Afsláttur af námslánum til að efla byggðir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. desember 2017 06:00 Menntamálaráðherra hyggst kanna kosti þess að nýta námslánakerfið til að hvetja fólk til að setjast að í dreifðum byggðum. „Þetta gengur út á að fólk sem býr og vinnur á svokölluðum aðgerðasvæðum og er með námslán gæti sótt um afslátt af námslánum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra. Hún hyggst kanna kosti þess að nýta námslánakerfið til að hvetja fólk til að setjast að í dreifðum byggðum, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Lilja vísar til reynslu Norðmanna af þessari leið þar sem fólk getur fengið tíu prósenta lækkun á námslánum árlega hafi það búið á tilgreindum svæðum í tólf mánuði. „Þar hefur þessu úrræði verið beint inn á svæði þar sem skortur hefur verið á sérfræðimenntuðu fólki,“ segir Lilja. Úrræðið hafi skilað töluverðum árangri í Norður-Noregi og laðað til dæmis lækna og tæknimenntað fólk á strjálbýl svæði. „Í mörgum tilvikum hefur þetta fólk ílengst á svæðinu eftir að námslán þess eru greidd að fullu.“ Aðspurð um þau svæði sem myndu njóta þessa úrræðis segir Lilja að það gæti verið breytilegt en um yrði að ræða svæði þar sem erfitt reynist að halda uppi tiltekinni þjónustu vegna skorts á sérfræðimenntuðu fólki. Eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum kemur til greina að fleiri hvatar til landsbyggðarbúsetu verði kynntir. Reynslan í Noregi hefur sýnt að þetta úrræði dugar ekki eitt og sér til að halda fólki í strjálbýlinu. Ráðast þurfi í aðrar aðgerðir samhliða. Lilja segir ekki liggja fyrir hvenær frekari tíðinda sé að vænta af þessu úrræði en þetta verði unnið í tengslum við heildarendurskoðun námslánakerfisins. „Liður í þeirri endurskoðun þarf að vera hvernig hvata við getum sett til að efla þekkingarsamfélagið úti á landi. En auðvitað snýst þetta fyrst og síðast um innviðauppbyggingu um landið og þá þjónustu sem er í boði,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Þetta gengur út á að fólk sem býr og vinnur á svokölluðum aðgerðasvæðum og er með námslán gæti sótt um afslátt af námslánum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra. Hún hyggst kanna kosti þess að nýta námslánakerfið til að hvetja fólk til að setjast að í dreifðum byggðum, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Lilja vísar til reynslu Norðmanna af þessari leið þar sem fólk getur fengið tíu prósenta lækkun á námslánum árlega hafi það búið á tilgreindum svæðum í tólf mánuði. „Þar hefur þessu úrræði verið beint inn á svæði þar sem skortur hefur verið á sérfræðimenntuðu fólki,“ segir Lilja. Úrræðið hafi skilað töluverðum árangri í Norður-Noregi og laðað til dæmis lækna og tæknimenntað fólk á strjálbýl svæði. „Í mörgum tilvikum hefur þetta fólk ílengst á svæðinu eftir að námslán þess eru greidd að fullu.“ Aðspurð um þau svæði sem myndu njóta þessa úrræðis segir Lilja að það gæti verið breytilegt en um yrði að ræða svæði þar sem erfitt reynist að halda uppi tiltekinni þjónustu vegna skorts á sérfræðimenntuðu fólki. Eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum kemur til greina að fleiri hvatar til landsbyggðarbúsetu verði kynntir. Reynslan í Noregi hefur sýnt að þetta úrræði dugar ekki eitt og sér til að halda fólki í strjálbýlinu. Ráðast þurfi í aðrar aðgerðir samhliða. Lilja segir ekki liggja fyrir hvenær frekari tíðinda sé að vænta af þessu úrræði en þetta verði unnið í tengslum við heildarendurskoðun námslánakerfisins. „Liður í þeirri endurskoðun þarf að vera hvernig hvata við getum sett til að efla þekkingarsamfélagið úti á landi. En auðvitað snýst þetta fyrst og síðast um innviðauppbyggingu um landið og þá þjónustu sem er í boði,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira