Óttast bílastæðaskort við Keflavíkurflugvöll Sæunn Gísladóttir skrifar 7. júlí 2017 09:00 Útlit er fyrir að öll bílastæðin við Leifsstöð fyllist í sumar. Vísir/Pjetur Útlit er fyrir mikla umferð um Keflavíkurflugvöll næstu vikur og gætu hefðbundin stæði við Leifsstöð fyllst. Þetta segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er mikil notkun á bílastæðum og nýting á þeim. Það er alveg búist við því að þau muni fyllast í sumar, í júlí sérstaklega. En þá erum við að taka í notkun 750 stæði sem við höfum upp á að hlaupa ef þetta kemur upp. Það er mikil aukning, því stæðin eru um 2.000,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Hann segist vonast til þess að aukastæðin komi inn í áföngum. Verkinu á að ljúka 31. júlí. „Við stækkuðum um 350 stæði í fyrra og svo er þetta í raun grunnur undir 750 stæði í viðbót. Hægt verður að nota grunninn ef upp kemur svipuð staða og um páskana en þar verða svo lögð fullbúin stæði á næsta ári.“ Guðni segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um breytingar á gjaldskránni en gjöldin hækkuðu í fyrra. Í lok maí var tilkynnt um að í sumar gætu farþegar Icelandair, WOW og Primera innritað sig frá og með miðnætti í morgunflug. Staðan hafði þá verið þannig síðustu misseri að um 150 til 200 farþegar dvöldu að jafnaði í flugstöðinni á nóttunni á meðan þeir biðu eftir að geta innritað sig í morgunflug. Talið var að þessi farþegafjöldi gæti farið allt upp í 300 til 400 í sumar. Guðni segir að um 200 til 400 manns nýti sér þessa þjónustu daglega. „Þeir sem nýta sér þetta mest eru þeir sem hafa verið að koma á miðnætti og sofa í einum hluta af salnum áður. Það munar miklu upp á ásýnd og pláss í innritunarsalnum að þessir farþegar fari þá inn á svæði og séu ekki í svefnpokum upp um alla veggi. Þetta hefur gefist vel,“ segir Guðni. Hann segir að á álagstímum hafi gengið vel að raða inn, sá heildartími sem það taki farþega að komast í gegn sé góður og öryggisleitin hafi gengið mjög hratt. „Við vonum að þetta muni halda svona áfram í sumar, júlí og ágúst eru stærri en júní en við vonum að þetta muni ganga.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Útlit er fyrir mikla umferð um Keflavíkurflugvöll næstu vikur og gætu hefðbundin stæði við Leifsstöð fyllst. Þetta segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er mikil notkun á bílastæðum og nýting á þeim. Það er alveg búist við því að þau muni fyllast í sumar, í júlí sérstaklega. En þá erum við að taka í notkun 750 stæði sem við höfum upp á að hlaupa ef þetta kemur upp. Það er mikil aukning, því stæðin eru um 2.000,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Hann segist vonast til þess að aukastæðin komi inn í áföngum. Verkinu á að ljúka 31. júlí. „Við stækkuðum um 350 stæði í fyrra og svo er þetta í raun grunnur undir 750 stæði í viðbót. Hægt verður að nota grunninn ef upp kemur svipuð staða og um páskana en þar verða svo lögð fullbúin stæði á næsta ári.“ Guðni segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um breytingar á gjaldskránni en gjöldin hækkuðu í fyrra. Í lok maí var tilkynnt um að í sumar gætu farþegar Icelandair, WOW og Primera innritað sig frá og með miðnætti í morgunflug. Staðan hafði þá verið þannig síðustu misseri að um 150 til 200 farþegar dvöldu að jafnaði í flugstöðinni á nóttunni á meðan þeir biðu eftir að geta innritað sig í morgunflug. Talið var að þessi farþegafjöldi gæti farið allt upp í 300 til 400 í sumar. Guðni segir að um 200 til 400 manns nýti sér þessa þjónustu daglega. „Þeir sem nýta sér þetta mest eru þeir sem hafa verið að koma á miðnætti og sofa í einum hluta af salnum áður. Það munar miklu upp á ásýnd og pláss í innritunarsalnum að þessir farþegar fari þá inn á svæði og séu ekki í svefnpokum upp um alla veggi. Þetta hefur gefist vel,“ segir Guðni. Hann segir að á álagstímum hafi gengið vel að raða inn, sá heildartími sem það taki farþega að komast í gegn sé góður og öryggisleitin hafi gengið mjög hratt. „Við vonum að þetta muni halda svona áfram í sumar, júlí og ágúst eru stærri en júní en við vonum að þetta muni ganga.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira