Rudolph: Fæ að heyra það ef ég skila ekki fantasy-stigum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 14:30 Kyle Rudolph fann sig vel í Kórnum. Hinn magnaði innherji Minnesota Vikings, Kyle Rudolph, segir það ekki alltaf vera auðvelt að ganga um götur Minneapolis ef hann skilar ekki fantasy-stigum fyrir aðdáendur sína. Flestir sem fylgjast með NFL-deildinni spila Fantasy football sem er draumaliðsleikur. Þú velur leikmenn í lið og þeir fá stig fyrir að standa sig vel. „Það er miklu skemmtilegra fyrir mig er ég skila stórum fantasy-tölum en mitt starf snýst samt um meira,“ segir Rudolph í viðtali við Vísi í Kórnum en hann var þar að hjálpa til á æfingu hjá Einherjum fyrr í vikunni. Þessi afar geðþekki drengur virtist njóta þess í botn og var hvers manns hugljúfi. Þessi sjarmi dugar honum samt skammt ef hann skilar lélegum fantasy-tölum. „Þá fæ ég að heyra það. Ég er kannski að labba í bænum eða úti að borða og fólk er í fýlu af því það fékk ekki nógu mörg fantasy-stig frá mér. Það er alltaf fyndið og maður reynir að hlæja að þessu,“ segir Rudolph léttur. „Fantasy-leikirnir eru risastórir í Bandaríkjunum. Fólk hefur ekki lengur eins mikinn metnað fyrir liðunum og er farið að halda með leikmönnum út af þessu í staðinn fyrir að halda með liðum í deildinni.“ Rudolph spilaði mjög vel síðasta vetur. Greip 83 bolta fyrir 840 jördum og skoraði 7 snertimörk. Árið áður greip hann 49 bolta fyrir 495 jördum og 5 snertimörkum. Mikil bæting milli ára en við hverju má búast í vetur. „Vonandi stórum hlutum eins og í fyrra. Starf okkar innherja er að blokka og tækla ásamt því að grípa boltann og skora. Það er mikilvægt að gera báða hluti vel.“ NFL Tengdar fréttir Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30 Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00 Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Hinn magnaði innherji Minnesota Vikings, Kyle Rudolph, segir það ekki alltaf vera auðvelt að ganga um götur Minneapolis ef hann skilar ekki fantasy-stigum fyrir aðdáendur sína. Flestir sem fylgjast með NFL-deildinni spila Fantasy football sem er draumaliðsleikur. Þú velur leikmenn í lið og þeir fá stig fyrir að standa sig vel. „Það er miklu skemmtilegra fyrir mig er ég skila stórum fantasy-tölum en mitt starf snýst samt um meira,“ segir Rudolph í viðtali við Vísi í Kórnum en hann var þar að hjálpa til á æfingu hjá Einherjum fyrr í vikunni. Þessi afar geðþekki drengur virtist njóta þess í botn og var hvers manns hugljúfi. Þessi sjarmi dugar honum samt skammt ef hann skilar lélegum fantasy-tölum. „Þá fæ ég að heyra það. Ég er kannski að labba í bænum eða úti að borða og fólk er í fýlu af því það fékk ekki nógu mörg fantasy-stig frá mér. Það er alltaf fyndið og maður reynir að hlæja að þessu,“ segir Rudolph léttur. „Fantasy-leikirnir eru risastórir í Bandaríkjunum. Fólk hefur ekki lengur eins mikinn metnað fyrir liðunum og er farið að halda með leikmönnum út af þessu í staðinn fyrir að halda með liðum í deildinni.“ Rudolph spilaði mjög vel síðasta vetur. Greip 83 bolta fyrir 840 jördum og skoraði 7 snertimörk. Árið áður greip hann 49 bolta fyrir 495 jördum og 5 snertimörkum. Mikil bæting milli ára en við hverju má búast í vetur. „Vonandi stórum hlutum eins og í fyrra. Starf okkar innherja er að blokka og tækla ásamt því að grípa boltann og skora. Það er mikilvægt að gera báða hluti vel.“
NFL Tengdar fréttir Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30 Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00 Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30
Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00
Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00