Alvarleg vísbending um kennaraskort Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. febrúar 2017 06:45 Formaður Félags leikskólakennara segir að byrjunarlaun leikskólakennara séu í dag 470 þúsund krónur. vísir/vilhelm Um þriðjungur stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskólum er nú skipaður leikskólakennurum en lög kveða á um að þeir skuli að lágmarki vera tveir af hverjum þremur. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem áhyggjum er lýst af yfirvofandi kennaraskorti.Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Fréttablaðið/VilhelmÍ skýrslunni kemur fram að í desember 2015 hafi 1.758 menntaðir leikskólakennarar starfað í leikskólum en 2.992 leyfisbréf hafi verið gefin út til þeirra frá árinu 2009. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir áhugavert að fá upplýsingar um það hve stórt hlutfall menntaðra leikskólakennara starfi ekki við fag sitt. Haraldur segir skref hafa verið stigin fram á við í kjarasamningum. Hins vegar telji fólk í samfélaginu að laun leikskólakennara séu í raun lægri en þau eru vegna þess að á leikskólum starfi fjölbreyttur hópur fólks og sumir þeirra séu ómenntaðir starfsmenn. Hann bendir á að byrjunarlaun leikskólakennara séu núna um 470 þúsund krónur og um 490 þúsund ef viðkomandi sinnir deildarstjórn. Haraldur segir hins vegar að stíga þurfi fleiri skref til að hækka laun kennara. „Það kemur bersýnilega í ljós að sveitarfélög greiða almennt sérfræðingum lægri laun en ríkið,“ segir Haraldur. Sveitarfélögin í heild þurfi að skoða það sín megin hvers vegna svo er. Hann bendir á að laun sérfræðinga á opinberum markaði séu svo aftur lægri en laun sérfræðinga á almennum markaði. Nú þegar búið er að breyta lífeyrissjóðskerfinu og jafna muninn á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði þurfi líka að jafna launin. Ríkisendurskoðun segir í áðurnefndri skýrslu að kennaraskorturinn verði ekki eingöngu leystur með fjölgun kennaranema. Mikilvægt sé að laða menntaða kennara, ekki síst hina yngri, til starfa við skólana og búa þannig um hnútana að þeir endist í starfi. Þar með nýtist sú fjárfesting sem felst í menntun þeirra væntanlega best. „Sú fjárfesting jókst verulega þegar kennaranám var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 en vísbendingar eru um að sú breyting hafi dregið úr aðsókn í námið,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir lengra nám ekki vera stærsta vandamálið. „Það eru um það bil tíu þúsund kennarar með grunnskólakennararéttindi. Það er ekki nema helmingurinn sem kýs að starfa sem kennarar og langstærstur hluti þeirra fór í gegnum þriggja ára nám. Þannig að vandinn er ekki fimm ára námið. Það er alveg ljóst.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Um þriðjungur stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskólum er nú skipaður leikskólakennurum en lög kveða á um að þeir skuli að lágmarki vera tveir af hverjum þremur. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem áhyggjum er lýst af yfirvofandi kennaraskorti.Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Fréttablaðið/VilhelmÍ skýrslunni kemur fram að í desember 2015 hafi 1.758 menntaðir leikskólakennarar starfað í leikskólum en 2.992 leyfisbréf hafi verið gefin út til þeirra frá árinu 2009. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir áhugavert að fá upplýsingar um það hve stórt hlutfall menntaðra leikskólakennara starfi ekki við fag sitt. Haraldur segir skref hafa verið stigin fram á við í kjarasamningum. Hins vegar telji fólk í samfélaginu að laun leikskólakennara séu í raun lægri en þau eru vegna þess að á leikskólum starfi fjölbreyttur hópur fólks og sumir þeirra séu ómenntaðir starfsmenn. Hann bendir á að byrjunarlaun leikskólakennara séu núna um 470 þúsund krónur og um 490 þúsund ef viðkomandi sinnir deildarstjórn. Haraldur segir hins vegar að stíga þurfi fleiri skref til að hækka laun kennara. „Það kemur bersýnilega í ljós að sveitarfélög greiða almennt sérfræðingum lægri laun en ríkið,“ segir Haraldur. Sveitarfélögin í heild þurfi að skoða það sín megin hvers vegna svo er. Hann bendir á að laun sérfræðinga á opinberum markaði séu svo aftur lægri en laun sérfræðinga á almennum markaði. Nú þegar búið er að breyta lífeyrissjóðskerfinu og jafna muninn á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði þurfi líka að jafna launin. Ríkisendurskoðun segir í áðurnefndri skýrslu að kennaraskorturinn verði ekki eingöngu leystur með fjölgun kennaranema. Mikilvægt sé að laða menntaða kennara, ekki síst hina yngri, til starfa við skólana og búa þannig um hnútana að þeir endist í starfi. Þar með nýtist sú fjárfesting sem felst í menntun þeirra væntanlega best. „Sú fjárfesting jókst verulega þegar kennaranám var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 en vísbendingar eru um að sú breyting hafi dregið úr aðsókn í námið,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir lengra nám ekki vera stærsta vandamálið. „Það eru um það bil tíu þúsund kennarar með grunnskólakennararéttindi. Það er ekki nema helmingurinn sem kýs að starfa sem kennarar og langstærstur hluti þeirra fór í gegnum þriggja ára nám. Þannig að vandinn er ekki fimm ára námið. Það er alveg ljóst.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira