Var ekki tilbúin að stimpla sig út strax Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2017 09:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur búið og starfað í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár en flytur til Varsjár í ágúst. Vísir/Andri Marinó „Þetta leggst vel í mig þetta er spennandi þetta verður ekki auðvelt, en það er eins og það er,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í gær með formlegum hætti skipan hennar sem næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá. Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg Sólrún til starfa undir lok vikunnar. Hún er fyrst Íslendinga til að vera skipuð í þessa stöðu. Hún fer í dag til Varsjár og mun dvelja þar í viku til að taka stöðuna. „Ég geri svo ekki ráð fyrir því að ég fari alfarið fyrr en í lok ágúst,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún hefur verið í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár þar sem hún hefur sinnt stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl. Þar áður var hún búsett í Kabúl í Afganistan í tvö ár þar sem hún sinnti starfi yfirmanns UN Women í Afganistan. Ingibjörg Sólrún hélt utan eftir langan feril í stjórnmálum, hún var síðast utanríkisráðherra frá 2007 til ársins 2009 og jafnframt formaður Samfylkingarinnar frá 2005 til 2009. „Ég var ekki alveg tilbúin að stimpla mig út þannig að ég var svo sem aðeins á útkikki að sjá hvar væri mögulega hægt að bera niður. Þessa staða kom þannig til að það var utanríkisráðuneytið sem hafði samband við mig og vissi að það væri verið að leita að fólki í þetta og taldi að ég hefði þann bakgrunn og reynslu sem myndi koma sterklega til álita þegar farið væri að ráða í stöðuna. Ég ákvað að láta til leiðast,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún atti kappi við frambjóðendur frá Svíþjóð og Serbíu. Skipun hennar er hluti skipunar í fjórar æðstu stöður ÖSE, þar með talið í framkvæmdastjórastöðu stofnunarinnar en samkomulag náðist á óformlegum utanríkisráðherrafundi ÖSE í síðustu viku. Samstöðu 57 aðildarríkja ÖSE þurfti til að hljóta stöðuna. „Þetta er búið að vera langt ferli. Þetta er búið að vera líklega frá því í mars. Þetta eru auðvitað 57 aðildarríki sem þurfa að koma sér saman um fjórar stöður sem voru undir og það þurfti að horfa til ýmissa þátta,“ segir Ingibjörg Sólrún. ODIHR er stærsta undirstofnun ÖSE með um 150 manna starfslið en á meðal helstu verkefna hennar er kosningaeftirlit í aðildarríkjum ÖSE, úttektir á lagasetningu, verkefni og þjálfun á sviði mannréttinda, jafnréttis, lýðræðislegra stjórnarhátta og baráttunnar gegn hatursglæpum. „ODIHR stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og er eitt mikilvægasta tækið sem ríki Evrópu, Mið-Asíu og Norður-Ameríku eiga til þess. Það sem flestir þekkja stofnunina fyrir er kosningaeftirlitið. Á síðasta ári fór stofnunin fimmtán sinnum í kosningaeftirlit hjá aðildarríki. Það er verið að aðstoða aðildarríki við að þróa lýðræðislega stjórnarhætti almennt,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Síðan er annað mál sem er sífellt meira á döfinni sem er hatursorðræða og hatursglæpir gegn ýmsum hópum sem þessi stofnun er að vinna gegn með aðildarríkjunum. Hatursorðræða hefur aukist með auknum fjölda innflytjenda og flóttamanna og uppgangi öfgahægristefnu. Þetta er málaflokkur sem mun sjálfsagt vera mikið á mínu borði,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 11. júlí 2017 16:54 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig þetta er spennandi þetta verður ekki auðvelt, en það er eins og það er,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í gær með formlegum hætti skipan hennar sem næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá. Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg Sólrún til starfa undir lok vikunnar. Hún er fyrst Íslendinga til að vera skipuð í þessa stöðu. Hún fer í dag til Varsjár og mun dvelja þar í viku til að taka stöðuna. „Ég geri svo ekki ráð fyrir því að ég fari alfarið fyrr en í lok ágúst,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún hefur verið í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár þar sem hún hefur sinnt stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl. Þar áður var hún búsett í Kabúl í Afganistan í tvö ár þar sem hún sinnti starfi yfirmanns UN Women í Afganistan. Ingibjörg Sólrún hélt utan eftir langan feril í stjórnmálum, hún var síðast utanríkisráðherra frá 2007 til ársins 2009 og jafnframt formaður Samfylkingarinnar frá 2005 til 2009. „Ég var ekki alveg tilbúin að stimpla mig út þannig að ég var svo sem aðeins á útkikki að sjá hvar væri mögulega hægt að bera niður. Þessa staða kom þannig til að það var utanríkisráðuneytið sem hafði samband við mig og vissi að það væri verið að leita að fólki í þetta og taldi að ég hefði þann bakgrunn og reynslu sem myndi koma sterklega til álita þegar farið væri að ráða í stöðuna. Ég ákvað að láta til leiðast,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún atti kappi við frambjóðendur frá Svíþjóð og Serbíu. Skipun hennar er hluti skipunar í fjórar æðstu stöður ÖSE, þar með talið í framkvæmdastjórastöðu stofnunarinnar en samkomulag náðist á óformlegum utanríkisráðherrafundi ÖSE í síðustu viku. Samstöðu 57 aðildarríkja ÖSE þurfti til að hljóta stöðuna. „Þetta er búið að vera langt ferli. Þetta er búið að vera líklega frá því í mars. Þetta eru auðvitað 57 aðildarríki sem þurfa að koma sér saman um fjórar stöður sem voru undir og það þurfti að horfa til ýmissa þátta,“ segir Ingibjörg Sólrún. ODIHR er stærsta undirstofnun ÖSE með um 150 manna starfslið en á meðal helstu verkefna hennar er kosningaeftirlit í aðildarríkjum ÖSE, úttektir á lagasetningu, verkefni og þjálfun á sviði mannréttinda, jafnréttis, lýðræðislegra stjórnarhátta og baráttunnar gegn hatursglæpum. „ODIHR stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og er eitt mikilvægasta tækið sem ríki Evrópu, Mið-Asíu og Norður-Ameríku eiga til þess. Það sem flestir þekkja stofnunina fyrir er kosningaeftirlitið. Á síðasta ári fór stofnunin fimmtán sinnum í kosningaeftirlit hjá aðildarríki. Það er verið að aðstoða aðildarríki við að þróa lýðræðislega stjórnarhætti almennt,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Síðan er annað mál sem er sífellt meira á döfinni sem er hatursorðræða og hatursglæpir gegn ýmsum hópum sem þessi stofnun er að vinna gegn með aðildarríkjunum. Hatursorðræða hefur aukist með auknum fjölda innflytjenda og flóttamanna og uppgangi öfgahægristefnu. Þetta er málaflokkur sem mun sjálfsagt vera mikið á mínu borði,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 11. júlí 2017 16:54 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 11. júlí 2017 16:54
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent