Íslensku stelpurnar byrjuðu á stórsigri á Rúmenum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 22:13 Stelpurnar byrja vel. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna en riðill íslenska liðsins fer fram á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Íslenska liðið lék sinn fyrsta leik í kvöld og vann þá 7-2 sigur á Rúmenum. Nýja-Sjáland vann 5-3 sigur á Tyrklandi og Mexíkó vann 3-1 sigur á Spáni í hinum leikjum dagsins. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið í kvöld en alls komu sex leikmenn liðsins á markalistann og aðrar fjórar náðu að gefa stoðsendingar í leiknum. Íslenska liðið vann alla leikhlutana eða 3-0, 1-0 og 3-2. Íslensku stelpurnar mættu grimmar til leiks og voru komnar í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu mörkin og íslenska liðið var grimmari út um allan völl á fyrstu mínútunum. Íslensku stelpurnar voru heldur betur mættar til leiks á HM. Silvía Rán Björgvinsdóttir bætti við þriðja markinu níu mínútum síðar og hún skoraði síðan sitt annað mark og kom Íslandi í 4-0 í öðrum leikhlutanum. Ísland vann fyrstu tvo leikhluta leiksins því 4-0. Ísland skoraði þrjú mörk í lokaleikhlutanum en fékk einnig tvö mörk á sig. Eva María Karvelsdóttir, Karen Þórisdóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu mörkin. Birna skoraði síðasta markið eftir stoðsendingu fá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur en það var einmitt Flosrún Vaka sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Birnu.Ísland - Rúmenía 7-2Mörkin í leiknum 1-0 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir (6.) Stoðsending: Birna Baldursdóttir 2-0 Sunna Björgvinsdóttir (7.) Stoðsending: Guðrún Marín Viðarsdóttir 3-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (16.) Stoðsending: Engin 4-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (30.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 4-1 Alina Oprea (43.) 5-1 Eva María Karvelsdóttir (45.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristín Ingadóttir 6-1 Karen Þórisdóttir (50.) Stoðsending: Diljá Björgvinsdóttir 6-2 Magdolna Popescu 7-2 Birna Baldursdóttir (60.) Stoðsending: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir Aðrar íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna en riðill íslenska liðsins fer fram á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Íslenska liðið lék sinn fyrsta leik í kvöld og vann þá 7-2 sigur á Rúmenum. Nýja-Sjáland vann 5-3 sigur á Tyrklandi og Mexíkó vann 3-1 sigur á Spáni í hinum leikjum dagsins. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið í kvöld en alls komu sex leikmenn liðsins á markalistann og aðrar fjórar náðu að gefa stoðsendingar í leiknum. Íslenska liðið vann alla leikhlutana eða 3-0, 1-0 og 3-2. Íslensku stelpurnar mættu grimmar til leiks og voru komnar í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu mörkin og íslenska liðið var grimmari út um allan völl á fyrstu mínútunum. Íslensku stelpurnar voru heldur betur mættar til leiks á HM. Silvía Rán Björgvinsdóttir bætti við þriðja markinu níu mínútum síðar og hún skoraði síðan sitt annað mark og kom Íslandi í 4-0 í öðrum leikhlutanum. Ísland vann fyrstu tvo leikhluta leiksins því 4-0. Ísland skoraði þrjú mörk í lokaleikhlutanum en fékk einnig tvö mörk á sig. Eva María Karvelsdóttir, Karen Þórisdóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu mörkin. Birna skoraði síðasta markið eftir stoðsendingu fá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur en það var einmitt Flosrún Vaka sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Birnu.Ísland - Rúmenía 7-2Mörkin í leiknum 1-0 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir (6.) Stoðsending: Birna Baldursdóttir 2-0 Sunna Björgvinsdóttir (7.) Stoðsending: Guðrún Marín Viðarsdóttir 3-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (16.) Stoðsending: Engin 4-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (30.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 4-1 Alina Oprea (43.) 5-1 Eva María Karvelsdóttir (45.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristín Ingadóttir 6-1 Karen Þórisdóttir (50.) Stoðsending: Diljá Björgvinsdóttir 6-2 Magdolna Popescu 7-2 Birna Baldursdóttir (60.) Stoðsending: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir
Aðrar íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sjá meira