Smitandi kattafár á Facebook Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 16:00 Einn skemmtilegasti Facebook-hópur á Íslandi er án efa hópurinn Spottaði kött. Markmið hópsins er að kattavinir setji inn myndir af köttum sem þeir hitta á förnum vegi. Kötturinn Púki hefur slegið í gegn á síðunni og fjölmargir meðlimir hópsins ná mynd af honum. Einstaka er svo heppinn að fá sjálfur með þessum ferfætta snillingi sem hefur nú fengið sína eigin Facebook-síðu sem Púki kötturinn. Fleiri kettir hafa slegið í gegn, margir hverjir kostulegir og eiga sér fjölmarga fylgjendur sem keppast við að setja inn myndir af þeim á síðuna Spottaði kött. Í Facebook hópnum eru um 5.000 manns nú þegar og fer hann stækkandi með hverjum deginum.Púki á baki Rúdólfs vinar síns í Around Iceland.Púki læðupokast á Laugavegi Blaðamaður, sem er sérstaklega kattgóður, fór á stúfana og freistaði þess að finna Púka í eigin persónu. Kötturinn varð ekki á vegi blaðamanns í þetta sinn en starfsmenn verslana og fyrirtækja sem blaðamaður ræddi við voru allir á einu máli um að kettirnir lífguðu upp á daginn og að fáir ömuðust við þeim. Jafnframt voru þau sammála um að erlendir ferðamenn væru sérstaklega ánægðir með kattafárið í verslunum bæjarins. Kisur bæjarins veita Hallgrímskirkju nú harða samkeppni sem vinsælasta myndefni ferðamanna í miðbæ Reykjavíkur.Púki flatmagar á skrifstofu í miðbænum.Kötturinn Púki er sannarlega forvitinn líkt og katta er siður. Konungsríki Púka er neðarlega á Laugaveginum. Þar drottnar hann og tvífættir þegnar hins ferfætta Púka bugta sig og beygja fyrir honum og ganga erinda kattarins af mikilli auðmýkt. Með sjarma og ljúfu augnaráði uppsker hann klapp, athygli og mat. Líkt og fleiri miðbæjarkettir er Púki gjarn á að leggja sig úti í glugga og kippir sér ekki upp við það að vera myndaður af aðdáendum sínum. Heyrst hefur að í einstaka verslunum leynist harðfiskbiti sem gott er að narta í. Elísabet Ormslev, söngkona og starfsmaður Maclands, er stórvinkona Púka og setur reglulega inn myndir af heimsóknum kattarins í verslunina. Við mynd af honum að stara út um búðagluggann skrifaði Elísabet: „Púki var ekki par sáttur við veðrið í morgun, leitaði skjóls hjá okkur í Macland, glápti út um gluggann og mjálmaði stanslaust. Þvílíkur meistari!“Þórunn Antonía og Púki saman á Lebowski Bar.Púki er reglulegur gestur í ferðaþjónustufyrirtækinu Around Iceland þar sem hann lítur á sjálfan sig sem hluta af starfsliðinu. Púki stekkur oft á bak Rúdólfi sem kippir sér lítið upp við brölt kattarins, enda uppstoppaður. Púki er næturdýr og vill vera þar sem að fjörið er. Hann er fastagestur á Lebowski bar, þar á hann sinn fasta samastað úti í glugga. Vegfarendur eru duglegir að smella mynd af honum þar sem að hann kúrir áhyggjulaus með „einn tvöfaldan“ mjólk í skál. Púki djammar oft fram undir morgun, skríður heim klukkan fjögur á nóttunni með viðkomu á Prikinu – en þar sniglast hann á milli fólks og nælir sér í klapp og knús áður en að hann heldur áfram ferð sinni um konungsríkið Laugaveg. Hver veit nema söngkonan Þórunn Antonía og Púki syngi saman kattadúettinn í karókí? To all my human friends who vape congratz on quitting the cancer sticks ! but please be careful about vaping in our faces and leaving liquid around for us to eat. both nicotine and PG does not do us cats any good #vape #vapingandcats #baktus #baktusthecat #pg A post shared by Hr.Baktus (@baktusthecat) on Apr 11, 2016 at 3:19am PDTHerra Baktus er heimsfrægur á Instagram Það lá við kattaslag eitt sinn þegar Púki mætti í Austurstræti, umráðasvæði Herra Baktusar, en inn á þann vígvöll hætta sér bara hugrökkustu kettir. Herra Baktus er kóngurinn í Austurstræti, hann dvelur löngum stundum í verslun Icewear þar sem áður stóð Búnaðarbankinn og fer reglulega í eftirlitsferðir í Gyllta köttinn, en þar á hann heima. A hilarious photo of me and my viking possé Photo via @brentgarbett #baktus #baktusthecat #cat #cats #instacats #catsofinstagram #catsofreykjavik #catsoficeland #famouscat #celebcat #celebrity #chubbycat A post shared by Hr.Baktus (@baktusthecat) on Nov 7, 2017 at 4:35am PSTHerra Baktus baðar sig í athygli og hefur vakið mikla eftirtekt erlendra ferðamanna sem keppast við að ná myndum af sér með kisa. Herra Baktus er með 5.668 fylgjendur á Instagram undir heitinu baktusthecat, þar er hann merktur með myllumerkinu #baktus.Rósalind á leið á fyrirlestur.Lærdómslæðan Rósalind Kettir eru ákaflega forvitnir og láta fátt fram hjá sér fara. Læðan Rósalind er einstaklega fróðleiksfús og heldur til á háskólasvæðinu, sérstaklega við Hámu, matsölu stúdenta. Rósalind er sögð prýðilega námsfús köttur og nýlega sást hún á leið í fyrirlestur í Lögbergi.Þessi kisa kúrir jafnan í glugga í Bankastræti.Lifandi gluggaskraut Þessi litla kisa venur komur sínar í verslun Cintamani í Bankastrætinu. Þar kúrir hún áhyggjulaus í útstillingarglugga verslunarinnar og vekur mikla kátínu viðskiptavina og starfsmanna búðarinnar. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Einn skemmtilegasti Facebook-hópur á Íslandi er án efa hópurinn Spottaði kött. Markmið hópsins er að kattavinir setji inn myndir af köttum sem þeir hitta á förnum vegi. Kötturinn Púki hefur slegið í gegn á síðunni og fjölmargir meðlimir hópsins ná mynd af honum. Einstaka er svo heppinn að fá sjálfur með þessum ferfætta snillingi sem hefur nú fengið sína eigin Facebook-síðu sem Púki kötturinn. Fleiri kettir hafa slegið í gegn, margir hverjir kostulegir og eiga sér fjölmarga fylgjendur sem keppast við að setja inn myndir af þeim á síðuna Spottaði kött. Í Facebook hópnum eru um 5.000 manns nú þegar og fer hann stækkandi með hverjum deginum.Púki á baki Rúdólfs vinar síns í Around Iceland.Púki læðupokast á Laugavegi Blaðamaður, sem er sérstaklega kattgóður, fór á stúfana og freistaði þess að finna Púka í eigin persónu. Kötturinn varð ekki á vegi blaðamanns í þetta sinn en starfsmenn verslana og fyrirtækja sem blaðamaður ræddi við voru allir á einu máli um að kettirnir lífguðu upp á daginn og að fáir ömuðust við þeim. Jafnframt voru þau sammála um að erlendir ferðamenn væru sérstaklega ánægðir með kattafárið í verslunum bæjarins. Kisur bæjarins veita Hallgrímskirkju nú harða samkeppni sem vinsælasta myndefni ferðamanna í miðbæ Reykjavíkur.Púki flatmagar á skrifstofu í miðbænum.Kötturinn Púki er sannarlega forvitinn líkt og katta er siður. Konungsríki Púka er neðarlega á Laugaveginum. Þar drottnar hann og tvífættir þegnar hins ferfætta Púka bugta sig og beygja fyrir honum og ganga erinda kattarins af mikilli auðmýkt. Með sjarma og ljúfu augnaráði uppsker hann klapp, athygli og mat. Líkt og fleiri miðbæjarkettir er Púki gjarn á að leggja sig úti í glugga og kippir sér ekki upp við það að vera myndaður af aðdáendum sínum. Heyrst hefur að í einstaka verslunum leynist harðfiskbiti sem gott er að narta í. Elísabet Ormslev, söngkona og starfsmaður Maclands, er stórvinkona Púka og setur reglulega inn myndir af heimsóknum kattarins í verslunina. Við mynd af honum að stara út um búðagluggann skrifaði Elísabet: „Púki var ekki par sáttur við veðrið í morgun, leitaði skjóls hjá okkur í Macland, glápti út um gluggann og mjálmaði stanslaust. Þvílíkur meistari!“Þórunn Antonía og Púki saman á Lebowski Bar.Púki er reglulegur gestur í ferðaþjónustufyrirtækinu Around Iceland þar sem hann lítur á sjálfan sig sem hluta af starfsliðinu. Púki stekkur oft á bak Rúdólfi sem kippir sér lítið upp við brölt kattarins, enda uppstoppaður. Púki er næturdýr og vill vera þar sem að fjörið er. Hann er fastagestur á Lebowski bar, þar á hann sinn fasta samastað úti í glugga. Vegfarendur eru duglegir að smella mynd af honum þar sem að hann kúrir áhyggjulaus með „einn tvöfaldan“ mjólk í skál. Púki djammar oft fram undir morgun, skríður heim klukkan fjögur á nóttunni með viðkomu á Prikinu – en þar sniglast hann á milli fólks og nælir sér í klapp og knús áður en að hann heldur áfram ferð sinni um konungsríkið Laugaveg. Hver veit nema söngkonan Þórunn Antonía og Púki syngi saman kattadúettinn í karókí? To all my human friends who vape congratz on quitting the cancer sticks ! but please be careful about vaping in our faces and leaving liquid around for us to eat. both nicotine and PG does not do us cats any good #vape #vapingandcats #baktus #baktusthecat #pg A post shared by Hr.Baktus (@baktusthecat) on Apr 11, 2016 at 3:19am PDTHerra Baktus er heimsfrægur á Instagram Það lá við kattaslag eitt sinn þegar Púki mætti í Austurstræti, umráðasvæði Herra Baktusar, en inn á þann vígvöll hætta sér bara hugrökkustu kettir. Herra Baktus er kóngurinn í Austurstræti, hann dvelur löngum stundum í verslun Icewear þar sem áður stóð Búnaðarbankinn og fer reglulega í eftirlitsferðir í Gyllta köttinn, en þar á hann heima. A hilarious photo of me and my viking possé Photo via @brentgarbett #baktus #baktusthecat #cat #cats #instacats #catsofinstagram #catsofreykjavik #catsoficeland #famouscat #celebcat #celebrity #chubbycat A post shared by Hr.Baktus (@baktusthecat) on Nov 7, 2017 at 4:35am PSTHerra Baktus baðar sig í athygli og hefur vakið mikla eftirtekt erlendra ferðamanna sem keppast við að ná myndum af sér með kisa. Herra Baktus er með 5.668 fylgjendur á Instagram undir heitinu baktusthecat, þar er hann merktur með myllumerkinu #baktus.Rósalind á leið á fyrirlestur.Lærdómslæðan Rósalind Kettir eru ákaflega forvitnir og láta fátt fram hjá sér fara. Læðan Rósalind er einstaklega fróðleiksfús og heldur til á háskólasvæðinu, sérstaklega við Hámu, matsölu stúdenta. Rósalind er sögð prýðilega námsfús köttur og nýlega sást hún á leið í fyrirlestur í Lögbergi.Þessi kisa kúrir jafnan í glugga í Bankastræti.Lifandi gluggaskraut Þessi litla kisa venur komur sínar í verslun Cintamani í Bankastrætinu. Þar kúrir hún áhyggjulaus í útstillingarglugga verslunarinnar og vekur mikla kátínu viðskiptavina og starfsmanna búðarinnar.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira