Smíðaði fermingargjöfina Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. maí 2017 11:00 Æskuvinirnir og frændsystkinin á fermingardag Helgu, sem var hæstánægð með gjöfina. Mér datt þetta í hug af því að mig langar til að verða gullsmiður. Vinur hans pabba, Kjartan Örn, er með gullsmíðaverkstæðið Orr og ég fékk að smíða hringinn hjá honum. Hann hjálpaði mér,“ segir Kormákur Rögnvaldsson, þrettán ára þúsundþjalasmiður en hann smíðaði silfurhring handa Helgu Guðrúnu, æskuvinkonu sinni og frænku, í fermingargjöf. „Hún er þremur mánuðum og tuttugu og sjö dögum eldri en ég,“ segir hann en þau hafa verið góðir vinir frá því þau fæddust.Kormákur Rögnvaldsson fékk þá sniðugu hugmynd að smíða hring í fermingargjöf handa æskuvinkonu sinni og frænku.Hringurinn kom Helgu skemmtilega á óvart. „Hann er mjög flottur. Ég var með hann í fermingarveislunni,“ segir hún og viðurkennir að þetta setji örlitla pressu á hana að finna sniðuga gjöf handa Kormáki þegar hann fermist á næsta ári. „Jú, en annars reynum við alltaf að gefa hvort öðru spes afmælis- og jólagjafir, þannig að ég er alveg farin að spá í hans gjöf,“ segir Helga.Kjartan Örn, eigandi Orr, hljóp undir bagga með Kormáki og hjálpaði honum við smíði hringsins.En hvernig gekk silfursmíðin fyrir sig? „Við vorum þrjá klukkutíma að smíða hringinn. Kjartan þurfti stundum að afgreiða viðskiptavini og þá beið ég bara á meðan. Ég var ekki alveg búinn að ákveða hvernig hringurinn átti að vera þegar við byrjuðum,“ segir Kormákur. Hringurinn hafi smám saman tekið á sig mynd þegar þeir hófust handa. „Við byrjuðum á að saga tvo búta af silfri, svo beygðum við þá í 90 gráður og bræddum saman. Við notuðum sög og tangir, eina sem beygði í horn og aðra sem gerði þetta að hring eða gíg. Steinninn fór ofan í og svo hömruðum við það utan um steininn. Svo notaði ég pússvél til að pússa hringinn,“ útskýrir Kormákur og segist hafa skemmt sér vel á verkstæðinu.Kormákur skemmti sér vel á verkstæðinu og fékk að prófa alls kyns græjur. „Þetta var rosalega gaman. Það var ekki langt síðan ég ákvað að verða gullsmiður en ég skoða mikið hringa og skartgripi í búðum. Ég hafði ekki prófað að smíða svona áður, hafði bara prófað að smíða tréhring í smíði í skólanum þegar ég var lítill,“ bætir hann við og segist farinn að teikna upp hugmyndir að fleiri skartgripum sem hann langar að smíða. Í framtíðinni stefni hann jafnvel á hönnun eða annað skapandi nám.Útkoman var fallegur silfurhringur með grænum steini.„Smíði og textílmennt eru skemmtilegustu fögin í skólanum. Ég hef saumað eina peysu sem amma hjálpaði mér við. Mig langar að fara í VMA sem er eini verklegi skólinn á Akureyri en þar er listnámsbraut,“ segir Kormákur. Annars snúast áhugamálin um lestur góðra bóka. „Ég les mest fantasíur.“ Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Mér datt þetta í hug af því að mig langar til að verða gullsmiður. Vinur hans pabba, Kjartan Örn, er með gullsmíðaverkstæðið Orr og ég fékk að smíða hringinn hjá honum. Hann hjálpaði mér,“ segir Kormákur Rögnvaldsson, þrettán ára þúsundþjalasmiður en hann smíðaði silfurhring handa Helgu Guðrúnu, æskuvinkonu sinni og frænku, í fermingargjöf. „Hún er þremur mánuðum og tuttugu og sjö dögum eldri en ég,“ segir hann en þau hafa verið góðir vinir frá því þau fæddust.Kormákur Rögnvaldsson fékk þá sniðugu hugmynd að smíða hring í fermingargjöf handa æskuvinkonu sinni og frænku.Hringurinn kom Helgu skemmtilega á óvart. „Hann er mjög flottur. Ég var með hann í fermingarveislunni,“ segir hún og viðurkennir að þetta setji örlitla pressu á hana að finna sniðuga gjöf handa Kormáki þegar hann fermist á næsta ári. „Jú, en annars reynum við alltaf að gefa hvort öðru spes afmælis- og jólagjafir, þannig að ég er alveg farin að spá í hans gjöf,“ segir Helga.Kjartan Örn, eigandi Orr, hljóp undir bagga með Kormáki og hjálpaði honum við smíði hringsins.En hvernig gekk silfursmíðin fyrir sig? „Við vorum þrjá klukkutíma að smíða hringinn. Kjartan þurfti stundum að afgreiða viðskiptavini og þá beið ég bara á meðan. Ég var ekki alveg búinn að ákveða hvernig hringurinn átti að vera þegar við byrjuðum,“ segir Kormákur. Hringurinn hafi smám saman tekið á sig mynd þegar þeir hófust handa. „Við byrjuðum á að saga tvo búta af silfri, svo beygðum við þá í 90 gráður og bræddum saman. Við notuðum sög og tangir, eina sem beygði í horn og aðra sem gerði þetta að hring eða gíg. Steinninn fór ofan í og svo hömruðum við það utan um steininn. Svo notaði ég pússvél til að pússa hringinn,“ útskýrir Kormákur og segist hafa skemmt sér vel á verkstæðinu.Kormákur skemmti sér vel á verkstæðinu og fékk að prófa alls kyns græjur. „Þetta var rosalega gaman. Það var ekki langt síðan ég ákvað að verða gullsmiður en ég skoða mikið hringa og skartgripi í búðum. Ég hafði ekki prófað að smíða svona áður, hafði bara prófað að smíða tréhring í smíði í skólanum þegar ég var lítill,“ bætir hann við og segist farinn að teikna upp hugmyndir að fleiri skartgripum sem hann langar að smíða. Í framtíðinni stefni hann jafnvel á hönnun eða annað skapandi nám.Útkoman var fallegur silfurhringur með grænum steini.„Smíði og textílmennt eru skemmtilegustu fögin í skólanum. Ég hef saumað eina peysu sem amma hjálpaði mér við. Mig langar að fara í VMA sem er eini verklegi skólinn á Akureyri en þar er listnámsbraut,“ segir Kormákur. Annars snúast áhugamálin um lestur góðra bóka. „Ég les mest fantasíur.“
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira