Vísbendingar um slæm áhrif samfélagsmiðla á íslensk pör Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2017 14:30 Niðurstöðurnar eru nokkuð athyglisverðar. „Mikilvægt er að takmarka tímann sem við eyðum á samfélagsmiðlum, verum meðvituð um að færslur fólks eru oftar en ekki glansmynd af lífi þess. Þannig ekki setja óraunhæfar væntingar á þitt samband með því að bera það saman við sambönd annarra,“ segir háskólaneminn Júlía Guðbjörnsdóttir sem skoðaði áhrif samfélagsmiðla á sambönd í lokaritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið Áhrif samfélagsmiðla á sambönd. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nokkuð sláandi. Júlía telur að með því að vera meðvitaðar um áhrif samfélagsmiðla á sambönd, er möguleiki að draga úr neikvæðu áhrifum þeirra. Hún segir að vantraust í garð maka vegna samfélagsmiðla sé meira hjá þeim sem séu yngri. „Hins vegar er alveg ljóst að neikvæð áhrif þeirra á sambönd eru augljós. Lygar, tortryggni og jafnvel njósnir er eitthvað sem virðist í auknum mæli vera hluti af daglegu lífi para. Ef rýnt er í niðurstöðurnar og kafað dýpra má t.d. sjá að rifrildi um notkun samfélagsmiðla minnkar með hækkandi aldri.“ Ritgerðin fjallar um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefur á samband fólks. Margir tengja eflaust við niðurstöður Júlíu og virðist sem svo að lítið traust sé á milli fólks þegar kemur að samfélagsmiðlanotkun. Samfélagsmiðlar eru tiltölulega nýtt fyrirbæri. Tímarnir breytast, samskipti í eigin persónu eru á undanhaldi og nú fara meirihluti samskipta okkar fram í gegnum samfélagsmiðla. Þegar þú hefur möguleika á að fletta upp og eiga samskipti við hvern sem er í heiminum á aðeins nokkrum sekúndum, hvaða áhrif hefur það á einkalífið? Hvaða áhrif hefur það á samband þitt?Um rannsókninaEfnið hefur lítið verið rannsakað hingað til enda viðfangsefnið frekar nýlegt. Alls var úrtakið 1720 manns á aldrinum 18-35 ára og eru í sambandi. 83 prósent af þeim sem tóku þátt í könnuninni eru konur og 17 prósent karlmenn.Hér má kynna sér rannsóknina í heild sinni en hér að neðan má sjá nokkrar fróðlegar niðurstöður.Ég hef upplifað afbrýðissemi vegna einhvers sem ég sá á samfélagsmiðli maka míns Þeir einstaklingar sem voru á aldrinum 18-23 ára voru líklegri til að hafa upplifað afbrýðisemi vegna einhvers sem þau sáu á samfélagsmiðlum maka síns.Ég hef falið eitthvað fyrir maka mínum á samfélagsmiðlumÞeir sem eyða lengri tíma á samfélagsmiðlum eru líklegri til að hafa falið eitthvað á samfélagsmiðlum fyrir maka sínum. 39% þeirra sem eyða 7 klst eða meira á samfélagsmiðlum höfðu falið eitthvað fyrir maka sínum á samfélagsmiðlum.Hefur þú farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka þíns í leyfisleysi?Mun fleiri konur en karlar hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi eða 45% kvenna og 30% karla. Því meiri tíma sem þú eyðir á samfélagsmiðlum, því líklegri er einstaklingur til að hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Mikilvægt er að takmarka tímann sem við eyðum á samfélagsmiðlum, verum meðvituð um að færslur fólks eru oftar en ekki glansmynd af lífi þess. Þannig ekki setja óraunhæfar væntingar á þitt samband með því að bera það saman við sambönd annarra,“ segir háskólaneminn Júlía Guðbjörnsdóttir sem skoðaði áhrif samfélagsmiðla á sambönd í lokaritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið Áhrif samfélagsmiðla á sambönd. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nokkuð sláandi. Júlía telur að með því að vera meðvitaðar um áhrif samfélagsmiðla á sambönd, er möguleiki að draga úr neikvæðu áhrifum þeirra. Hún segir að vantraust í garð maka vegna samfélagsmiðla sé meira hjá þeim sem séu yngri. „Hins vegar er alveg ljóst að neikvæð áhrif þeirra á sambönd eru augljós. Lygar, tortryggni og jafnvel njósnir er eitthvað sem virðist í auknum mæli vera hluti af daglegu lífi para. Ef rýnt er í niðurstöðurnar og kafað dýpra má t.d. sjá að rifrildi um notkun samfélagsmiðla minnkar með hækkandi aldri.“ Ritgerðin fjallar um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefur á samband fólks. Margir tengja eflaust við niðurstöður Júlíu og virðist sem svo að lítið traust sé á milli fólks þegar kemur að samfélagsmiðlanotkun. Samfélagsmiðlar eru tiltölulega nýtt fyrirbæri. Tímarnir breytast, samskipti í eigin persónu eru á undanhaldi og nú fara meirihluti samskipta okkar fram í gegnum samfélagsmiðla. Þegar þú hefur möguleika á að fletta upp og eiga samskipti við hvern sem er í heiminum á aðeins nokkrum sekúndum, hvaða áhrif hefur það á einkalífið? Hvaða áhrif hefur það á samband þitt?Um rannsókninaEfnið hefur lítið verið rannsakað hingað til enda viðfangsefnið frekar nýlegt. Alls var úrtakið 1720 manns á aldrinum 18-35 ára og eru í sambandi. 83 prósent af þeim sem tóku þátt í könnuninni eru konur og 17 prósent karlmenn.Hér má kynna sér rannsóknina í heild sinni en hér að neðan má sjá nokkrar fróðlegar niðurstöður.Ég hef upplifað afbrýðissemi vegna einhvers sem ég sá á samfélagsmiðli maka míns Þeir einstaklingar sem voru á aldrinum 18-23 ára voru líklegri til að hafa upplifað afbrýðisemi vegna einhvers sem þau sáu á samfélagsmiðlum maka síns.Ég hef falið eitthvað fyrir maka mínum á samfélagsmiðlumÞeir sem eyða lengri tíma á samfélagsmiðlum eru líklegri til að hafa falið eitthvað á samfélagsmiðlum fyrir maka sínum. 39% þeirra sem eyða 7 klst eða meira á samfélagsmiðlum höfðu falið eitthvað fyrir maka sínum á samfélagsmiðlum.Hefur þú farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka þíns í leyfisleysi?Mun fleiri konur en karlar hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi eða 45% kvenna og 30% karla. Því meiri tíma sem þú eyðir á samfélagsmiðlum, því líklegri er einstaklingur til að hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira