Segir að Steinnes verði rifið: „Þetta kemur mér mjög á óvart“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 21:22 Hið stæðilega tveggja hæða einbýlishús Níels Karlssonar skal rifið. Níels Karlsson Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og íbúi hússins stóð í trú um þar til nýlega. Breytingar hafa verið gerðar á drögum aðalskipulagsins sem kynnt voru Akureyringum í vor eftir ábendingu frá íþróttafélaginu.Vísir greindi frá því að við lestur á drögum að aðalskipulagi Akureyrar, sem gildir fyrir árin 2018-2030, hafi Níels Karlsson rekið augun í að heimild væri fyrir því að hús hans yrði nýtt áfram til íbúðar. Hann sagði farir sínar við Akureyrarbæ ekki sléttar þar sem honum var gert að selja húsið, sem hann hafði reist sjálfur og búið í um 30 ár, vegna þess að til stæði að rífa það fyrir frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði Þórs.Sjá einnig: „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“Í drögum fyrir aðalskipulagið sem nálgast má einfaldri leit á netinu og Níels reiddi sig á, var Steinnes sett í landnotkunarflokkinn „Opin svæði“ og til útskýringar sagt að heimilt sé að nýta „byggð hús á svæðinu til íbúðar, en ekki er gert ráð fyrir nýbyggingum á svæðinu. “ Á fundi skipulagsráðs Akureyrar þann 5. júlí síðastliðinn, fjórum dögum eftir að Níels og eiginkonu hans var gert að flytja úr Steinnesi, samþykkti ráðið að breyta þessari flokkun eftir ábendingu frá Þór. Svæðið sem húsið stendur á skal flutt undir íþróttasvæði Þórs og gilda um það önnur ákvæði en hin fyrrnefndu „Opnu svæði.“ Á íþróttasvæðinu má einungis „reisa byggingar tengdar starfseminni, svo sem félagsaðstöðu o.fl., en íbúðir eru ekki heimilar. Bjarki Jóhannsson segir að alltaf staðið til að rífa Steinnes. Það hafi ekki breyst.Vísir/ValgarðurNíels segir að þessi nýsamþykkta tilaga skipulagsráðsins komi flatt upp á sig. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Þetta er skipulagið sem liggur á netinu og er öllum aðgengilegt. Þetta er það eina sem maður hefur og þetta eru verulegar breytingar frá fyrra aðalskipulagi.“ Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri Skipulagssviðs, segir í samtali við Vísi að breytingarnar á drögunum séu í samræmi við núverandi deiliskipulag íþróttasvæðis Þórs þar sem gert er ráð fyrir því að húsið sé til niðurrifs. Aðalskipulagið sé ennþá í vinnslu þó búið sé að loka fyrir frekari athugasemdir og ábendingar, eins og þá sem varð til þess að drögin voru endurskoðuð. Athygli vakti að Níels hafi verið tjáð af „manninum sem tók við lyklunum“ að Steinnesi á mánudaginn að til stæði að leigja húsið út. Í samtali við Vísi í kvöld vill Níels árétta að hann heyrt þetta úr fleiri áttum á síðustu dögum. Bjarki veit ekki hvaðan þær upplýsingar fengust enda hafi alltaf staðið til að húsið yrði rifið. „Ég veit ekki hvar sú ákvörðun um útleigu hefur verið tekin, en það var allavega ekki að höfðu samráði við skipulagssviðið.“ Hann hefur sent fyrirspurn vegna málsins. Tengdar fréttir „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Fátt bendir til annars en að húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs á Akureyri verði rifið, eins og íbúi hússins stóð í trú um þar til nýlega. Breytingar hafa verið gerðar á drögum aðalskipulagsins sem kynnt voru Akureyringum í vor eftir ábendingu frá íþróttafélaginu.Vísir greindi frá því að við lestur á drögum að aðalskipulagi Akureyrar, sem gildir fyrir árin 2018-2030, hafi Níels Karlsson rekið augun í að heimild væri fyrir því að hús hans yrði nýtt áfram til íbúðar. Hann sagði farir sínar við Akureyrarbæ ekki sléttar þar sem honum var gert að selja húsið, sem hann hafði reist sjálfur og búið í um 30 ár, vegna þess að til stæði að rífa það fyrir frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði Þórs.Sjá einnig: „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“Í drögum fyrir aðalskipulagið sem nálgast má einfaldri leit á netinu og Níels reiddi sig á, var Steinnes sett í landnotkunarflokkinn „Opin svæði“ og til útskýringar sagt að heimilt sé að nýta „byggð hús á svæðinu til íbúðar, en ekki er gert ráð fyrir nýbyggingum á svæðinu. “ Á fundi skipulagsráðs Akureyrar þann 5. júlí síðastliðinn, fjórum dögum eftir að Níels og eiginkonu hans var gert að flytja úr Steinnesi, samþykkti ráðið að breyta þessari flokkun eftir ábendingu frá Þór. Svæðið sem húsið stendur á skal flutt undir íþróttasvæði Þórs og gilda um það önnur ákvæði en hin fyrrnefndu „Opnu svæði.“ Á íþróttasvæðinu má einungis „reisa byggingar tengdar starfseminni, svo sem félagsaðstöðu o.fl., en íbúðir eru ekki heimilar. Bjarki Jóhannsson segir að alltaf staðið til að rífa Steinnes. Það hafi ekki breyst.Vísir/ValgarðurNíels segir að þessi nýsamþykkta tilaga skipulagsráðsins komi flatt upp á sig. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Þetta er skipulagið sem liggur á netinu og er öllum aðgengilegt. Þetta er það eina sem maður hefur og þetta eru verulegar breytingar frá fyrra aðalskipulagi.“ Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri Skipulagssviðs, segir í samtali við Vísi að breytingarnar á drögunum séu í samræmi við núverandi deiliskipulag íþróttasvæðis Þórs þar sem gert er ráð fyrir því að húsið sé til niðurrifs. Aðalskipulagið sé ennþá í vinnslu þó búið sé að loka fyrir frekari athugasemdir og ábendingar, eins og þá sem varð til þess að drögin voru endurskoðuð. Athygli vakti að Níels hafi verið tjáð af „manninum sem tók við lyklunum“ að Steinnesi á mánudaginn að til stæði að leigja húsið út. Í samtali við Vísi í kvöld vill Níels árétta að hann heyrt þetta úr fleiri áttum á síðustu dögum. Bjarki veit ekki hvaðan þær upplýsingar fengust enda hafi alltaf staðið til að húsið yrði rifið. „Ég veit ekki hvar sú ákvörðun um útleigu hefur verið tekin, en það var allavega ekki að höfðu samráði við skipulagssviðið.“ Hann hefur sent fyrirspurn vegna málsins.
Tengdar fréttir „Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
„Eins og verið sé að breyta lögum til að komast yfir húsið“ Framhaldsskólakennara var gert að selja Akureyrarbæ hús sem hann reisti frá grunni því til stóð að rífa það. Þau áform hafa nú breyst. Hann þarf engu að síður að yfirgefa húsið. 8. júlí 2017 12:49