór segir erfitt að segja til um hve stóran hluta af fíkniefnum sem berast í fangelsið sé lagt hald á. „Ef við finnum mikið af efnum þá er minni neysla eftir á. En við getum ekki fullyrt það hvort við erum að ná 10, 50 eða 90 prósentum.“ Halldór segir að fangelsið geti aldrei komið fullkomlega í veg fyrir fíkniefnasmygl. „Það er ekkert flóknara að koma fíkniefnum hingað inn heldur en milli landa. Menn fá gesti, það koma öll aðföng hingað utan að og það er ekkert mál fyrir þá sem skipuleggja sig vel að koma fíkniefnum hingað inn eins og annars staðar. Og við viljum ekki að fíkniefnaherferðir hér bitni á mannréttindum manna,“ segir hann. Fangelsið reyni hins vegar að takmarka framboðið um leið og reynt er að bjóða föngum lausnir til þess að komast út úr vandanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira