Vísbendingar um slæm áhrif samfélagsmiðla á íslensk pör Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2017 14:30 Niðurstöðurnar eru nokkuð athyglisverðar. „Mikilvægt er að takmarka tímann sem við eyðum á samfélagsmiðlum, verum meðvituð um að færslur fólks eru oftar en ekki glansmynd af lífi þess. Þannig ekki setja óraunhæfar væntingar á þitt samband með því að bera það saman við sambönd annarra,“ segir háskólaneminn Júlía Guðbjörnsdóttir sem skoðaði áhrif samfélagsmiðla á sambönd í lokaritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið Áhrif samfélagsmiðla á sambönd. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nokkuð sláandi. Júlía telur að með því að vera meðvitaðar um áhrif samfélagsmiðla á sambönd, er möguleiki að draga úr neikvæðu áhrifum þeirra. Hún segir að vantraust í garð maka vegna samfélagsmiðla sé meira hjá þeim sem séu yngri. „Hins vegar er alveg ljóst að neikvæð áhrif þeirra á sambönd eru augljós. Lygar, tortryggni og jafnvel njósnir er eitthvað sem virðist í auknum mæli vera hluti af daglegu lífi para. Ef rýnt er í niðurstöðurnar og kafað dýpra má t.d. sjá að rifrildi um notkun samfélagsmiðla minnkar með hækkandi aldri.“ Ritgerðin fjallar um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefur á samband fólks. Margir tengja eflaust við niðurstöður Júlíu og virðist sem svo að lítið traust sé á milli fólks þegar kemur að samfélagsmiðlanotkun. Samfélagsmiðlar eru tiltölulega nýtt fyrirbæri. Tímarnir breytast, samskipti í eigin persónu eru á undanhaldi og nú fara meirihluti samskipta okkar fram í gegnum samfélagsmiðla. Þegar þú hefur möguleika á að fletta upp og eiga samskipti við hvern sem er í heiminum á aðeins nokkrum sekúndum, hvaða áhrif hefur það á einkalífið? Hvaða áhrif hefur það á samband þitt?Um rannsókninaEfnið hefur lítið verið rannsakað hingað til enda viðfangsefnið frekar nýlegt. Alls var úrtakið 1720 manns á aldrinum 18-35 ára og eru í sambandi. 83 prósent af þeim sem tóku þátt í könnuninni eru konur og 17 prósent karlmenn.Hér má kynna sér rannsóknina í heild sinni en hér að neðan má sjá nokkrar fróðlegar niðurstöður.Ég hef upplifað afbrýðissemi vegna einhvers sem ég sá á samfélagsmiðli maka míns Þeir einstaklingar sem voru á aldrinum 18-23 ára voru líklegri til að hafa upplifað afbrýðisemi vegna einhvers sem þau sáu á samfélagsmiðlum maka síns.Ég hef falið eitthvað fyrir maka mínum á samfélagsmiðlumÞeir sem eyða lengri tíma á samfélagsmiðlum eru líklegri til að hafa falið eitthvað á samfélagsmiðlum fyrir maka sínum. 39% þeirra sem eyða 7 klst eða meira á samfélagsmiðlum höfðu falið eitthvað fyrir maka sínum á samfélagsmiðlum.Hefur þú farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka þíns í leyfisleysi?Mun fleiri konur en karlar hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi eða 45% kvenna og 30% karla. Því meiri tíma sem þú eyðir á samfélagsmiðlum, því líklegri er einstaklingur til að hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Mikilvægt er að takmarka tímann sem við eyðum á samfélagsmiðlum, verum meðvituð um að færslur fólks eru oftar en ekki glansmynd af lífi þess. Þannig ekki setja óraunhæfar væntingar á þitt samband með því að bera það saman við sambönd annarra,“ segir háskólaneminn Júlía Guðbjörnsdóttir sem skoðaði áhrif samfélagsmiðla á sambönd í lokaritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið Áhrif samfélagsmiðla á sambönd. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nokkuð sláandi. Júlía telur að með því að vera meðvitaðar um áhrif samfélagsmiðla á sambönd, er möguleiki að draga úr neikvæðu áhrifum þeirra. Hún segir að vantraust í garð maka vegna samfélagsmiðla sé meira hjá þeim sem séu yngri. „Hins vegar er alveg ljóst að neikvæð áhrif þeirra á sambönd eru augljós. Lygar, tortryggni og jafnvel njósnir er eitthvað sem virðist í auknum mæli vera hluti af daglegu lífi para. Ef rýnt er í niðurstöðurnar og kafað dýpra má t.d. sjá að rifrildi um notkun samfélagsmiðla minnkar með hækkandi aldri.“ Ritgerðin fjallar um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefur á samband fólks. Margir tengja eflaust við niðurstöður Júlíu og virðist sem svo að lítið traust sé á milli fólks þegar kemur að samfélagsmiðlanotkun. Samfélagsmiðlar eru tiltölulega nýtt fyrirbæri. Tímarnir breytast, samskipti í eigin persónu eru á undanhaldi og nú fara meirihluti samskipta okkar fram í gegnum samfélagsmiðla. Þegar þú hefur möguleika á að fletta upp og eiga samskipti við hvern sem er í heiminum á aðeins nokkrum sekúndum, hvaða áhrif hefur það á einkalífið? Hvaða áhrif hefur það á samband þitt?Um rannsókninaEfnið hefur lítið verið rannsakað hingað til enda viðfangsefnið frekar nýlegt. Alls var úrtakið 1720 manns á aldrinum 18-35 ára og eru í sambandi. 83 prósent af þeim sem tóku þátt í könnuninni eru konur og 17 prósent karlmenn.Hér má kynna sér rannsóknina í heild sinni en hér að neðan má sjá nokkrar fróðlegar niðurstöður.Ég hef upplifað afbrýðissemi vegna einhvers sem ég sá á samfélagsmiðli maka míns Þeir einstaklingar sem voru á aldrinum 18-23 ára voru líklegri til að hafa upplifað afbrýðisemi vegna einhvers sem þau sáu á samfélagsmiðlum maka síns.Ég hef falið eitthvað fyrir maka mínum á samfélagsmiðlumÞeir sem eyða lengri tíma á samfélagsmiðlum eru líklegri til að hafa falið eitthvað á samfélagsmiðlum fyrir maka sínum. 39% þeirra sem eyða 7 klst eða meira á samfélagsmiðlum höfðu falið eitthvað fyrir maka sínum á samfélagsmiðlum.Hefur þú farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka þíns í leyfisleysi?Mun fleiri konur en karlar hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi eða 45% kvenna og 30% karla. Því meiri tíma sem þú eyðir á samfélagsmiðlum, því líklegri er einstaklingur til að hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira