#höfumhátt Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem farin verður í dag kl.17.00. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta eru hræðilegar tölur og sýna í hnotskurn þetta mein sem þrífst í öllum samfélögum. Því miður er enn langt í land í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hingað til hafa raddir þolenda oft á tíðum verið þaggaðar niður, bæði í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum. Síðastliðið sumar var okkur sýnt hvað samtakamátturinn getur gert. Fjórar ungar konur, þær Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir spiluðu aðalhlutverk í atburðarás sem leiddi til ríkisstjórnarslita á Íslandi. Þær neituðu að þegja lengur. Þær neituðu að samþykkja það að ofbeldismaður þeirra fengi uppreist æru. Þær fengu nóg af leyndarhyggju þar sem tekið er á ofbeldi gegn konum og börnum af léttúð og andvaraleysi. Af stað fór átakið #höfumhátt sem var í raun ekkert annað en bylting. Umræðan var komin af stað og hefur ekki aðeins náð háum hæðum á Íslandi heldur fór í haust af stað önnur bylgja á alþjóðavettvangi undir merkjum #metoo. Þar byrjuðu konur að fjalla um það kynbundna ofbeldi sem þær hafa upplifað. Milljónir kvenna um heim allan hafa tjáð sig og neita að þegja lengur, heilu fagstéttirnar hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem hefur verið ríkjandi á vinnustöðum. Þögnin hefur verið rofin. UN Women vinnur að því á heimsvísu að uppræta ofbeldi gegn konum. Helstu áherslur eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð, stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Á meðan ofbeldi viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að konur láti í sér heyra. Við eigum öll, bæði íslenskt samfélag sem og stjórnvöld, að styðja og hjálpa brotaþolum að ná fram réttlæti. Það má ekki gerast að þeir sem svívirða stúlkur og konur geti gengið um hvítþvegnir á meðan þolendur feta sig áfram í myrkrinu þar sem enginn heyrir í þeim né vill hlusta. Seinna í dag munum við fylkja okkur að baki þessum fjórum hugrökku ungu konum, þeim Önnu Katrínu, Höllu Ólöfu, Nínu Rún og Glódísi Töru. Þátttaka þeirra er táknræn fyrir raddir allra þeirra kvenna sem ekki fá hljómgrunn. Sterkar konur sem höfðu hátt og gáfust ekki upp. Þær eru kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár. Baráttunni er ekki lokið - en byltingin er hafin! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem farin verður í dag kl.17.00. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta eru hræðilegar tölur og sýna í hnotskurn þetta mein sem þrífst í öllum samfélögum. Því miður er enn langt í land í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hingað til hafa raddir þolenda oft á tíðum verið þaggaðar niður, bæði í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum. Síðastliðið sumar var okkur sýnt hvað samtakamátturinn getur gert. Fjórar ungar konur, þær Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir spiluðu aðalhlutverk í atburðarás sem leiddi til ríkisstjórnarslita á Íslandi. Þær neituðu að þegja lengur. Þær neituðu að samþykkja það að ofbeldismaður þeirra fengi uppreist æru. Þær fengu nóg af leyndarhyggju þar sem tekið er á ofbeldi gegn konum og börnum af léttúð og andvaraleysi. Af stað fór átakið #höfumhátt sem var í raun ekkert annað en bylting. Umræðan var komin af stað og hefur ekki aðeins náð háum hæðum á Íslandi heldur fór í haust af stað önnur bylgja á alþjóðavettvangi undir merkjum #metoo. Þar byrjuðu konur að fjalla um það kynbundna ofbeldi sem þær hafa upplifað. Milljónir kvenna um heim allan hafa tjáð sig og neita að þegja lengur, heilu fagstéttirnar hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem hefur verið ríkjandi á vinnustöðum. Þögnin hefur verið rofin. UN Women vinnur að því á heimsvísu að uppræta ofbeldi gegn konum. Helstu áherslur eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð, stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Á meðan ofbeldi viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að konur láti í sér heyra. Við eigum öll, bæði íslenskt samfélag sem og stjórnvöld, að styðja og hjálpa brotaþolum að ná fram réttlæti. Það má ekki gerast að þeir sem svívirða stúlkur og konur geti gengið um hvítþvegnir á meðan þolendur feta sig áfram í myrkrinu þar sem enginn heyrir í þeim né vill hlusta. Seinna í dag munum við fylkja okkur að baki þessum fjórum hugrökku ungu konum, þeim Önnu Katrínu, Höllu Ólöfu, Nínu Rún og Glódísi Töru. Þátttaka þeirra er táknræn fyrir raddir allra þeirra kvenna sem ekki fá hljómgrunn. Sterkar konur sem höfðu hátt og gáfust ekki upp. Þær eru kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár. Baráttunni er ekki lokið - en byltingin er hafin! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun