Eldri borgarar eru engin grey Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2017 10:45 Kristín Kristjánsdóttir er djákni í Fella- og Hólakirkju, þar sem karlar á eftirlaunaaldri koma til að spjalla, fræðast og kætast saman síðasta föstudagsmorgun í hverjum mánuði. MYND/ERNIR Körlum þykir ekki síður gaman að kjafta við aðra karla heldur en konum í saumaklúbbum. Slíkir samfundir verða körlum mikilvægir þegar dagleg umgengni við vinnufélagana hættir á efri árum. „Hugmyndin kviknaði þegar ég horfði yfir á prjónakaffi eldri kvenna í Gerðubergi þar sem fimmtíu til sextíu konur setjast saman yfir kaffisopa og hannyrðum á hverjum föstudegi. Hvar voru herrarnir á meðan þær voru að prjóna? Ég vissi að þeir keyrðu elskurnar sínar í prjónakaffið og biðu sennilega einir með sjálfum sér á bókasafninu eða fengu sér sundsprett á meðan, en var kannski hægt að gera eitthvað fyrir þá? Hvað myndu þeir vilja? Vantaði þeim ekki samskonar vettvang til að hittast á og hafa gaman, rétt eins og konurnar?“ segir Kristín Kristjánsdóttir, djákni við Fella- og Hólakirkju, þar sem vinsælt karlakaffi er orðið fastur liður síðasta föstudagsmorgunn í hverjum mánuði. Kristín er að tala um karlmenn sem eru hættir að vinna, 67 ára og eldri. „Mig langaði til að þeir ættu sér samastað til að hittast á, fá sér kaffi og vínarbrauð, og kjafta svolítið saman, rétt eins og við konurnar gerum þegar við hittumst einar og án karla. Í byrjun vissi ég ekkert hvað ég væri að fara út í; hvort það kæmu fjórir karla eða tíu, en í fyrsta kaffið komu þeir þrjátíu og sífellt bætist í hópinn enda mikil ánægja með karlakaffið, þar sem er mikið spjallað og hlegið yfir sætabrauði með sopanum.“Starfsfólk Fella- og Hólakirkju heldur saman utan um karlakaffið. Frá vinstri: Jón Ómar Gunnarsson prestur, kirkjuverðirnir Jóhanna Freyja Björnsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir djákni. Á myndina vantar sóknarprestinn Guðmund Karl Ágústsson og séra Kristin Ágúst Friðfinnsson.MYND/ERNIRSótt í viskubrunn gesta Í karlakaffið hefur frá upphafi verið boðinn valinn gestur til að spjalla um lífið og tilveruna. „Það finnst mér dýrmætt því spurningar þess sem er hættur að vinna eru allt aðrar en hins vinnandi manns,“ segir Kristín. „Meðal gesta hafa verið Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Saga Medica, sem talaði um blöðruhálskrabbamein, hvað sé hægt að gera og hvað menn geta gert sjálfir; séra Vigfús Árnason sem sagði sögur af sjálfum sér og því hvernig er að vera hættur að vinna, og Ómar Ragnarsson sem reytti af sér brandara en talaði líka um hvernig það er að vera ekki lengur á launaskrá, sem eru sannarlega viðbrigði.“ Næsti gestur í karlakaffið verður Ellert B. Schram, fyrrverandi knattspyrnumaður, ritstjóri og alþingismaður. „Hingað kemur stór hópur karla til að hlusta á erindi gestanna og við starfsfólk kirkjunnar tökum öll á móti körlunum. Hins vegar er skilyrði að karlarnir njóti samvistanna einir í salnum, því rétt eins og á samfundum kvenna breytist flæðið þegar karl bætist í hópinn. Í staðinn pössum við konurnar upp á að nóg sé á könnunni,“ segir Kristín kát. „Þetta er fyrst og fremst notaleg og skemmtileg stund. Karlar af þessari kynslóð hafa margir unnið mikið um ævina, ekki haft tíma fyrir áhugamál og missa því mikið þegar þeir hætta að vinna. Margir eru óduglegir að drífa sig út og vanafastir; fara bara í sinn heita pott og þaðan heim, og því þarf að ýta á þá að sýna sig og sjá aðra. Í karlakaffinu hafa þeir kærkominn vettvang til að hitta aðra karla, eignast nýja kunningja og oftar en ekki koma góðir vinir sem hafa tekið félaga sinn með og eiga skemmtilega samveru.“Aldur til að lifa og njóta Kristín hefur í starfi sínu sem djákni mikil samskipti við eldri borgara og er farin að þekkja þankagang þeirra vel. „Ég heyri að eldri borgurum leiðist hvernig oft og iðulega er talað um þá í þjóðfélaginu. Það breytist nefnilega enginn í grey við það eitt að hætta að vinna og fara á eftirlaunaaldur. Þetta er ótrúlega flottur, orkumikill og litríkur hópur sem er enn í fullu fjöri og vill ekki láta tala svona um sig. Í stað þess að tala um dúllurnar sem hlustuðu á harmóníkuleik á elliheimilinu væri miklu nær að lofa það í hástert að eldri borgarar séu í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að geta djammað yfir hábjartan daginn. Fólk leggst ekki sjálfkrafa í kör við það að mæta ekki lengur til vinnu að morgni; síður en svo. Þá er einmitt tíminn til að lifa og njóta, og gott að hafa fastan lið í tilverunni eins og karlakaffið þar sem beðið er eftir manni í kaffi og sögur!“ Karlakaffi Fella- og Hólakirkju er síðasta föstudag hvers mánaðar, á milli klukkan 10 og 11.30, næst föstudaginn 27. október. Aðgangur er ókeypis og eru karlar á eftirlaunaaldri hjartanlega velkomnir að gera sér glaðan dag. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Körlum þykir ekki síður gaman að kjafta við aðra karla heldur en konum í saumaklúbbum. Slíkir samfundir verða körlum mikilvægir þegar dagleg umgengni við vinnufélagana hættir á efri árum. „Hugmyndin kviknaði þegar ég horfði yfir á prjónakaffi eldri kvenna í Gerðubergi þar sem fimmtíu til sextíu konur setjast saman yfir kaffisopa og hannyrðum á hverjum föstudegi. Hvar voru herrarnir á meðan þær voru að prjóna? Ég vissi að þeir keyrðu elskurnar sínar í prjónakaffið og biðu sennilega einir með sjálfum sér á bókasafninu eða fengu sér sundsprett á meðan, en var kannski hægt að gera eitthvað fyrir þá? Hvað myndu þeir vilja? Vantaði þeim ekki samskonar vettvang til að hittast á og hafa gaman, rétt eins og konurnar?“ segir Kristín Kristjánsdóttir, djákni við Fella- og Hólakirkju, þar sem vinsælt karlakaffi er orðið fastur liður síðasta föstudagsmorgunn í hverjum mánuði. Kristín er að tala um karlmenn sem eru hættir að vinna, 67 ára og eldri. „Mig langaði til að þeir ættu sér samastað til að hittast á, fá sér kaffi og vínarbrauð, og kjafta svolítið saman, rétt eins og við konurnar gerum þegar við hittumst einar og án karla. Í byrjun vissi ég ekkert hvað ég væri að fara út í; hvort það kæmu fjórir karla eða tíu, en í fyrsta kaffið komu þeir þrjátíu og sífellt bætist í hópinn enda mikil ánægja með karlakaffið, þar sem er mikið spjallað og hlegið yfir sætabrauði með sopanum.“Starfsfólk Fella- og Hólakirkju heldur saman utan um karlakaffið. Frá vinstri: Jón Ómar Gunnarsson prestur, kirkjuverðirnir Jóhanna Freyja Björnsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir djákni. Á myndina vantar sóknarprestinn Guðmund Karl Ágústsson og séra Kristin Ágúst Friðfinnsson.MYND/ERNIRSótt í viskubrunn gesta Í karlakaffið hefur frá upphafi verið boðinn valinn gestur til að spjalla um lífið og tilveruna. „Það finnst mér dýrmætt því spurningar þess sem er hættur að vinna eru allt aðrar en hins vinnandi manns,“ segir Kristín. „Meðal gesta hafa verið Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Saga Medica, sem talaði um blöðruhálskrabbamein, hvað sé hægt að gera og hvað menn geta gert sjálfir; séra Vigfús Árnason sem sagði sögur af sjálfum sér og því hvernig er að vera hættur að vinna, og Ómar Ragnarsson sem reytti af sér brandara en talaði líka um hvernig það er að vera ekki lengur á launaskrá, sem eru sannarlega viðbrigði.“ Næsti gestur í karlakaffið verður Ellert B. Schram, fyrrverandi knattspyrnumaður, ritstjóri og alþingismaður. „Hingað kemur stór hópur karla til að hlusta á erindi gestanna og við starfsfólk kirkjunnar tökum öll á móti körlunum. Hins vegar er skilyrði að karlarnir njóti samvistanna einir í salnum, því rétt eins og á samfundum kvenna breytist flæðið þegar karl bætist í hópinn. Í staðinn pössum við konurnar upp á að nóg sé á könnunni,“ segir Kristín kát. „Þetta er fyrst og fremst notaleg og skemmtileg stund. Karlar af þessari kynslóð hafa margir unnið mikið um ævina, ekki haft tíma fyrir áhugamál og missa því mikið þegar þeir hætta að vinna. Margir eru óduglegir að drífa sig út og vanafastir; fara bara í sinn heita pott og þaðan heim, og því þarf að ýta á þá að sýna sig og sjá aðra. Í karlakaffinu hafa þeir kærkominn vettvang til að hitta aðra karla, eignast nýja kunningja og oftar en ekki koma góðir vinir sem hafa tekið félaga sinn með og eiga skemmtilega samveru.“Aldur til að lifa og njóta Kristín hefur í starfi sínu sem djákni mikil samskipti við eldri borgara og er farin að þekkja þankagang þeirra vel. „Ég heyri að eldri borgurum leiðist hvernig oft og iðulega er talað um þá í þjóðfélaginu. Það breytist nefnilega enginn í grey við það eitt að hætta að vinna og fara á eftirlaunaaldur. Þetta er ótrúlega flottur, orkumikill og litríkur hópur sem er enn í fullu fjöri og vill ekki láta tala svona um sig. Í stað þess að tala um dúllurnar sem hlustuðu á harmóníkuleik á elliheimilinu væri miklu nær að lofa það í hástert að eldri borgarar séu í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að geta djammað yfir hábjartan daginn. Fólk leggst ekki sjálfkrafa í kör við það að mæta ekki lengur til vinnu að morgni; síður en svo. Þá er einmitt tíminn til að lifa og njóta, og gott að hafa fastan lið í tilverunni eins og karlakaffið þar sem beðið er eftir manni í kaffi og sögur!“ Karlakaffi Fella- og Hólakirkju er síðasta föstudag hvers mánaðar, á milli klukkan 10 og 11.30, næst föstudaginn 27. október. Aðgangur er ókeypis og eru karlar á eftirlaunaaldri hjartanlega velkomnir að gera sér glaðan dag.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira