Leikskólabörnum af erlendum uppruna fjölgað um 22% Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. júlí 2017 09:00 Alls eru um 6.600 börn í leikskólum í Reykjavík. Rúmlega fimmtungur þeirra er af erlendum uppruna og hefur þeim fjölgað töluvert á undanförnum árum. Á leikskólanum Ösp í Breiðholti er hlutfallið um 80 prósent. Vísir/Vilhelm Erlendum leikskólanemendum í Reykjavík fjölgaði um rúm 22 prósent á árunum 2011 til ársins 2016. Hinn 1. október árið 2011 voru þeir 1.072 en þeir voru orðnir 1.313 í október síðastliðnum. Voru þeir þá tæplega 20 prósent af heildarfjölda leikskólabarna í Reykjavík. Á leikskólanum Ösp í Breiðholti er hlutfall erlendra leikskólanemenda um 80 prósent. Sólveig Þórarinsdóttir, starfandi leikskólastjóri á Ösp, segir þessa þróun vera mjög hraða. „Reykjavíkurborg hefur sýnt stuðning en það má alltaf bæta í,“ segir Sólveig. Til að mynda fái leikskólinn peninga frá Reykjavíkurborg fyrir túlkaþjónustu. Það sé hins vegar mikil áskorun að takast á við það hve hratt fjöldi erlendra nemenda vex. „Það er að koma fullt af flóttafólki og það getur verið erfitt að vinna hlutina hratt,“ segir hún. Sólveig segir að Reykjavíkurborg láti leikskólann hafa peninga fyrir túlkaþjónustu en ekki hafi þótt ástæða til að ráða túlk í fullt starf. „Þetta eru næstum 60 tungumál sem eru töluð og hvaða túlk á ég þá að taka,“ segir Sólveig. Hins vegar sé túlkur viðstaddur foreldraviðtöl og einnig sé reynt að ráða starfsfólk sem talar helstu tungumál. „Við erum til dæmis með pólskan starfsmann og það hjálpar ótrúlega mikið,“ segir Sólveig. Hún segir líka reynt að hafa skilaboð sem mest á myndrænu formi. „Við erum með matseðilinn myndrænan því þá er auðveldara að skilja hann og þá er fyrir neðan texti á íslensku og ensku,“ segir Sólveig. Á leikskólanum Miðborg eru 120 börn og er rúmur helmingur barnanna af erlendum uppruna og yfir 20 tungumál töluð. Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri tekur undir það að leikskólinn fái ágætan stuðning við að þjónusta börnin. „Auðvitað vilja allir fá meira,“ segir Kristín en segist jafnframt vera mjög sátt við að fá túlkaþjónustu, skólanum að kostnaðarlausu. „Það er mjög mikilvægt vegna þess að þú gætir ímyndað þér ef þú ættir barn á leikskóla í Póllandi hvernig það væri fyrir þig að vera í umhverfi sem þú skilur ekki neitt,“ segir Kristín. Hún segist nýta þann mannauð sem hún hefur eins og hægt er hverju sinni. „Það er starfandi pólskur grunnskólakennari og leikskólakennari frá Litháen,“ segir Kristín. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Erlendum leikskólanemendum í Reykjavík fjölgaði um rúm 22 prósent á árunum 2011 til ársins 2016. Hinn 1. október árið 2011 voru þeir 1.072 en þeir voru orðnir 1.313 í október síðastliðnum. Voru þeir þá tæplega 20 prósent af heildarfjölda leikskólabarna í Reykjavík. Á leikskólanum Ösp í Breiðholti er hlutfall erlendra leikskólanemenda um 80 prósent. Sólveig Þórarinsdóttir, starfandi leikskólastjóri á Ösp, segir þessa þróun vera mjög hraða. „Reykjavíkurborg hefur sýnt stuðning en það má alltaf bæta í,“ segir Sólveig. Til að mynda fái leikskólinn peninga frá Reykjavíkurborg fyrir túlkaþjónustu. Það sé hins vegar mikil áskorun að takast á við það hve hratt fjöldi erlendra nemenda vex. „Það er að koma fullt af flóttafólki og það getur verið erfitt að vinna hlutina hratt,“ segir hún. Sólveig segir að Reykjavíkurborg láti leikskólann hafa peninga fyrir túlkaþjónustu en ekki hafi þótt ástæða til að ráða túlk í fullt starf. „Þetta eru næstum 60 tungumál sem eru töluð og hvaða túlk á ég þá að taka,“ segir Sólveig. Hins vegar sé túlkur viðstaddur foreldraviðtöl og einnig sé reynt að ráða starfsfólk sem talar helstu tungumál. „Við erum til dæmis með pólskan starfsmann og það hjálpar ótrúlega mikið,“ segir Sólveig. Hún segir líka reynt að hafa skilaboð sem mest á myndrænu formi. „Við erum með matseðilinn myndrænan því þá er auðveldara að skilja hann og þá er fyrir neðan texti á íslensku og ensku,“ segir Sólveig. Á leikskólanum Miðborg eru 120 börn og er rúmur helmingur barnanna af erlendum uppruna og yfir 20 tungumál töluð. Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri tekur undir það að leikskólinn fái ágætan stuðning við að þjónusta börnin. „Auðvitað vilja allir fá meira,“ segir Kristín en segist jafnframt vera mjög sátt við að fá túlkaþjónustu, skólanum að kostnaðarlausu. „Það er mjög mikilvægt vegna þess að þú gætir ímyndað þér ef þú ættir barn á leikskóla í Póllandi hvernig það væri fyrir þig að vera í umhverfi sem þú skilur ekki neitt,“ segir Kristín. Hún segist nýta þann mannauð sem hún hefur eins og hægt er hverju sinni. „Það er starfandi pólskur grunnskólakennari og leikskólakennari frá Litháen,“ segir Kristín.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent