Oft meiri húmor og litagleði í bandarískri hönnun Guðný Hrönn skrifar 10. maí 2017 12:30 Elín Bríta er eigandi vefverslunarinnar LAUUF.com. Vísir/Anton Brink Vöruhönnuðurinn Elín Bríta Sigvaldadóttir heillaðist af bandarískri hönnun þegar hún bjó í New York á sínum tíma. Þegar hún flutti svo til baka til Íslands ákvað hún að opna vefverslun og kynna landsmenn fyrir nýrri og ferskri hönnun. Í New York opnaðist fyrir mér nýr heimur af ungum og upprennandi bandarískum hönnuðum og listamönnum. Ég rakst á svo margar skemmtilegar og heillandi vörur að ég ákvað að slá til og opna vefverslun þegar ég flutti heim aftur. En að mínu mati hefur vantað aðeins í flóruna hér heima, þar sem langflestar verslanir virðast einblína á skandinavískar og evrópskar vörur,“ segir Elín Bríta, eigandi vefverslunarinnar LAUUF. „Flestar þær vörur sem ég býð upp á eru frá Brooklyn, en þar er mjög mikið af litlum stúdíóum sem hafa poppað upp síðustu ár. Stúdíóin sem ég hef valið inn í verslunina vinna oft mjög staðbundið og nýta sér fyrirtæki og tækni á því svæði þar sem þau eru staðsett,“ útskýrir Elín. Vildi auka í flóruna„Með því að opna LAUUF vildi ég auka í þá flóru hönnunarvöru sem er í boði hér á landi og opna huga landsmanna fyrir hönnun frá Bandaríkjunum, en hingað til hefur sáralítið verið í boði þaðan. Einnig þykir mér gaman hvað það kemur fólki oft á óvart hvað þessi nýja kynslóð af bandarískum hönnuðum er í rauninni að gera skemmtilega hluti.“ Spurð út í hver sé helsti munurinn á bandarískri og skandinavískri hönnun að hennar mati segir Elín: „Ég hef ég tekið eftir meiri litagleði og húmor hjá bandarískum hönnuðum og hvað þeir eru duglegir að halda í þetta hráa og „industrial“ og leyfa efniviðnum frekar að njóta sín eins og hann er.“ Aðspurð hvernig reksturinn fari af stað segir Elín hlutina ganga ágætlega fyrir sig.„Allt hefur gengið nokkuð vel hingað til, en það sem hefur kannski verið erfiðast að kyngja er hvað sendingarkostnaðurinn frá Bandaríkjunum er himinhár. Meðan ég var búsett í New York fannst mér afar mikilvægt að nýta tímann til þess að hitta fólkið bak við þau vörumerki sem ég valdi að selja í versluninni. Að opna vefverslun felur í sér ótrúlega mikil og náin samskipti við birgjana, sem mér hefur fundist mjög skemmtilegt og gefandi.“ Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Elín Bríta Sigvaldadóttir heillaðist af bandarískri hönnun þegar hún bjó í New York á sínum tíma. Þegar hún flutti svo til baka til Íslands ákvað hún að opna vefverslun og kynna landsmenn fyrir nýrri og ferskri hönnun. Í New York opnaðist fyrir mér nýr heimur af ungum og upprennandi bandarískum hönnuðum og listamönnum. Ég rakst á svo margar skemmtilegar og heillandi vörur að ég ákvað að slá til og opna vefverslun þegar ég flutti heim aftur. En að mínu mati hefur vantað aðeins í flóruna hér heima, þar sem langflestar verslanir virðast einblína á skandinavískar og evrópskar vörur,“ segir Elín Bríta, eigandi vefverslunarinnar LAUUF. „Flestar þær vörur sem ég býð upp á eru frá Brooklyn, en þar er mjög mikið af litlum stúdíóum sem hafa poppað upp síðustu ár. Stúdíóin sem ég hef valið inn í verslunina vinna oft mjög staðbundið og nýta sér fyrirtæki og tækni á því svæði þar sem þau eru staðsett,“ útskýrir Elín. Vildi auka í flóruna„Með því að opna LAUUF vildi ég auka í þá flóru hönnunarvöru sem er í boði hér á landi og opna huga landsmanna fyrir hönnun frá Bandaríkjunum, en hingað til hefur sáralítið verið í boði þaðan. Einnig þykir mér gaman hvað það kemur fólki oft á óvart hvað þessi nýja kynslóð af bandarískum hönnuðum er í rauninni að gera skemmtilega hluti.“ Spurð út í hver sé helsti munurinn á bandarískri og skandinavískri hönnun að hennar mati segir Elín: „Ég hef ég tekið eftir meiri litagleði og húmor hjá bandarískum hönnuðum og hvað þeir eru duglegir að halda í þetta hráa og „industrial“ og leyfa efniviðnum frekar að njóta sín eins og hann er.“ Aðspurð hvernig reksturinn fari af stað segir Elín hlutina ganga ágætlega fyrir sig.„Allt hefur gengið nokkuð vel hingað til, en það sem hefur kannski verið erfiðast að kyngja er hvað sendingarkostnaðurinn frá Bandaríkjunum er himinhár. Meðan ég var búsett í New York fannst mér afar mikilvægt að nýta tímann til þess að hitta fólkið bak við þau vörumerki sem ég valdi að selja í versluninni. Að opna vefverslun felur í sér ótrúlega mikil og náin samskipti við birgjana, sem mér hefur fundist mjög skemmtilegt og gefandi.“
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira