Fengu að vera í samfloti með snjómoksturstækjum Aron Ingi Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2017 16:27 Frá Patreksfirði. vísir/aig Íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum var boðið að vera í samfloti á eftir snjómoksturstækjum frá Patreksfirði yfir Klettsháls í morgun, en skyggni var afar lítið og skafrenningur mikill. Sama þjónusta var veitt í gærdag á sama svæði og er þetta liður í auknu þjónustustigi Vegagerðarinnar vegna bilunar á ferjunni Baldurs. Bríet Arnardóttir hjá Vegagerðinni á Patreksfirði sagði að Klettsháls væri ófær fólksbílum sem stendur en unnið væri hörðum höndum að aðstoða flutningabíla við að komast leiða sinna með ferskvöru. Það væri gert alla daga og hefði það gengið nokkuð vel miðað við aðstæður að hennar sögn. Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað klukkan 22:00 vegna snjóflóðahættu. Lögreglan sagði enn fremur að það gæti farið svo að þeim vegi yrði lokað fyrr, það færi eftir veðri en lokunartími er miðaður við veðurspá Veðurstofu Íslands og við þjónustutíma Vegagerðarinnar. Snjóflóð hafa fallið í Súðavíkurhlíð í vikunni. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru áfram ófærar sem og Strandavegur en vegurinn milli Flateyrar og Ísafjarðar hefur haldist opinn. Öllu flugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar var aflýst í dag sökum veðurs að sögn Flugfélags Íslands, en flogið var á milli Reykjavíkur og Bíldudals með flugfélaginu Erni samkvæmt áætlun. Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum var boðið að vera í samfloti á eftir snjómoksturstækjum frá Patreksfirði yfir Klettsháls í morgun, en skyggni var afar lítið og skafrenningur mikill. Sama þjónusta var veitt í gærdag á sama svæði og er þetta liður í auknu þjónustustigi Vegagerðarinnar vegna bilunar á ferjunni Baldurs. Bríet Arnardóttir hjá Vegagerðinni á Patreksfirði sagði að Klettsháls væri ófær fólksbílum sem stendur en unnið væri hörðum höndum að aðstoða flutningabíla við að komast leiða sinna með ferskvöru. Það væri gert alla daga og hefði það gengið nokkuð vel miðað við aðstæður að hennar sögn. Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað klukkan 22:00 vegna snjóflóðahættu. Lögreglan sagði enn fremur að það gæti farið svo að þeim vegi yrði lokað fyrr, það færi eftir veðri en lokunartími er miðaður við veðurspá Veðurstofu Íslands og við þjónustutíma Vegagerðarinnar. Snjóflóð hafa fallið í Súðavíkurhlíð í vikunni. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru áfram ófærar sem og Strandavegur en vegurinn milli Flateyrar og Ísafjarðar hefur haldist opinn. Öllu flugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar var aflýst í dag sökum veðurs að sögn Flugfélags Íslands, en flogið var á milli Reykjavíkur og Bíldudals með flugfélaginu Erni samkvæmt áætlun.
Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira