Draumadagur Björgvins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2017 21:58 Efstu keppendur í karlaflokki. mynd/lyftingasamband íslands Talsverðar sviptingar urðu í karlakeppni Reykjavíkurleikanna í Ólympískum lyftingum í dag. Keppt var í svokallaðri Sinclair stigakeppni þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd sem þeir lyfta reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Björgvin Karl Guðmundsson (Hengli) stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu þar sem hann setti fimm Íslandsmet. Í snörun dró Björgvin vagninn fyrir íslensku keppendurna en hann var í harðri keppni við hin finnska Jere Johansson eftir að lyftingamaður ársins 2016 Andri Gunnarsson (LFG) þurfti að hætta við keppni að sökum flensu. Björgvin snaraði 115 kg, 120 kg og loks 128 kg sem er nýtt Íslandsmet. Sá finnski snaraði 117 kg, 121 kg og 124 kg en hann mældist fjórum kg léttari en Björgvin og því var mjótt á munum í stigakeppninni. Einar Ingi Jónsson (LFR), næst stigahæsti íslenski lyftingamaðurinn, fór illa að ráði sínu og datt úr lek í snörun þegar hann klikkaði þrisvar sinnum á opnunarþyngdinni (110 kg). Svíinn Stefan Ågren lyfti 151 kg í fyrstu tilraun í -105 kg flokki en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 157 kg. Það dugði honum þó til að leiða keppnina að snörun lokinni. Daníel Róbertsson (Ármanni) átti góðan dag og bætti sig um sjö kg þegar hann snaraði 120 kg en hann mælfist um 80 kg, tæpu kg léttari en Finninn Jere. Í jafnhendingunni byrjaði Björgvin á að lyfta 140 kg og Finninn 145 kg. Því næst lyfti Björgvin 151 kg og bætti Íslandsmet sitt um eitt kg. Jere Johansson lyfti þá 153 kg og var komin í forskot og Björgvin þurfti því að lyfta 157 kg til að hafa betur gegn Jere sem hann og gerði. Svíinn Agren var síðastur til að hefja keppni og opnaði með 192 kg en hann hafði stefnt að því að lyfta 201 kg sem hefði verið nýtt sænskt met í þeim þyngdarflokki. 192 kg reyndust of þung opnun fyrir Svíann sem féll úr leik eftir þrjár tilraunir. Björgvin stóð því uppi sem sigurvegari og var vel að því kominn eftir að hafa sett fimm Íslandsmet og klárað allar sínar lyftur.Úrslit dagsins: 1. Björgvin Karl Guðmundsson (Lyftingafélagið Hengill) – Líkamsþyngd: 84,65 kg Snörun: 128 kg – Jafnhending: 157 kg – Samanlagður árangur: 285 kg – Sinclair: 341,3 stig 2. Jere Johansson (Finnland) – Líkamsþyngd: 81,10 kg Snörun: 124 kg – Jafnhendingu: 153 kg – Samanlagður árangur: 277 kg – Sinclair: 339,1 stig 3. Daníel Róbertsson (Ármann) – Líkamsþyngd: 79,95 Snörun: 120 kg – Jafnhending: 135 kg – Samanlagður árangur: 255 kg – Sinclair: 314,5 stig Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Sjá meira
Talsverðar sviptingar urðu í karlakeppni Reykjavíkurleikanna í Ólympískum lyftingum í dag. Keppt var í svokallaðri Sinclair stigakeppni þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd sem þeir lyfta reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Björgvin Karl Guðmundsson (Hengli) stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu þar sem hann setti fimm Íslandsmet. Í snörun dró Björgvin vagninn fyrir íslensku keppendurna en hann var í harðri keppni við hin finnska Jere Johansson eftir að lyftingamaður ársins 2016 Andri Gunnarsson (LFG) þurfti að hætta við keppni að sökum flensu. Björgvin snaraði 115 kg, 120 kg og loks 128 kg sem er nýtt Íslandsmet. Sá finnski snaraði 117 kg, 121 kg og 124 kg en hann mældist fjórum kg léttari en Björgvin og því var mjótt á munum í stigakeppninni. Einar Ingi Jónsson (LFR), næst stigahæsti íslenski lyftingamaðurinn, fór illa að ráði sínu og datt úr lek í snörun þegar hann klikkaði þrisvar sinnum á opnunarþyngdinni (110 kg). Svíinn Stefan Ågren lyfti 151 kg í fyrstu tilraun í -105 kg flokki en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 157 kg. Það dugði honum þó til að leiða keppnina að snörun lokinni. Daníel Róbertsson (Ármanni) átti góðan dag og bætti sig um sjö kg þegar hann snaraði 120 kg en hann mælfist um 80 kg, tæpu kg léttari en Finninn Jere. Í jafnhendingunni byrjaði Björgvin á að lyfta 140 kg og Finninn 145 kg. Því næst lyfti Björgvin 151 kg og bætti Íslandsmet sitt um eitt kg. Jere Johansson lyfti þá 153 kg og var komin í forskot og Björgvin þurfti því að lyfta 157 kg til að hafa betur gegn Jere sem hann og gerði. Svíinn Agren var síðastur til að hefja keppni og opnaði með 192 kg en hann hafði stefnt að því að lyfta 201 kg sem hefði verið nýtt sænskt met í þeim þyngdarflokki. 192 kg reyndust of þung opnun fyrir Svíann sem féll úr leik eftir þrjár tilraunir. Björgvin stóð því uppi sem sigurvegari og var vel að því kominn eftir að hafa sett fimm Íslandsmet og klárað allar sínar lyftur.Úrslit dagsins: 1. Björgvin Karl Guðmundsson (Lyftingafélagið Hengill) – Líkamsþyngd: 84,65 kg Snörun: 128 kg – Jafnhending: 157 kg – Samanlagður árangur: 285 kg – Sinclair: 341,3 stig 2. Jere Johansson (Finnland) – Líkamsþyngd: 81,10 kg Snörun: 124 kg – Jafnhendingu: 153 kg – Samanlagður árangur: 277 kg – Sinclair: 339,1 stig 3. Daníel Róbertsson (Ármann) – Líkamsþyngd: 79,95 Snörun: 120 kg – Jafnhending: 135 kg – Samanlagður árangur: 255 kg – Sinclair: 314,5 stig
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Sjá meira
Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03