Unglingagengi halda Glæsibæ í heljargreipum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2017 11:45 Byrjað er að loka aðalrými Glæsibæjar fyrr á kvöldin. Vísir/Vilhelm Hópar ungmenna hafa síðustu misseri hrellt verslunareigendur í Glæsibæ og er nú svo komið að utanaðkomandi er meinaður aðgangur að aðalrými hússins eftir klukkan 19 á kvöldin. Samkvæmt heimildum Vísis hafa krakkarnir framið margvísleg spellvirki í húsinu; skemmt hurðir, dreift rusli, fært húsgögn og uppstillingar húsenda á milli og stolið úr verslunum. Þá hafi skilti verslunar verið brotið í síðustu viku og braki þess kastað um gólf Glæsibæjar. Í samtali við Vísi segir einn verslunarstjóri að aðkoman hafi þannig oft verið ógeðfelld þegar hann hefur mætt til vinnu á morgnanna. Vísir hefur í morgun hringt í verslunareigendur í húsinu sem staðfesta frásögn hans.Lögregla kölluð til Haft hefur verið samband við lögreglu og barnaverndaryfirvöld vegna framgöngu ungmennanna og að sögn verslunareiganda var í sumar gripið til aðgerða til að sporna við ástandinu. Hægt hefur verið um árabil að ganga inn í aðalrými Glæsibæjar í gegnum verslanir Iceland, áður 10/11, og Tokyo Sushi eftir opnunartíma annarra verslana. Samkvæmt heimildum Vísis fengu forráðamenn þessara fyrirtækja fyrirmæli um að þeir skyldu loka inn í aðalrýmið eftir klukkan 19 á kvöldin. Það hafi ekki síst verið fyrir tilstuðlan annarra langþreyttra verslunareigenda í húsinu.Salernismálin ástæða lokunar Jón Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Eikar rekstrarfélags sem á og rekur Glæsibæ, segir þessar nýtilkomnu lokanir ekki vera vegna hegðunar ungmennanna. Aðalrýmið hafi fram til þessa verið opið á kvöldin til að viðskiptavinir veitingarstaðarins Tokyo Sushi kæmust á salernið sem þar má finna. Eftir stækkun staðarins hafi ekki lengur verið talin þörf á því að hafa rýmið opið þar sem búið sé að setja upp salerni inni á staðnum. Rétt er í þessu samhengi að nefna að Tokyo Sushi opnaði aftur eftir stækkun í byrjun marsmánaðar. Jón segir það ekki nýja sögu, hvorki í þessu húsi né öðrum, að það kunni að vera áreiti af hinu og þessu. Á opnum, opinberum stöðum sé víða verið að kljást við vanda sem þennan. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Hópar ungmenna hafa síðustu misseri hrellt verslunareigendur í Glæsibæ og er nú svo komið að utanaðkomandi er meinaður aðgangur að aðalrými hússins eftir klukkan 19 á kvöldin. Samkvæmt heimildum Vísis hafa krakkarnir framið margvísleg spellvirki í húsinu; skemmt hurðir, dreift rusli, fært húsgögn og uppstillingar húsenda á milli og stolið úr verslunum. Þá hafi skilti verslunar verið brotið í síðustu viku og braki þess kastað um gólf Glæsibæjar. Í samtali við Vísi segir einn verslunarstjóri að aðkoman hafi þannig oft verið ógeðfelld þegar hann hefur mætt til vinnu á morgnanna. Vísir hefur í morgun hringt í verslunareigendur í húsinu sem staðfesta frásögn hans.Lögregla kölluð til Haft hefur verið samband við lögreglu og barnaverndaryfirvöld vegna framgöngu ungmennanna og að sögn verslunareiganda var í sumar gripið til aðgerða til að sporna við ástandinu. Hægt hefur verið um árabil að ganga inn í aðalrými Glæsibæjar í gegnum verslanir Iceland, áður 10/11, og Tokyo Sushi eftir opnunartíma annarra verslana. Samkvæmt heimildum Vísis fengu forráðamenn þessara fyrirtækja fyrirmæli um að þeir skyldu loka inn í aðalrýmið eftir klukkan 19 á kvöldin. Það hafi ekki síst verið fyrir tilstuðlan annarra langþreyttra verslunareigenda í húsinu.Salernismálin ástæða lokunar Jón Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Eikar rekstrarfélags sem á og rekur Glæsibæ, segir þessar nýtilkomnu lokanir ekki vera vegna hegðunar ungmennanna. Aðalrýmið hafi fram til þessa verið opið á kvöldin til að viðskiptavinir veitingarstaðarins Tokyo Sushi kæmust á salernið sem þar má finna. Eftir stækkun staðarins hafi ekki lengur verið talin þörf á því að hafa rýmið opið þar sem búið sé að setja upp salerni inni á staðnum. Rétt er í þessu samhengi að nefna að Tokyo Sushi opnaði aftur eftir stækkun í byrjun marsmánaðar. Jón segir það ekki nýja sögu, hvorki í þessu húsi né öðrum, að það kunni að vera áreiti af hinu og þessu. Á opnum, opinberum stöðum sé víða verið að kljást við vanda sem þennan.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira