Lífið

James Corden er algjörlega óþolandi á bak við tjöldin

Birgir Olgeirsson skrifar
Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden.
Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden. YouTube
Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden leyfir áhorfendum að skyggnast á bak við tjöld þáttar hans í þessu bráðfyndna innslagi.

Í þessu leikna grínatriði fá áhorfendur að fylgjast með fundi Corden með handritsteymi hans sem fær það verkefni að koma með góðar hugmyndir fyrir breska leikarann Hugh Grant sem er væntanlegur í þáttinn.

Stjörnustælar Corden eru yfirdrifnir í þessu atriði og á hann ekki til eitt aukatekið orð þegar hann kemst að því að enginn í starfsliði hans hefur séð Hugh Grant myndina The English Man Who Went Up A Hill But Came Down A Mountain frá árinu 1995. 

Corden gerir svo lítið annað en að monta sig af því hvaða fólk hann þekkir og tryllist þegar einn af handritshöfundum fær betri hugmynd en hann.

Atriðið má sjá hér fyrir neðan: 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×