Konur faldar í landbúnaði Elín Albertsdóttir skrifar 30. maí 2017 20:00 Heiða Guðný bóndi hefur mikinn áhuga á vélum og tækjum. MYND/STEFÁN Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, vakti mikla athygli þegar bók um hana kom út fyrir jólin. Í bókinni kemur fram að Heiða er alin upp á traktor, bremsulausum Massey Ferguson, og hefur áhuga á vélum. Heiða segist alltaf hafa haft áhuga á vinnuvélum. „Þær eru hluti af búskapnum. Mér hefur alltaf þótt gaman að öllum vélum. Mest vinn ég á traktornum og svo er ég með heyvinnslutæki. Einnig nota ég fjórhjólið mjög mikið. Ég er ágætlega flink að vinna á þessum tækjum en ég er vonlaus ef eitthvað bilar. Þá verð ég að fá viðgerðarmann,“ segir hún í samtali við Vörubíla- og Vinnuvélablað Fréttablaðsins. Það er búið að vera mikið að gera undanfarið hjá Heiðu í sauðburði. „Ég hef sömuleiðis verið að keyra hey inn í hús meðfram því að fara með féð út á tún. Einnig hef ég verið að bera á túnin svo það er alltaf nóg að gera. Landbúnaðartæki eru dýr og traktorinn minn er orðinn tíu ára. Ég legg mikla áherslu á að fara vel með tækin og geyma þau innanhúss yfir veturinn. Maður er ekki að fjárfesta mikið í nýjum tækjum. Síðasta tæki sem ég keypti var notuð rakstrarvél, hún rakar heyið áður en það fer í rúllur,“ segir hún.Traktor er vinnustaðurinn Í bókinni segir Heiða svo frá. „Ég er á Valtra A 95 árgerð 2007. Gráni minn er góðæristraktor eins og árgerðin segir, einn af mörgum í sveitum landsins. Hann er aðaltraktorinn og notaður í allt nema að snúa heyinu […] í það nota ég hinn traktorinn minn, Massey Ferguson 165 árgerð 1974. Hann gegnir nafninu Grímur og er sá eini sem eftir er af gömlu traktorunum síðan ég var krakki. Hinir voru seldir […] þann síðasta lét ég fyrir gagngera andlitslyftingu á Grími sem var orðinn mjög illa farinn. Ég hugsaði vel um Grím gamla. Hann er oftast hreinn og bónaður og í ágætu lagi en þetta er auðvitað orðinn gamall traktor og mikið keyrður. Það er lykilatriði að hann sé snyrtilegur, þetta er vinnustaður minn klukkustundum og sólarhringum saman. Þetta er svona harlem-traktor, ódýr og einföld týpa, hastur og laus við allan lúxus en jafnframt traustur, gangviss og viðhaldslítill. Þessi dugar og virkar og það er þá bara gott, en ég vildi alveg eiga þægilegri og fullkomnari traktor. Til dæmis nýjan og stærri Valtra. Eða bara eitthvert gangvisst og bilanalítið tæki með vökvavendigír. Stiglaus skipting væri toppurinn, fjaðrandi framhásing og loftpúðasæti. Það væri gott fyrir mjög bráðlega miðaldra konu. Hljómtæki með usb-tengi og aðeins betra hundapláss fyrir minn kæra Fífil væri svo góður bónus.“Sauðburði að ljúka Heiða segist oft setja saman vísur undir stýri á traktornum sem hún fer svo með á hagyrðingamótum en hún er snjall hagyrðingur. Undanfarið hefur ekki verið mikill tími til að semja þar sem sauðburður hefur staðið yfir allan sólarhringinn. „Þetta hefur verið mikil vinna. Það eru fædd eitthvað á áttunda hundrað lömb. Vinkona mín hefur verið mér til aðstoðar en sauðburður er ákaflega skemmtilegur. Núna er honum að ljúka en næg störf eru fram undan,“ segir Heiða sem hefur fengið mikil og góð viðbrögð við bók sinni og Steinunnar Sigurðardóttur. „Ég vinn við fósturtalningu á sauðfé og ferðast um landið. Mjög margir hafa beðið mig að árita bókina og ræða efni hennar við mig. Konur eru faldar í landbúnaði og það þykir sérstakt að ég sé ein í búskap. Yfirleitt eru tveir á bak við eitt bú, kona og maður. Það er alltaf karlinn sem kemur fram fyrir hönd búsins. Konurnar vinna samt gríðarlega mikið.“ Þegar Heiða er spurð hvaða tæki hún ætli að fjárfesta í næst, svarar hún: „Mig vantar tæki sem kallast liðléttingur. Það er lítið fjölnota tæki til að moka og grafa. Ég er alltaf að skoða þannig tæki en þau eru dýr,“ segir hún. „Draumatækið væri hins vegar nýr og flottur traktor sem ég mun sennilega aldrei hafa efni á.“ Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, vakti mikla athygli þegar bók um hana kom út fyrir jólin. Í bókinni kemur fram að Heiða er alin upp á traktor, bremsulausum Massey Ferguson, og hefur áhuga á vélum. Heiða segist alltaf hafa haft áhuga á vinnuvélum. „Þær eru hluti af búskapnum. Mér hefur alltaf þótt gaman að öllum vélum. Mest vinn ég á traktornum og svo er ég með heyvinnslutæki. Einnig nota ég fjórhjólið mjög mikið. Ég er ágætlega flink að vinna á þessum tækjum en ég er vonlaus ef eitthvað bilar. Þá verð ég að fá viðgerðarmann,“ segir hún í samtali við Vörubíla- og Vinnuvélablað Fréttablaðsins. Það er búið að vera mikið að gera undanfarið hjá Heiðu í sauðburði. „Ég hef sömuleiðis verið að keyra hey inn í hús meðfram því að fara með féð út á tún. Einnig hef ég verið að bera á túnin svo það er alltaf nóg að gera. Landbúnaðartæki eru dýr og traktorinn minn er orðinn tíu ára. Ég legg mikla áherslu á að fara vel með tækin og geyma þau innanhúss yfir veturinn. Maður er ekki að fjárfesta mikið í nýjum tækjum. Síðasta tæki sem ég keypti var notuð rakstrarvél, hún rakar heyið áður en það fer í rúllur,“ segir hún.Traktor er vinnustaðurinn Í bókinni segir Heiða svo frá. „Ég er á Valtra A 95 árgerð 2007. Gráni minn er góðæristraktor eins og árgerðin segir, einn af mörgum í sveitum landsins. Hann er aðaltraktorinn og notaður í allt nema að snúa heyinu […] í það nota ég hinn traktorinn minn, Massey Ferguson 165 árgerð 1974. Hann gegnir nafninu Grímur og er sá eini sem eftir er af gömlu traktorunum síðan ég var krakki. Hinir voru seldir […] þann síðasta lét ég fyrir gagngera andlitslyftingu á Grími sem var orðinn mjög illa farinn. Ég hugsaði vel um Grím gamla. Hann er oftast hreinn og bónaður og í ágætu lagi en þetta er auðvitað orðinn gamall traktor og mikið keyrður. Það er lykilatriði að hann sé snyrtilegur, þetta er vinnustaður minn klukkustundum og sólarhringum saman. Þetta er svona harlem-traktor, ódýr og einföld týpa, hastur og laus við allan lúxus en jafnframt traustur, gangviss og viðhaldslítill. Þessi dugar og virkar og það er þá bara gott, en ég vildi alveg eiga þægilegri og fullkomnari traktor. Til dæmis nýjan og stærri Valtra. Eða bara eitthvert gangvisst og bilanalítið tæki með vökvavendigír. Stiglaus skipting væri toppurinn, fjaðrandi framhásing og loftpúðasæti. Það væri gott fyrir mjög bráðlega miðaldra konu. Hljómtæki með usb-tengi og aðeins betra hundapláss fyrir minn kæra Fífil væri svo góður bónus.“Sauðburði að ljúka Heiða segist oft setja saman vísur undir stýri á traktornum sem hún fer svo með á hagyrðingamótum en hún er snjall hagyrðingur. Undanfarið hefur ekki verið mikill tími til að semja þar sem sauðburður hefur staðið yfir allan sólarhringinn. „Þetta hefur verið mikil vinna. Það eru fædd eitthvað á áttunda hundrað lömb. Vinkona mín hefur verið mér til aðstoðar en sauðburður er ákaflega skemmtilegur. Núna er honum að ljúka en næg störf eru fram undan,“ segir Heiða sem hefur fengið mikil og góð viðbrögð við bók sinni og Steinunnar Sigurðardóttur. „Ég vinn við fósturtalningu á sauðfé og ferðast um landið. Mjög margir hafa beðið mig að árita bókina og ræða efni hennar við mig. Konur eru faldar í landbúnaði og það þykir sérstakt að ég sé ein í búskap. Yfirleitt eru tveir á bak við eitt bú, kona og maður. Það er alltaf karlinn sem kemur fram fyrir hönd búsins. Konurnar vinna samt gríðarlega mikið.“ Þegar Heiða er spurð hvaða tæki hún ætli að fjárfesta í næst, svarar hún: „Mig vantar tæki sem kallast liðléttingur. Það er lítið fjölnota tæki til að moka og grafa. Ég er alltaf að skoða þannig tæki en þau eru dýr,“ segir hún. „Draumatækið væri hins vegar nýr og flottur traktor sem ég mun sennilega aldrei hafa efni á.“
Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira