Haustverkin í garðinum 4. september 2017 10:00 Unga kynslóðin getur látið til sín taka við haustverkin í garðinum. MYND/GETTY Núna er einmitt rétti tíminn til að setja haustlaukana niður því það er enn hlýtt í veðri og þá ná þeir að róta sig vel. Þeir ná því ekki þegar komið er frost í jörðu. Laukarnir blómstra svo snemma í vor. Vetrargosar koma upp í mars-apríl en túlípanar aðeins seinna,“ segir Ágústa Erlingsdóttir, skrúðgarðyrkjumeistari og námsbrautarstjóri skrúðgarðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Auðvelt er að gróðursetja haustlauka en reglan er sú að dýptin í moldinni samsvari tvisvar til þrisvar sinnum þykkt lauksins en þeir geta verið misstórir eftir tegundum. Bilið á milli þeirra á að vera svipað og betra er að planta þeim saman í litlar grúppur í stað þess að setja einn og einn á víð og dreif um garðinn. Ágústa segir þennan árstíma einnig tilvalinn til að planta út og gróðursetja runna og tré. „Yfirleitt er rakt í veðri og trén fá því ágætistíma til að róta sig fyrir veturinn. Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af vökvun, nema það komi óvænt þurrkatímabil.“Laufin fallaÁ næstu dögum og vikum fara laufin að falla af trjánum og dreifast yfir gróður og grasflatir. Ágústa mælir með að raka laufin af grasflötinni svo hún komi vel undan vetri. „Laufin má gjarnan raka saman, mylja niður og setja í beðin því þau brotna hratt niður og þau eru góður áburður. Það má líka nota þau til að hlífa viðkvæmum gróðri. Grasflötina sjálfa er gott að slá fyrir veturinn en þó ekki of snöggt, heldur skilja eftir 4-8 cm gras. Ef ætlunin er að ráðast gegn mosa í grasflötinni er ágætt að dreifa þunni lagi af sandi yfir hana, hvort sem er að hausti til eða vori. Sandurinn síast niður í jarðveginn og þá kemur meira loft í hann sem minnkar líkurnar á mosa,“ segir hún og bætir við að mosi vaxi vel þar sem jarðvegur er blautur eða rakur. „Mosinn er eilífðarverkefni og sandurinn eyðir honum ekki en frískar vel upp á grasflötina.“Á næstu dögum og vikum fara laufin að falla af trjánum og dreifast yfir gróður og grasflatir. Ágústa mælir með að raka laufin af grasflötinni svo hún komi vel undan vetri. MYND/GETTYEkki klippa trénÁgústa segir að ekki eigi að klippa trjágróður á þessum árstíma heldur bíða með það fram yfir áramótin. „Þessa dagana freistast margir til að snyrta trjágróður svo limgerðin séu bein og falleg fyrir veturinn. Það ætti hins vegar ekki að gera. Ástæðan er sú að á þessum árstíma er yfirleitt rakt í veðri og sveppagró og ýmis óværa á ferðinni og meiri líkur eru á smiti ef trén eru nýklippt. Limgerði og runna á ekki að klippa fyrr en búið er að frysta, til dæmis eftir áramótin eða snemma næsta vor, fyrir laufgun. Stærri runna og tré er svo best að klippa snemmsumars, eftir laufgun og fram undir miðjan júlí.“ Ef fólk er með einhverjar sérstakar eða viðkvæmar plöntur sem eru mögulega á mörkum þess að þrífast hér á landi er skynsamlegt að skýla þeim til að milda áhrif frosts og vinda í vetur, að sögn Ágústu. „Ýmis útbúnaður til að skýla plöntum fæst í helstu garðyrkjuverslunum landsins og er þá helst notast við litla staura og striga til að tjalda umhverfis plönturnar sem á að skýla. Þetta getur gert gæfumuninn hvað varðar heilbrigði og vöxt viðkvæmari tegunda í görðum.“Garðflötin kemur betur undan vetri en laufin eru hreinsuð af henni að hausti. MYND/EYÞÓRÁburður að voriÞar sem uppskerutíminn stendur nú sem hæst segir Ágústa að gott sé að skilja kálblöð og stöngla eftir í matjurtabeðum. „Það er fínt að tæta þetta saman við jarðveginn og láta liggja yfir veturinn. Nema þá helst ef einhverjir sjúkdómar hafa gert vart við sig í kálplöntunum í sumar. Rabarbarablöð má einnig smækka því þau eru svo stór og blanda saman við jarðveginn.“ En er gott að bera áburð á til dæmis rabarbara fyrir veturinn? „Nei, það er ekki sniðugt að bera áburð á neinn gróður fyrir veturinn. Í rauninni eru gróðurinn byrjaður að undirbúa sig fyrir dvala í vetur. Um leið og við setjum áburð á gróður erum við að hvetja hann áfram í að vaxa og það viljum við ekki.“ Loks nefnir Ágústa að hægt sé að nota síðustu þurrkadaga haustsins til að bera á pallinn, hafi það gleymst í sumar. „Pallaolían þarf að ná að þorna vel. Það stefnir í ágætishita um helgina og fínt að rumpa því af fyrir veturinn.“ Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Núna er einmitt rétti tíminn til að setja haustlaukana niður því það er enn hlýtt í veðri og þá ná þeir að róta sig vel. Þeir ná því ekki þegar komið er frost í jörðu. Laukarnir blómstra svo snemma í vor. Vetrargosar koma upp í mars-apríl en túlípanar aðeins seinna,“ segir Ágústa Erlingsdóttir, skrúðgarðyrkjumeistari og námsbrautarstjóri skrúðgarðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Auðvelt er að gróðursetja haustlauka en reglan er sú að dýptin í moldinni samsvari tvisvar til þrisvar sinnum þykkt lauksins en þeir geta verið misstórir eftir tegundum. Bilið á milli þeirra á að vera svipað og betra er að planta þeim saman í litlar grúppur í stað þess að setja einn og einn á víð og dreif um garðinn. Ágústa segir þennan árstíma einnig tilvalinn til að planta út og gróðursetja runna og tré. „Yfirleitt er rakt í veðri og trén fá því ágætistíma til að róta sig fyrir veturinn. Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af vökvun, nema það komi óvænt þurrkatímabil.“Laufin fallaÁ næstu dögum og vikum fara laufin að falla af trjánum og dreifast yfir gróður og grasflatir. Ágústa mælir með að raka laufin af grasflötinni svo hún komi vel undan vetri. „Laufin má gjarnan raka saman, mylja niður og setja í beðin því þau brotna hratt niður og þau eru góður áburður. Það má líka nota þau til að hlífa viðkvæmum gróðri. Grasflötina sjálfa er gott að slá fyrir veturinn en þó ekki of snöggt, heldur skilja eftir 4-8 cm gras. Ef ætlunin er að ráðast gegn mosa í grasflötinni er ágætt að dreifa þunni lagi af sandi yfir hana, hvort sem er að hausti til eða vori. Sandurinn síast niður í jarðveginn og þá kemur meira loft í hann sem minnkar líkurnar á mosa,“ segir hún og bætir við að mosi vaxi vel þar sem jarðvegur er blautur eða rakur. „Mosinn er eilífðarverkefni og sandurinn eyðir honum ekki en frískar vel upp á grasflötina.“Á næstu dögum og vikum fara laufin að falla af trjánum og dreifast yfir gróður og grasflatir. Ágústa mælir með að raka laufin af grasflötinni svo hún komi vel undan vetri. MYND/GETTYEkki klippa trénÁgústa segir að ekki eigi að klippa trjágróður á þessum árstíma heldur bíða með það fram yfir áramótin. „Þessa dagana freistast margir til að snyrta trjágróður svo limgerðin séu bein og falleg fyrir veturinn. Það ætti hins vegar ekki að gera. Ástæðan er sú að á þessum árstíma er yfirleitt rakt í veðri og sveppagró og ýmis óværa á ferðinni og meiri líkur eru á smiti ef trén eru nýklippt. Limgerði og runna á ekki að klippa fyrr en búið er að frysta, til dæmis eftir áramótin eða snemma næsta vor, fyrir laufgun. Stærri runna og tré er svo best að klippa snemmsumars, eftir laufgun og fram undir miðjan júlí.“ Ef fólk er með einhverjar sérstakar eða viðkvæmar plöntur sem eru mögulega á mörkum þess að þrífast hér á landi er skynsamlegt að skýla þeim til að milda áhrif frosts og vinda í vetur, að sögn Ágústu. „Ýmis útbúnaður til að skýla plöntum fæst í helstu garðyrkjuverslunum landsins og er þá helst notast við litla staura og striga til að tjalda umhverfis plönturnar sem á að skýla. Þetta getur gert gæfumuninn hvað varðar heilbrigði og vöxt viðkvæmari tegunda í görðum.“Garðflötin kemur betur undan vetri en laufin eru hreinsuð af henni að hausti. MYND/EYÞÓRÁburður að voriÞar sem uppskerutíminn stendur nú sem hæst segir Ágústa að gott sé að skilja kálblöð og stöngla eftir í matjurtabeðum. „Það er fínt að tæta þetta saman við jarðveginn og láta liggja yfir veturinn. Nema þá helst ef einhverjir sjúkdómar hafa gert vart við sig í kálplöntunum í sumar. Rabarbarablöð má einnig smækka því þau eru svo stór og blanda saman við jarðveginn.“ En er gott að bera áburð á til dæmis rabarbara fyrir veturinn? „Nei, það er ekki sniðugt að bera áburð á neinn gróður fyrir veturinn. Í rauninni eru gróðurinn byrjaður að undirbúa sig fyrir dvala í vetur. Um leið og við setjum áburð á gróður erum við að hvetja hann áfram í að vaxa og það viljum við ekki.“ Loks nefnir Ágústa að hægt sé að nota síðustu þurrkadaga haustsins til að bera á pallinn, hafi það gleymst í sumar. „Pallaolían þarf að ná að þorna vel. Það stefnir í ágætishita um helgina og fínt að rumpa því af fyrir veturinn.“
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira