#höfumhátt Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem farin verður í dag kl.17.00. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta eru hræðilegar tölur og sýna í hnotskurn þetta mein sem þrífst í öllum samfélögum. Því miður er enn langt í land í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hingað til hafa raddir þolenda oft á tíðum verið þaggaðar niður, bæði í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum. Síðastliðið sumar var okkur sýnt hvað samtakamátturinn getur gert. Fjórar ungar konur, þær Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir spiluðu aðalhlutverk í atburðarás sem leiddi til ríkisstjórnarslita á Íslandi. Þær neituðu að þegja lengur. Þær neituðu að samþykkja það að ofbeldismaður þeirra fengi uppreist æru. Þær fengu nóg af leyndarhyggju þar sem tekið er á ofbeldi gegn konum og börnum af léttúð og andvaraleysi. Af stað fór átakið #höfumhátt sem var í raun ekkert annað en bylting. Umræðan var komin af stað og hefur ekki aðeins náð háum hæðum á Íslandi heldur fór í haust af stað önnur bylgja á alþjóðavettvangi undir merkjum #metoo. Þar byrjuðu konur að fjalla um það kynbundna ofbeldi sem þær hafa upplifað. Milljónir kvenna um heim allan hafa tjáð sig og neita að þegja lengur, heilu fagstéttirnar hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem hefur verið ríkjandi á vinnustöðum. Þögnin hefur verið rofin. UN Women vinnur að því á heimsvísu að uppræta ofbeldi gegn konum. Helstu áherslur eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð, stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Á meðan ofbeldi viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að konur láti í sér heyra. Við eigum öll, bæði íslenskt samfélag sem og stjórnvöld, að styðja og hjálpa brotaþolum að ná fram réttlæti. Það má ekki gerast að þeir sem svívirða stúlkur og konur geti gengið um hvítþvegnir á meðan þolendur feta sig áfram í myrkrinu þar sem enginn heyrir í þeim né vill hlusta. Seinna í dag munum við fylkja okkur að baki þessum fjórum hugrökku ungu konum, þeim Önnu Katrínu, Höllu Ólöfu, Nínu Rún og Glódísi Töru. Þátttaka þeirra er táknræn fyrir raddir allra þeirra kvenna sem ekki fá hljómgrunn. Sterkar konur sem höfðu hátt og gáfust ekki upp. Þær eru kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár. Baráttunni er ekki lokið - en byltingin er hafin! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem farin verður í dag kl.17.00. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta eru hræðilegar tölur og sýna í hnotskurn þetta mein sem þrífst í öllum samfélögum. Því miður er enn langt í land í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hingað til hafa raddir þolenda oft á tíðum verið þaggaðar niður, bæði í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum. Síðastliðið sumar var okkur sýnt hvað samtakamátturinn getur gert. Fjórar ungar konur, þær Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir spiluðu aðalhlutverk í atburðarás sem leiddi til ríkisstjórnarslita á Íslandi. Þær neituðu að þegja lengur. Þær neituðu að samþykkja það að ofbeldismaður þeirra fengi uppreist æru. Þær fengu nóg af leyndarhyggju þar sem tekið er á ofbeldi gegn konum og börnum af léttúð og andvaraleysi. Af stað fór átakið #höfumhátt sem var í raun ekkert annað en bylting. Umræðan var komin af stað og hefur ekki aðeins náð háum hæðum á Íslandi heldur fór í haust af stað önnur bylgja á alþjóðavettvangi undir merkjum #metoo. Þar byrjuðu konur að fjalla um það kynbundna ofbeldi sem þær hafa upplifað. Milljónir kvenna um heim allan hafa tjáð sig og neita að þegja lengur, heilu fagstéttirnar hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem hefur verið ríkjandi á vinnustöðum. Þögnin hefur verið rofin. UN Women vinnur að því á heimsvísu að uppræta ofbeldi gegn konum. Helstu áherslur eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð, stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Á meðan ofbeldi viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að konur láti í sér heyra. Við eigum öll, bæði íslenskt samfélag sem og stjórnvöld, að styðja og hjálpa brotaþolum að ná fram réttlæti. Það má ekki gerast að þeir sem svívirða stúlkur og konur geti gengið um hvítþvegnir á meðan þolendur feta sig áfram í myrkrinu þar sem enginn heyrir í þeim né vill hlusta. Seinna í dag munum við fylkja okkur að baki þessum fjórum hugrökku ungu konum, þeim Önnu Katrínu, Höllu Ólöfu, Nínu Rún og Glódísi Töru. Þátttaka þeirra er táknræn fyrir raddir allra þeirra kvenna sem ekki fá hljómgrunn. Sterkar konur sem höfðu hátt og gáfust ekki upp. Þær eru kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár. Baráttunni er ekki lokið - en byltingin er hafin! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar