Breytti sýninni á lífið Sólveig Gísladóttir skrifar 20. maí 2017 09:00 Jón Páll verður með ljósmyndasýningu á myndum sínum frá Madagaskar í stúdíói sínu að Snorrabraut 56a Jón Páll Vilhelmsson Ljósmyndarinn Jón Páll Vilhelmsson opnaði í vikunni ljósmyndasýninguna Madagaskar - mora mora þar sem hann sýnir myndir sem hann tók á ferðalagi sínu um Madagaskar.Jón Páll Vilhelmsson ljósmyndari.Jón Páll hélt til Madagaskar með eiginkonu sinni Dóru Albertsdóttur í byrjun árs. „Við giftum okkur fyrir tveimur og hálfu ári og áttum alltaf eftir að fara í brúðkaupsferð. Við vorum dálítinn tíma að ákveða hvert ferðinni skyldi haldið en langaði þó bæði að fara aðeins út fyrir þægindarammann, fara annað en til Evrópu og Bandaríkjanna,“ segir Jón Páll. Þau höfðu velt ýmsum stöðum fyrir sig en þegar hugmyndin um Madagaskar kom upp vissu þau bæði að þar væri niðurstaðan komin. Þau hjónin töldu sig vita eitt og annað um Madagaskar enda einlægir aðdáendur BBC þáttanna með David Attenborough. Þau komust hins vegar að því að þau vissu nánast ekki neitt. „Við ákváðum meðvitað að láta landið koma okkur á óvart og skoðuðum því ekki neitt fyrirfram á netinu. Höfðum reyndar ráðið okkur leiðsögumann sem var afar skynsamlegt enda töluð franska í landinu. Líklega hefði maður þó átt að undirbúa sig aðeins meir en við gerðum enda er þetta þriðja heims ríki, tíunda fátækasta land heims, og því dálítið menningarsjokk fyrir okkur.“Þau eru mörg verkin sem þarf að vinna.Jón Páll VilhelmssonEngin leið að forðast fólk Hugmynd Jóns Páls og Dóru var að skoða sem mest náttúru landsins en forðast fólk, borgir og bæi. „Þar kom í ljós hversu lítið við vissum enda búa 25 milljónir manns á eyjunni og ekkert sem heitir að forðast fólk,“ segir Jón Páll og hlær. Ferðamenn voru þó fremur fáir á þessum tíma enda regntímabil. „Stundum vorum við eina fólkið á þeim hótelum sem við gistum á.“ Á þeim tveimur vikum sem hjónin dvöldu á Madagaskar ferðuðust þau um fjögur þúsund kílómetra. „Við vorum mun meira á ferðinni en við höfðum ætlað. Til dæmis fórum við 900 km aðra leið til að ég næði myndum af Baobab trjám.“Veiðimennirnir á rifinu veiddu risasæskjaldböku sem allt þorpið gæddi sér á um kvöldið.Jón Páll VilhelmssonEkki hægt að dæma Meðal þess sem hjónin tóku sér fyrir hendur var sigla á eintrjáningum á rifi og heimsækja þorp þar sem búa innan við hundrað manns. „Íbúarnir flytja þorpið eftir því sem veiði gefst á rifinu,“ lýsir Jón Páll en þau urðu til dæmis vitni að því þegar veiðimennirnir sneru úr veiðiferð með risastóra sæskjaldböku. „Leiðsögumaðurinn sagði að hún mynd fæða alla íbúða þorpsins það kvöldið. Við það vöknuðu blendnar tilfinningar. Annars vegar vissum við að þetta væri dýr í útrýmingahættu en hins vegar skildum við vel þetta fátæka fólk sem var glatt að geta borðað vel.“Hjónin Jón Páll og Dóra með veiðimönnunum sem þau sigldu með um rifið.Breytti lífssýninni Jón Páll og Dóra þurftu að leita sér læknisaðstoðar eftir að þau veiktust við að borða illa soðin egg. „Við fórum á heilsugæslustöð sem var mjög sérstök upplifun. Eftir þá reynsla kunnum við mun betur að meta íslenska heilbrigðiskerfið,“ segir Jón Páll og bætir við að raunar hafi ferðin öll vakið þau til vitundar um misjafna stöðu fólks í heiminum. „Við Íslendingar erum svo uppteknir af ómerkilegum lúxusvandamálum miðað við það sem íbúar Madagaskar þurfa að takast á við. Við horfum því öðrum augum á lífið núna.“Fólkið á Madagaskar heillaði ljósmyndarann.Jón Páll VilhelmssonOpnar ljósmyndasýningu um stritið á Madagaskar Ferðin til Madagaskar var ekki ljósmyndaferð þó Jón Páll hafi verið með myndavélina á lofti. „Ég var með lágmarksgræjur og skildi tölvuna eftir heima. Ég ætlaði mest að taka myndir af náttúrunni en þegar til kom var það fólkið sem kom mér mest á óvart. Ég fór að taka myndir af því og úr urðu flottar myndir af lífinu á Madagaskar,“ segir Jón Páll sem opnaði sýningu í stúdíói sínu við Snorrabraut 56a í vikunni. „Þetta eru þrjár seríur sem ég kalla stritið á rifinu, stritið á akrinum og stritið við veginn,“ segir hann og býður alla velkomna.Börn líta til með kúnum.Jón Páll Vilhelmsson Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Jón Páll Vilhelmsson opnaði í vikunni ljósmyndasýninguna Madagaskar - mora mora þar sem hann sýnir myndir sem hann tók á ferðalagi sínu um Madagaskar.Jón Páll Vilhelmsson ljósmyndari.Jón Páll hélt til Madagaskar með eiginkonu sinni Dóru Albertsdóttur í byrjun árs. „Við giftum okkur fyrir tveimur og hálfu ári og áttum alltaf eftir að fara í brúðkaupsferð. Við vorum dálítinn tíma að ákveða hvert ferðinni skyldi haldið en langaði þó bæði að fara aðeins út fyrir þægindarammann, fara annað en til Evrópu og Bandaríkjanna,“ segir Jón Páll. Þau höfðu velt ýmsum stöðum fyrir sig en þegar hugmyndin um Madagaskar kom upp vissu þau bæði að þar væri niðurstaðan komin. Þau hjónin töldu sig vita eitt og annað um Madagaskar enda einlægir aðdáendur BBC þáttanna með David Attenborough. Þau komust hins vegar að því að þau vissu nánast ekki neitt. „Við ákváðum meðvitað að láta landið koma okkur á óvart og skoðuðum því ekki neitt fyrirfram á netinu. Höfðum reyndar ráðið okkur leiðsögumann sem var afar skynsamlegt enda töluð franska í landinu. Líklega hefði maður þó átt að undirbúa sig aðeins meir en við gerðum enda er þetta þriðja heims ríki, tíunda fátækasta land heims, og því dálítið menningarsjokk fyrir okkur.“Þau eru mörg verkin sem þarf að vinna.Jón Páll VilhelmssonEngin leið að forðast fólk Hugmynd Jóns Páls og Dóru var að skoða sem mest náttúru landsins en forðast fólk, borgir og bæi. „Þar kom í ljós hversu lítið við vissum enda búa 25 milljónir manns á eyjunni og ekkert sem heitir að forðast fólk,“ segir Jón Páll og hlær. Ferðamenn voru þó fremur fáir á þessum tíma enda regntímabil. „Stundum vorum við eina fólkið á þeim hótelum sem við gistum á.“ Á þeim tveimur vikum sem hjónin dvöldu á Madagaskar ferðuðust þau um fjögur þúsund kílómetra. „Við vorum mun meira á ferðinni en við höfðum ætlað. Til dæmis fórum við 900 km aðra leið til að ég næði myndum af Baobab trjám.“Veiðimennirnir á rifinu veiddu risasæskjaldböku sem allt þorpið gæddi sér á um kvöldið.Jón Páll VilhelmssonEkki hægt að dæma Meðal þess sem hjónin tóku sér fyrir hendur var sigla á eintrjáningum á rifi og heimsækja þorp þar sem búa innan við hundrað manns. „Íbúarnir flytja þorpið eftir því sem veiði gefst á rifinu,“ lýsir Jón Páll en þau urðu til dæmis vitni að því þegar veiðimennirnir sneru úr veiðiferð með risastóra sæskjaldböku. „Leiðsögumaðurinn sagði að hún mynd fæða alla íbúða þorpsins það kvöldið. Við það vöknuðu blendnar tilfinningar. Annars vegar vissum við að þetta væri dýr í útrýmingahættu en hins vegar skildum við vel þetta fátæka fólk sem var glatt að geta borðað vel.“Hjónin Jón Páll og Dóra með veiðimönnunum sem þau sigldu með um rifið.Breytti lífssýninni Jón Páll og Dóra þurftu að leita sér læknisaðstoðar eftir að þau veiktust við að borða illa soðin egg. „Við fórum á heilsugæslustöð sem var mjög sérstök upplifun. Eftir þá reynsla kunnum við mun betur að meta íslenska heilbrigðiskerfið,“ segir Jón Páll og bætir við að raunar hafi ferðin öll vakið þau til vitundar um misjafna stöðu fólks í heiminum. „Við Íslendingar erum svo uppteknir af ómerkilegum lúxusvandamálum miðað við það sem íbúar Madagaskar þurfa að takast á við. Við horfum því öðrum augum á lífið núna.“Fólkið á Madagaskar heillaði ljósmyndarann.Jón Páll VilhelmssonOpnar ljósmyndasýningu um stritið á Madagaskar Ferðin til Madagaskar var ekki ljósmyndaferð þó Jón Páll hafi verið með myndavélina á lofti. „Ég var með lágmarksgræjur og skildi tölvuna eftir heima. Ég ætlaði mest að taka myndir af náttúrunni en þegar til kom var það fólkið sem kom mér mest á óvart. Ég fór að taka myndir af því og úr urðu flottar myndir af lífinu á Madagaskar,“ segir Jón Páll sem opnaði sýningu í stúdíói sínu við Snorrabraut 56a í vikunni. „Þetta eru þrjár seríur sem ég kalla stritið á rifinu, stritið á akrinum og stritið við veginn,“ segir hann og býður alla velkomna.Börn líta til með kúnum.Jón Páll Vilhelmsson
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira