Erlent

Charlie Gard er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Charlie Gard þjáðist af afar sjaldgæfum og bannvænum hrörnunarsjúkdómi.
Charlie Gard þjáðist af afar sjaldgæfum og bannvænum hrörnunarsjúkdómi. Vísir/AFP
Hinn ellefu mánaða gamli Charlie Gard er látinn. Charlie þjáðist af afar sjaldgæfum og banvænum hrörnunarsjúkdómi. Barátta foreldra hans til að fá að fara með hann til Bandaríkjanna í umdeild meðferð hefur vakið heimsathygli.

Connie og Chris Gard, foreldrar Charlie, gáfust nýverið upp á þeirri baráttu, en vildu fara með hann heim og eyða nokkrum dögum með honum þar. Hjónunum tókst þó ekki að finna umönnunarteymi til að fylgjast með honum á heimili þeirra, eins og dómstólar sögðu til um þyrfti.

Charlie var því fluttur á ótilgreint barnasjúkrahús í Bretlandi þar sem hann lést í dag.

Mál hans vakti athygli um allan heim og bauðst Páfagarður jafnvel til að annast Charlie, svo hann yrði ekki tekinn úr öndunarvél.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×