Franskir skátar sekir um glapræði og hugsunarleysi Gissur Sigurðsson skrifar 12. júlí 2017 15:23 Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir ólgandi Skaftá, sem engum dettur í hug að vaða nema frönskum skátum. Sigmaður þyrlunnar fór út til mannsins og studdi hann inn í vél. Var hann vel á sig kominn þrátt fyrir að vera illa klæddur. Búið var að hita rými þyrlunnar vel og var manninum gefinn heitur drykkur. Viðar Björgvinsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils á Klaustri segir að það hafi verið algert glapræði hjá erlendum skátum að reyna að vaða yfir Skaftá á þeim stað þar sem þeir reyndu það í gærkvöldi. Hann segir að björgunarmenn og skátarnir, hafi allir verið í hættu meðan á björgun þeirra stóð. „Algjört glapræði og hugsunarleysi. Ekki þess virði að drepa sig fyrir þetta,“ segir Viðar samtali við fréttastofu 365. Um var að ræða það að 10 franskir skátar á aldrinum 18 til 24 ára sem voru orðnir strandaglópar á hólma úti í miðri á. Var hlúð að þeim í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri eftir að þeir komust kaldir og hraktir í land. Viðar segir aðstæður hafa verið erfiðar. Björgunarsveitarmenn þurftu að vaða út í hólma til að bjarga skátunum hvar þeir voru strandaglópar úti í hólma. „Þau voru búin að fara þar yfir fyrr um daginn en það var búið að aukast það mikið í ánni þegar við komum. Þau komust ekki yfir. Þetta er mjög straumhörð á þarna. Og jökulköld. Þó það hafi verið 18 stiga hiti úti þá hafði það engin áhrif á ánna.“Viðari leist ekkert á það að þurfa að vaða út í Skaftá, það geri enginn, en björgunarsveitarmenn þurftu að láta sig hafa það til að bjarga frönsku skátunum.Aðspurður segir Viðar að ekki hafi verið um það að ræða að aka út í hólmann. „Nei, við urðum að labba þarna einhverja 5 til 6 hundruð metra yfir hraun að ánni. Við komum engum farartækjum að og það tók okkur nokkurn tíma að átta okkur á því hvar fólkið væri.“ Og Viðar segir að talsverð hætta hafi verð á ferðum. „Það fer enginn maður vaðandi yfir Skaftá, það er nú bara þannig og allra síst þarna þar sem hún er mjög straumhörð. Mér leist ekkert á að fara að vaða Skaftá.“ Einn skátinn var svo fjær hópnum og það var ekki hægt að vaða til hans. Hann var sóttur með fulltingi þyrlu frá Landhelgisgæslunni. „Já, það voru stórir álar sitthvoru megin við hann. Við gerðum tilraun til að vaða þangað en það var ekki fræðilegur möguleiki að komast að honum og það var bara þyrla eða jarðýta, sem kæmist þar að.“ Tengdar fréttir Erlendir skátar í háskaleik tengjast ekki alþjóðlegu skátamóti Í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta segir að skátarnir, sem ákváðu að vaða Skaftá, hafi verið varaðir við af landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Laka en virt þá viðvörun að vettugi. 12. júlí 2017 11:02 Þyrlan kölluð til vegna strandaglóps sem fór í Skaftá Tíu skátar komust í hann krappann í Skaftá í kvöld. Einn komst í sjálfheldu í hólma í ánni og þurfti að kalla til þyrlu Gæslunnar. 11. júlí 2017 23:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Viðar Björgvinsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils á Klaustri segir að það hafi verið algert glapræði hjá erlendum skátum að reyna að vaða yfir Skaftá á þeim stað þar sem þeir reyndu það í gærkvöldi. Hann segir að björgunarmenn og skátarnir, hafi allir verið í hættu meðan á björgun þeirra stóð. „Algjört glapræði og hugsunarleysi. Ekki þess virði að drepa sig fyrir þetta,“ segir Viðar samtali við fréttastofu 365. Um var að ræða það að 10 franskir skátar á aldrinum 18 til 24 ára sem voru orðnir strandaglópar á hólma úti í miðri á. Var hlúð að þeim í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri eftir að þeir komust kaldir og hraktir í land. Viðar segir aðstæður hafa verið erfiðar. Björgunarsveitarmenn þurftu að vaða út í hólma til að bjarga skátunum hvar þeir voru strandaglópar úti í hólma. „Þau voru búin að fara þar yfir fyrr um daginn en það var búið að aukast það mikið í ánni þegar við komum. Þau komust ekki yfir. Þetta er mjög straumhörð á þarna. Og jökulköld. Þó það hafi verið 18 stiga hiti úti þá hafði það engin áhrif á ánna.“Viðari leist ekkert á það að þurfa að vaða út í Skaftá, það geri enginn, en björgunarsveitarmenn þurftu að láta sig hafa það til að bjarga frönsku skátunum.Aðspurður segir Viðar að ekki hafi verið um það að ræða að aka út í hólmann. „Nei, við urðum að labba þarna einhverja 5 til 6 hundruð metra yfir hraun að ánni. Við komum engum farartækjum að og það tók okkur nokkurn tíma að átta okkur á því hvar fólkið væri.“ Og Viðar segir að talsverð hætta hafi verð á ferðum. „Það fer enginn maður vaðandi yfir Skaftá, það er nú bara þannig og allra síst þarna þar sem hún er mjög straumhörð. Mér leist ekkert á að fara að vaða Skaftá.“ Einn skátinn var svo fjær hópnum og það var ekki hægt að vaða til hans. Hann var sóttur með fulltingi þyrlu frá Landhelgisgæslunni. „Já, það voru stórir álar sitthvoru megin við hann. Við gerðum tilraun til að vaða þangað en það var ekki fræðilegur möguleiki að komast að honum og það var bara þyrla eða jarðýta, sem kæmist þar að.“
Tengdar fréttir Erlendir skátar í háskaleik tengjast ekki alþjóðlegu skátamóti Í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta segir að skátarnir, sem ákváðu að vaða Skaftá, hafi verið varaðir við af landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Laka en virt þá viðvörun að vettugi. 12. júlí 2017 11:02 Þyrlan kölluð til vegna strandaglóps sem fór í Skaftá Tíu skátar komust í hann krappann í Skaftá í kvöld. Einn komst í sjálfheldu í hólma í ánni og þurfti að kalla til þyrlu Gæslunnar. 11. júlí 2017 23:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Erlendir skátar í háskaleik tengjast ekki alþjóðlegu skátamóti Í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta segir að skátarnir, sem ákváðu að vaða Skaftá, hafi verið varaðir við af landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Laka en virt þá viðvörun að vettugi. 12. júlí 2017 11:02
Þyrlan kölluð til vegna strandaglóps sem fór í Skaftá Tíu skátar komust í hann krappann í Skaftá í kvöld. Einn komst í sjálfheldu í hólma í ánni og þurfti að kalla til þyrlu Gæslunnar. 11. júlí 2017 23:14