Hreyfing þarf ekki að vera flókin Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2017 10:30 "Ég mæli með öllu sem veitir manni gleði og hreyfingu í leiðinni,“ segir Ólöf. MYND/ANTON BRINK „Mikilvægt er að passa upp á að fá meiri hreyfingu almennt inn í daglega lífið, hvort sem það er sumar eða vetur. Auðvitað er alltaf hægt að fara í ræktina og flestar líkamsræktarstöðvar bjóða upp á fjölbreytta tíma sem miða að því að auka mýkt, styrk, þol og liðleika. Hins vegar má líka auka daglega hreyfingu með því einfaldlega að ganga á milli staða, taka stigann frekar en lyftuna og standa oftar upp frá vinnunni,“ segir Ólöf Björnsdóttir en hún hefur langa reynslu af því að koma fólki í betra form. Ólöf er einkaþjálfari og kennir í hópatímum hjá Reebok, auk þess sem hún lýkur námi í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík næsta vor. „Nýjustu rannsóknir sýna að þeir sem hreyfa sig reglulega yfir daginn í vinnunni en fara ekki sérstaklega í ræktina eru hraustari en þeir sem sitja allan daginn og fara síðan í ræktina eftir vinnu í klukkutíma í senn,“ upplýsir Ólöf.„Ég er mikill aðdáandi þess að hreyfa sig utandyra og mæli hiklaust með gönguferðum.“ MYND/ANTON BRINK30 mínútur á dagÓlöf segir að viðmiðið fyrir fullorðna manneskju sé 30 mínútna hreyfing á dag en því miður gefa fæstir sér tíma til þess. „Það er meira að segja hægt að skipta þessu í tvennt, korter á morgnana og korter að kvöldi. Hreyfing þarf ekki að vera flókin en gott er að setja sér raunhæf markmið og ætla sér ekki of mikið. Ég er líka mikill aðdáandi þess að hreyfa sig utandyra og mæli því hiklaust með gönguferðum en þær geta komið fólki af stað í regluleg hreyfingu. Til að auka styrk má ákveða að stoppa alls staðar þar sem það eru bekkir og nota þá til að fá meira út úr göngunni, setjast niður tuttugu sinnum og standa hratt upp, stíga tíu sinnum upp á bekkinn, taka nokkrar armbeygjur og halda síðan áfram. Tilvalið er að taka börnin með og gera gönguferðina að skemmtilegri samverustund og njóta útivistar í leiðinni,“ segir Ólöf brosandi og bætir við að mikilvægast sé að hver og einn finni sér líkamsrækt sem hann hafi gaman af „Það má leigja badmintonvöll með vinunum eða fara á dansnámskeið. Ég mæli með öllu sem veitir manni gleði og hreyfingu í leiðinni,“ segir hún. Sjálf fer Ólöf til Spánar með hópa tvisvar á ári, í maí og september, í svokallaðar hreyfiferðir. „Ég fer út á vegum Gaman Ferða. Hópurinn slakar á, æfir, hjólar um og hefur það almennt gaman og á þennan hátt koma margir sér í hreyfigírinn eða fá útrás fyrir hreyfigleði,“ segir hún.Ólöf segir að viðmiðið fyrir fullorðna manneskju sé 30 mínútna hreyfing á dag en því miður gefa fæstir sér tíma til þess. MYND/ANTON BRINKTeygjan gerir gagnMeð hækkandi aldri þarf að huga að því að halda nægum vöðvamassa og segir Ólöf að þá sé gott að styrkja sig með því að æfa í tækjasal. „Heima við er hægt að nota teygju á ýmsan máta til að styrkja handleggi, brjóst, bak og axlir. Teygjuna má setja utan um borðfót, setjast á rassinn og tosa hana að sér. Teygjuna má toga upp og niður og svo er líka hægt að fara á fjóra fætur og spyrna henni upp og út. Á YouTube eru líka alls konar æfingamyndbönd til að koma sér af stað.“ Spurð hvort hún mæli með því að hlaupa úti yfir veturinn segist Ólöf ekki sjá neitt því til fyrirstöðu. „En það þarf að gæta vel að sér um leið og það fer að frysta því í hálku eykst hætta á meiðslum.“ Yfir sumartímann borða flestir léttari mat en á veturna og segir Ólöf það alveg eðlilegt því kuldinn kalli á meiri orku. „Yfir veturinn þurfa flestir meira seðjandi mat, eins og matarmiklar súpur og pottrétti. Slíkir réttir gefa góða næringu og auðvelt er að lauma miklu grænmeti í þá. Almennt mæli ég með því að sleppa sykri og hvítu hveiti og forðast unnar matvörur. Ekki þó þannig að það sé alveg bannað og megi bókstaflega aldrei borða aftur því það er svo leiðinlegt, en best er að sleppa þessu eins og hægt er. Ég mæli líka hiklaust með góðum morgunverði. Hann kemur manni í gegnum daginn og dregur úr hungri í eftirmiðdaginn.“Súkkulaðidrykkur sem allir á mínu heimili elska, jafnt að morgni sem um miðjan dag eftir skóla1 lúka möndlur 2 dl vatn 1 tsk. kakó 2 tsk. chiafræ (má sleppa en gefur góðar fitusýrur og trefjar) 1 tsk. macca duft (má sleppa) 2 döðlur 1 banani, ferskur eða frosinn Möndlur og vatn sett í blandara og maukað saman, öll þurrefni sett saman við og loks bananinn. Allt maukað vel svo úr verður góður orkudrykkur. Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Mikilvægt er að passa upp á að fá meiri hreyfingu almennt inn í daglega lífið, hvort sem það er sumar eða vetur. Auðvitað er alltaf hægt að fara í ræktina og flestar líkamsræktarstöðvar bjóða upp á fjölbreytta tíma sem miða að því að auka mýkt, styrk, þol og liðleika. Hins vegar má líka auka daglega hreyfingu með því einfaldlega að ganga á milli staða, taka stigann frekar en lyftuna og standa oftar upp frá vinnunni,“ segir Ólöf Björnsdóttir en hún hefur langa reynslu af því að koma fólki í betra form. Ólöf er einkaþjálfari og kennir í hópatímum hjá Reebok, auk þess sem hún lýkur námi í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík næsta vor. „Nýjustu rannsóknir sýna að þeir sem hreyfa sig reglulega yfir daginn í vinnunni en fara ekki sérstaklega í ræktina eru hraustari en þeir sem sitja allan daginn og fara síðan í ræktina eftir vinnu í klukkutíma í senn,“ upplýsir Ólöf.„Ég er mikill aðdáandi þess að hreyfa sig utandyra og mæli hiklaust með gönguferðum.“ MYND/ANTON BRINK30 mínútur á dagÓlöf segir að viðmiðið fyrir fullorðna manneskju sé 30 mínútna hreyfing á dag en því miður gefa fæstir sér tíma til þess. „Það er meira að segja hægt að skipta þessu í tvennt, korter á morgnana og korter að kvöldi. Hreyfing þarf ekki að vera flókin en gott er að setja sér raunhæf markmið og ætla sér ekki of mikið. Ég er líka mikill aðdáandi þess að hreyfa sig utandyra og mæli því hiklaust með gönguferðum en þær geta komið fólki af stað í regluleg hreyfingu. Til að auka styrk má ákveða að stoppa alls staðar þar sem það eru bekkir og nota þá til að fá meira út úr göngunni, setjast niður tuttugu sinnum og standa hratt upp, stíga tíu sinnum upp á bekkinn, taka nokkrar armbeygjur og halda síðan áfram. Tilvalið er að taka börnin með og gera gönguferðina að skemmtilegri samverustund og njóta útivistar í leiðinni,“ segir Ólöf brosandi og bætir við að mikilvægast sé að hver og einn finni sér líkamsrækt sem hann hafi gaman af „Það má leigja badmintonvöll með vinunum eða fara á dansnámskeið. Ég mæli með öllu sem veitir manni gleði og hreyfingu í leiðinni,“ segir hún. Sjálf fer Ólöf til Spánar með hópa tvisvar á ári, í maí og september, í svokallaðar hreyfiferðir. „Ég fer út á vegum Gaman Ferða. Hópurinn slakar á, æfir, hjólar um og hefur það almennt gaman og á þennan hátt koma margir sér í hreyfigírinn eða fá útrás fyrir hreyfigleði,“ segir hún.Ólöf segir að viðmiðið fyrir fullorðna manneskju sé 30 mínútna hreyfing á dag en því miður gefa fæstir sér tíma til þess. MYND/ANTON BRINKTeygjan gerir gagnMeð hækkandi aldri þarf að huga að því að halda nægum vöðvamassa og segir Ólöf að þá sé gott að styrkja sig með því að æfa í tækjasal. „Heima við er hægt að nota teygju á ýmsan máta til að styrkja handleggi, brjóst, bak og axlir. Teygjuna má setja utan um borðfót, setjast á rassinn og tosa hana að sér. Teygjuna má toga upp og niður og svo er líka hægt að fara á fjóra fætur og spyrna henni upp og út. Á YouTube eru líka alls konar æfingamyndbönd til að koma sér af stað.“ Spurð hvort hún mæli með því að hlaupa úti yfir veturinn segist Ólöf ekki sjá neitt því til fyrirstöðu. „En það þarf að gæta vel að sér um leið og það fer að frysta því í hálku eykst hætta á meiðslum.“ Yfir sumartímann borða flestir léttari mat en á veturna og segir Ólöf það alveg eðlilegt því kuldinn kalli á meiri orku. „Yfir veturinn þurfa flestir meira seðjandi mat, eins og matarmiklar súpur og pottrétti. Slíkir réttir gefa góða næringu og auðvelt er að lauma miklu grænmeti í þá. Almennt mæli ég með því að sleppa sykri og hvítu hveiti og forðast unnar matvörur. Ekki þó þannig að það sé alveg bannað og megi bókstaflega aldrei borða aftur því það er svo leiðinlegt, en best er að sleppa þessu eins og hægt er. Ég mæli líka hiklaust með góðum morgunverði. Hann kemur manni í gegnum daginn og dregur úr hungri í eftirmiðdaginn.“Súkkulaðidrykkur sem allir á mínu heimili elska, jafnt að morgni sem um miðjan dag eftir skóla1 lúka möndlur 2 dl vatn 1 tsk. kakó 2 tsk. chiafræ (má sleppa en gefur góðar fitusýrur og trefjar) 1 tsk. macca duft (má sleppa) 2 döðlur 1 banani, ferskur eða frosinn Möndlur og vatn sett í blandara og maukað saman, öll þurrefni sett saman við og loks bananinn. Allt maukað vel svo úr verður góður orkudrykkur.
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira