Deilur innan Skátanna: Skátahöfðingi stígur til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 21:03 Bragi Björnsson var skátahöfðingi Bandalags íslenskra skáta. Vísir Bragi Björnsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem skátahöfðingi Bandalags íslenskra skáta. Það gerir hann í þeirri von að sátt skapist um forystu skátastarfs í landinu. Þetta tilkynnti Bragi á félagsforingjafundi skáta í dag, samkvæmt tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta. „Markmið félagsforingjafundarins var að ræða starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra BÍS en honum var sagt upp vegna trúnaðarbrests gagnvart meirihluta stjórnar. Jafnframt voru rædd meðferð tiltekins eineltismáls og vantraustsyfirlýsing sem var borin fram á fundi skáta í Jötunheimum nýverið vegna þessa,“ segir í tilkynningunni. Skömmu eftir áramót lýstu fjörutíu og fimm skátar yfir vantrausti á Braga og aðstoðarskátahöfðingjann Fríðu Finnu Sigurðardóttur vegna framgöngu þeirra í eineltismáli innan skátafélagsins Ægisbúa og brottvikningu framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta, Hermanni Sigurðssyni.Sjá einnig: Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Stjórn BÍS áréttar að Bragi og Fríður „höfðu engin afskipti af vinnslu þess eineltismáls sem Skátaréttur ályktaði um síðasta sumar“. Í tilkynningunni segir að málið hafi verið á milli fullorðinna einstaklinga og þau hafi verið vanhæf vegna tengsla. Það mál var tekið aftur upp í haust og er enn í vinnslu. „Stjórn Bandalags íslenskra skáta harmar þá stöðu sem upp er komin innan skátahreyfingarinnar og við vonum að það skapist friður í starfi skáta við þessa ákvörðun. Nýr skátahöfðingi verður því kosinn á skátaþingi og mun hann leiða áfram það góða starf sem hreyfingin sinnir út um land allt. Við vonum að nú skapist friður í starfi skáta enda var það markmiðið með fundinum að setja öll mál á borðið og komast að sátt í málinu,” segir Heiður Dögg Sigmarsdóttir, stjórnarmaður í BÍS. „Skátahreyfingin þakkar Braga fyrir störf hans í þágu hreyfingarinnar undanfarin ár,“ segir Heiður. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Bragi Björnsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem skátahöfðingi Bandalags íslenskra skáta. Það gerir hann í þeirri von að sátt skapist um forystu skátastarfs í landinu. Þetta tilkynnti Bragi á félagsforingjafundi skáta í dag, samkvæmt tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta. „Markmið félagsforingjafundarins var að ræða starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra BÍS en honum var sagt upp vegna trúnaðarbrests gagnvart meirihluta stjórnar. Jafnframt voru rædd meðferð tiltekins eineltismáls og vantraustsyfirlýsing sem var borin fram á fundi skáta í Jötunheimum nýverið vegna þessa,“ segir í tilkynningunni. Skömmu eftir áramót lýstu fjörutíu og fimm skátar yfir vantrausti á Braga og aðstoðarskátahöfðingjann Fríðu Finnu Sigurðardóttur vegna framgöngu þeirra í eineltismáli innan skátafélagsins Ægisbúa og brottvikningu framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta, Hermanni Sigurðssyni.Sjá einnig: Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Stjórn BÍS áréttar að Bragi og Fríður „höfðu engin afskipti af vinnslu þess eineltismáls sem Skátaréttur ályktaði um síðasta sumar“. Í tilkynningunni segir að málið hafi verið á milli fullorðinna einstaklinga og þau hafi verið vanhæf vegna tengsla. Það mál var tekið aftur upp í haust og er enn í vinnslu. „Stjórn Bandalags íslenskra skáta harmar þá stöðu sem upp er komin innan skátahreyfingarinnar og við vonum að það skapist friður í starfi skáta við þessa ákvörðun. Nýr skátahöfðingi verður því kosinn á skátaþingi og mun hann leiða áfram það góða starf sem hreyfingin sinnir út um land allt. Við vonum að nú skapist friður í starfi skáta enda var það markmiðið með fundinum að setja öll mál á borðið og komast að sátt í málinu,” segir Heiður Dögg Sigmarsdóttir, stjórnarmaður í BÍS. „Skátahreyfingin þakkar Braga fyrir störf hans í þágu hreyfingarinnar undanfarin ár,“ segir Heiður.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira