Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2017 21:30 Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána. Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána.
Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45