Innlent

Mikið af kvörtunum í dag vegna ölvaðra manna

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Framkoma mannanna var til ama og ósóma.
Framkoma mannanna var til ama og ósóma. Vísir/Eyþór
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst mikið af kvörtunum vegna ölvaðra manna sem voru til vandræða, stelandi og áreitandi samborgara sína, um og upp úr hádegi í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að um nokkur aðskilin mál hafi verið að ræða.

Tveir mannanna voru handteknir og í kjölfarið vistaðir í fangageymslu en aðrir ýmist fundiust ekki eða „lofuðu bót og betrun“ eins og það er orðað í tilkynningunni.

Þá barst lögreglunni tilkynning laust fyrir klukkan fimm í dag um að ráðist hefði verið á starfsfólk vínveitingahúss í miðborg Reykjvíkur. Hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×