Strákarnir eru mun hamingjusamari Sæunn Gísladóttir skrifar 24. apríl 2017 07:00 Íslenskir strákar sem þreyttu PISA-prófið voru almennt ánægðari með lífið en stelpur. Vísir/HAG Íslenskir unglingar eru hamingjusamari en meðalunglingur, samkvæmt niðurstöðum PISA-rannsóknar Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD sem fór fram árið 2015. Strákar eru almennt ánægðari með lífið en stelpur og hvergi er meiri munur milli kynja á lífshamingju en á Íslandi. Árið 2015 var vellíðan þátttakenda í fyrsta sinn mæld í PISA-könnuninni sem 15 ára unglingar út um allan heim taka. Almennt eru nemendur tiltölulega ánægðir með líf sitt, stress vegna skólaverkefna og einelti dregur þó úr ánægju þeirra. Í öllum þátttökuríkjum mælast strákar ánægðari með lífið en stelpur. Tæplega 18 prósenta munur er á lífshamingju stráka og stelpna á Íslandi. Meðal útskýringa fyrir kynjamuninum er að mati OECD að á þessum aldri séu stelpur að færast úr því að vera börn í að verða fullorðnar og að sjálfsgagnrýni, meðal annars vegna útlits, geti verið mikil á þeim tíma.Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Mynd/AðsendGyða Margrét Pétursdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands, tekur undir þessa skýringu. „Þessar hugmyndir og skilaboð samfélagsins varðandi útlitið og annað fer að hafa áhrif á stúlkur á þessum aldri. Skilaboðin eru að þær séu ekki nógu góðar hvort sem það varðar útlit eða annað. Það er sérstakt rannsóknarefni hvers vegna hér mælist meiri munur en annars staðar. Við höfum haft þessa þekkingu, að stúlkum líður verr en drengjum, um nokkurt skeið en ég hef ekki séð þennan samanburð áður, það er mikilvægt að skoða þetta,“ segir hún. Þar sem Ísland mælist með minnsta kynjabil í heimi á flesta mælikvarða sem rannsakaðir eru segir Gyða að velta megi fyrir sér hvort við höfum ákveðnar væntingar um að samfélagið sé með ákveðnum hætti. En síðan sé upplifun okkar kannski ekki í takt við þær væntingar og það geti skapað meiri óánægju. Vísbendingar eru um að stelpur upplifi meira kvíða en strákar. Í öllum þátttökuríkjum greina stelpur frá meiri kvíða en strákar. Strákar eru að meðaltali 13 prósentum ólíklegri til að segjast vera stressaðir þegar þeir eru að læra en stelpur. Um 64 prósent stúlkna en 47 prósent stráka segjast kvíða prófum jafnvel þegar þau eru vel undirbúin, kynjamunurinn er sérstaklega áberandi á Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Íslenskir unglingar eru hamingjusamari en meðalunglingur, samkvæmt niðurstöðum PISA-rannsóknar Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD sem fór fram árið 2015. Strákar eru almennt ánægðari með lífið en stelpur og hvergi er meiri munur milli kynja á lífshamingju en á Íslandi. Árið 2015 var vellíðan þátttakenda í fyrsta sinn mæld í PISA-könnuninni sem 15 ára unglingar út um allan heim taka. Almennt eru nemendur tiltölulega ánægðir með líf sitt, stress vegna skólaverkefna og einelti dregur þó úr ánægju þeirra. Í öllum þátttökuríkjum mælast strákar ánægðari með lífið en stelpur. Tæplega 18 prósenta munur er á lífshamingju stráka og stelpna á Íslandi. Meðal útskýringa fyrir kynjamuninum er að mati OECD að á þessum aldri séu stelpur að færast úr því að vera börn í að verða fullorðnar og að sjálfsgagnrýni, meðal annars vegna útlits, geti verið mikil á þeim tíma.Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Mynd/AðsendGyða Margrét Pétursdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands, tekur undir þessa skýringu. „Þessar hugmyndir og skilaboð samfélagsins varðandi útlitið og annað fer að hafa áhrif á stúlkur á þessum aldri. Skilaboðin eru að þær séu ekki nógu góðar hvort sem það varðar útlit eða annað. Það er sérstakt rannsóknarefni hvers vegna hér mælist meiri munur en annars staðar. Við höfum haft þessa þekkingu, að stúlkum líður verr en drengjum, um nokkurt skeið en ég hef ekki séð þennan samanburð áður, það er mikilvægt að skoða þetta,“ segir hún. Þar sem Ísland mælist með minnsta kynjabil í heimi á flesta mælikvarða sem rannsakaðir eru segir Gyða að velta megi fyrir sér hvort við höfum ákveðnar væntingar um að samfélagið sé með ákveðnum hætti. En síðan sé upplifun okkar kannski ekki í takt við þær væntingar og það geti skapað meiri óánægju. Vísbendingar eru um að stelpur upplifi meira kvíða en strákar. Í öllum þátttökuríkjum greina stelpur frá meiri kvíða en strákar. Strákar eru að meðaltali 13 prósentum ólíklegri til að segjast vera stressaðir þegar þeir eru að læra en stelpur. Um 64 prósent stúlkna en 47 prósent stráka segjast kvíða prófum jafnvel þegar þau eru vel undirbúin, kynjamunurinn er sérstaklega áberandi á Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira